Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 53
bíða eftir vegabréfsáritun til Taí- lands. Þegar ég var búinn að vera þarna í tvo daga fór ég að ræða við Guðna hvort það væri einhver möguleiki að fá að læra af honum til að mega kannski kenna öðrum einhvern tímann í framtíðinni. Hann tók vel í það og það varð úr að ég var þarna í fimm vikur að stúdera Rope-jóga. Á meðan ég var hjá Guðna bauðst mér að koma á kennaranámskeið í Krip- alu sem ég hefði ekki getað nýtt mér ef ég hefði farið til Asíu. Um leið og ég ákvað að vinna með fólki þá opnaðist leið fyrir mig til að kenna hefðbundið jóga,“ segir Billi og vill meina að þarna hafi örlögin gripið í taumana. Til að komast að á Kripalu- jógasetrinu þarf fólk að hafa stundað jógaæfingar í meira en tvö ár og nauðsynlegt er að ein- hvern tíma á því tímabili hafi fólk verið í daglegri jógaástund- un. Billi uppfyllti ekki alveg þau skilyrði en vegna sjálfboðavinn- unnar var honum boðið að koma á jógakennaranámskeið. „Þetta var mjög mikið nám og þar voru gerðar svakalega miklar kröf- ur,“ segir hann. Eftir að mánaðar kennaranámskeiði lauk var hann þó búinn að fá nóg af útlandavist í bili, enda búinn að vera að heim- an í rúmlega hálft ár. Þegar hann kom heim byrjaði hann strax að kenna jóga í World Class en hann hefur verið viðriðinn þá stöð allar götur síðan. Asía kallar Þótt hann hafi ekki heimsótt Asíu þegar til stóð þá endaði hann þó á því að fara þangað. Fyrir tveim- ur árum lét hann drauminn ræt- ast og dvaldi þar í þrjá og hálfan mánuð. Þá var hann búinn að fara nokkrum sinnum aftur til Krip- alu til að stúdera taílenska nudd- ið. Hann segir að fólk hafi rekið upp stór augu þegar hann nefndi taílenska nuddið því fólk teng- ir þetta orð yfirleitt við erót- ík. „Ég fékk að heyra það. Hvað svona ungur myndarlegur dreng- ur væri að spá,“ segir hann og hlær. „Því miður hefur þetta þennan stimpil á sér og það ekki að ósekju því það er mikið vændi í Taílandi. Þetta nudd hefur hins vegar 2500 ára sögu og þessi með- höndlun er rakin til einkalæknis Búdda sjálfs. Munkarnir stund- uðu þetta upphaflega en þetta snýst um að teygja líkamann, nudda hann og opna orkubrautir. Nuddarinn notar miklu meira en bara fingurna, hann notar þuml- ana mikið, olnbogana og fæturna. Þetta er svona jóga lata mannsins því nuddþeginn liggur bara og er nuddaður inn í jógastöður.“ Rope-jóga slær í gegn Billi er einn af fyrstu Rope-jóga- kennurunum á Íslandi. Hver skyldi vera munurinn á hefð- bundnu jóga og Rope-jóga? Rope- jóga gengur út á að ná sambandi við kviðvöðvana og alla vöðvana í kringum mjaðmasvæðið. Rope- jóga æfingarnar eru flestar gerð- ar liggjandi til að styrkja þessa vöðva vel. Mjaðmagrindin er sæti fyrir hrygginn og hrygg- urinn hefur áhrif á allt sem við gerum. Rope-jóga örvar líffær- in í kviðarholinu, örvar melting- una og sogæðakerfið. Hefðbund- ið jóga vinnur að því að styrkja og liðka allan líkamann með mis- munandi stöðum og æfingum. Í báðum tilfellum skiptir andar- drátturinn máli. Þegar fólk er að hugsa um eitthvað annað er eins og líkaminn fari á sjálfsstýringu. Þá er fólk að gera fína leikfimi en ekki jóga,“ segir hann og hlær og viðurkennir að í öllu jóganu sé mikilvægt að tapa ekki húmorn- um og segir að fólk megi alls ekki taka sig of alvarlega. Billi er ekki bara jógakennari því hann er líka lærður einka- þjálfari. Þegar hann sinnir því starfi blandar