Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 70
30 13. júní 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ó, nei, nei, nei! Við ætlum ekki að nema þig á brott … Zorp hérna vill bara ekki viðurkenna að við höfum villst … Hugsa sér! Í sumum löndum borðar fólk bjöllur! Nammi nammi! Hversu mikið þyrfti að borga þér til þess? Mikið! Nefndu verðið, Pondus! Hættu þessu! Þú átt ekki svo mikla peninga, Jói! Prófaðu! Tíu þúsund? Tíu þúsund? Ertu brjál- aður? Myndir þú gera það fyrir tíu þúsund? … átta, níu … og tíu! Stanislaw! Júlía Kára gaf mér símanúmerið sitt! Það er lygi? Neibb! Og ekki bara sitt símanúm- er, heldur númerin hjá hellingi af öðrum stelpum líka! Þú ert of -- Ókei, hún var reyndar bara að dreifa síma- skrá nemenda, en þau eru öll þar! - töff. Oooo! Ég er þakinn kattarhárum! Það er alveg hárrétt. Lóa ældi aftur! Hún ældi ekki … hún kastaði upp. „Æla“ er svo ljótt orð. Hvað er í gangi? Ég fékk ælu á mig. Þrjár góðar ástæður til að vakna klukkan sjö á morgnana... www.fm957.is 67% landsmanna undir fertugu hlusta á FM957Capacent Blaðamannastarfið er nær alltaf skemmti- legt. Ég segi nær allt- af, því stór hluti starfs- ins felst í því að hringja út um borg og bæ til að ná tali af hinum ýmsu viðmælendum og heimildarmönnum. Óhjá- kvæmilega eru þeir sem reynt er að ná í stundum vant við látnir, farnir heim, í símanum, útlöndum eða sundi. Það er í lagi þegar hringt er beint í einkasíma fólks, en afar bagalegt þegar hringt er í stofnan- ir af flestu tagi. Þar eru nefnilega við lýði skelfileg fyrirbæri sem nefnast símkerfi og þeim fylgir oftar en ekki löng bið á línunni meðan athugað er hvort Garðar sé enn á Grænlandi eða Matthildur sé komin úr mat. Í þessum tilvikum skiptir eðlilega miklu máli hvers kyns tónlist fólki er gert að hlýða á meðan beðið er. Í um sjötíu prósentum tilfella er um að ræða það sem kalla mætti „ljúfa píanótóna“ að hætti Richards Clayderman. Nær öll þessi „lög“ virðast í raun vera gjörsneydd flestu því sem einkennir lög eins og við viljum flest hafa þau, til dæmis byrjun, viðlagi og enda. Þau sigla áfram án sýnilegs tilgangs og gera það að verkum að innan skamms er eðlilegu fólki þorrinn allur lífskraftur og -gleði. Kannski er það tilgangurinn. Skárri eru tuttugu prósentin sem flækja ekki hlutina heldur láta bara Bylgjuna sjá um biðina, jafn- vel þótt það þýði óþarflega mikla meðaltalshlustun á Noruh Jones, Sting og David Gray yfir vikuna. Svo eru það flippararnir, tíu pró- sentin sem láta allar óskrifaðar reglur lönd og leið og koma sífellt á óvart. Nú í vikunni hlustaði ég mér til ánægju á Emiliönu Torrini hjá Vodafone, Astrud Gilberto hjá Domus Medica og Bítlana hjá Lög- reglustjóraembættinu. Vinninginn hafði samt menntamálaráðuneytið, sem kom mér í urrandi stuð með Bee Gees-laginu You Should Be Dancing meðan ég beið eftir sam- bandi við upplýsingafulltrúa. Les- endur mega búast við mjög ítarleg- um fréttaflutningi af menntamálum á næstunni. STUÐ MILLI STRÍÐA Beðið með bræðrunum Gibb KJARTAN GUÐMUNDSSON EYÐIR DRJÚGUM HLUTA VINNUDAGSINS Í SÍMANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.