hann saman jóga og æfinginum í tækjasal. „Það er mjög algengt í tækjasalnum að fólk sé einhvers staðar allt ann- ars staðar; að horfa á náungann við hliðina eða á sjónvarpið. Ég er ekki að dæma það þegar fólk horfir á sjónvarpið fyrir fram- an þrektækin. Það er bara ekki jóga,“ segir hann og viðurkennir að hann svindli stundum og taki iPod-inn með á æfingar. Líf í skugga geðhvarfasýki Fyrir einu og hálfu ári uppgötvaði Billi að hann væri haldinn geð- hvarfasýki 2. Hann hafði fundið fyrir miklum andlegum sveiflum frá unglingsaldri en hélt að það væri einfaldlega fylgifiskur þess að hafa verið í fíkniefnum sem unglingur. Geðhvörf 2 lýsa sér sem þunglyndi sem tekur dýfur og fer svo hátt upp á milli. Helsti munurinn á geðhvarfasýki 1 og 2 eru að í hinni fyrrnefndu eru mun meiri sveiflur en í geðhvarfasýki 2 eru sveiflurnar örari og ekki eins ýktar. „Ég gat ekki merkt það að ég væri beint þunglyndur því ég sveiflast svo ört upp og niður. Þegar ég er í niðursveiflu er erf- itt fyrir mig að gera jafn einfalda hluti og að kaupa í matinn en þegar ég er í uppsveiflu þá get ég vakað alla nóttina og er mjög ör.“ Hann segist hafa áttað sig á þessu þegar hann var með konu í einka- þjálfun og fór að ræða um veik- indi sín við hana. Þá kom á dag- inn að systkini hennar voru bæði haldin geðhvörfum 2 og því þekkti hún einkennin strax. Í framhald- inu benti vinkona hans honum á að skoða greinar eftir ákveðinn lækni sem hafði stúderað geð- hvörf 2. „Þegar ég las greinina var eins og hann væri að skrifa um mig. Í dag er ég að vinna með þessum lækni, er að nota lyf til að ná jafnvægi, en læknirinn vinnur þannig að hann vill nota eins lága lyfjaskammta og hægt er til að minnka aukaverkanir. Svo hreyfi ég mig mikið og það má segja að hreyfingin sé í rauninni rauði þráðurinn í lífi mínu. Ég verð að hreyfa mig eitthvað á hverjum degi til að lifa eðlilegu lífi. Þegar ég er í maníunni fer ég út að hjóla til að stramma mig af og þegar ég er í lægð þá hjálpar það mér allt- af að æfa.“ Geðhvarfasýki hefur verið mikið feimnismál en honum finnst betra að tala um það. „Fólk í kringum mig sér alveg þegar það er eitt- hvað í gangi og það er betra að ræða það bara.“ Þegar hann er spurður að því hvernig sveiflurn- ar séu þá segist hann vera búinn að finna út ákveðið mynstur. „Þetta byrjar alltaf með depurð- inni, allir hlutir verða miklu erf- iðari og þá dreg ég mig í hlé. Þetta varir í nokkra daga, mislengi þó. Núna er ég farinn að þekkja mig betur og farinn að ná mér upp fyrr.“ Hann lætur sveiflurnar sem fylgja geðhvarfa sýkinni þó ekki trufla líf sitt um of og fram- tíðin leggst vel í hann. „Núna er ég að bíða eftir svari frá Háskól- anum í Reykjavík en ég sótti um að komast í íþróttafræðinám. Svo er stefni ég að því að vera meira úti í náttúrunni, langar að klífa fleiri fjöll.“ Setur þú stefn- una á Mount Everest? „Nja, ég veit það ekki, en ég held að það sé rosalega magnað, alveg örugg- lega hápunktur lífsorkunnar að standa þar,“ segir hann og brosir og bætir því við að þrátt fyrir að hann hafi lært ýmislegt og farið víða þá sé hann rétt að byrja. „Ég er bara búinn að vera að krafsa á yfirborðinu.“ martamaria@365.is Viltu það nýjasta í förðun? Þegar fólk er að hugsa um eitthvað annað er eins og lík- aminn fari á sjálfs- stýringu. Þá er fólk að gera fína leikfimi en ekki jóga 13. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.