Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 58
díana mist bland í gær og á morgun ... „Hlutirnir eiga það flestir sameigin- legt að vera gjafir frá góðu fólki úr ýmsum áttum. Þess vegna þykir mér sérstaklega vænt um þá.“ „Þennan síma áttu foreldrar mínir þegar ég var lítill grisl- ingur og ég slefaði alveg fullt í hann. Þess vegna var alveg tilvalið að ég fengi að eiga hann.“ „Sigríður Thorlacius vinkona mín gaf mér þetta undurfagra kaffibollastell í afmælis- og innflutningsgjöf fyrr á þessu ári. Kaffið verður ólýsanlega betra úr svona huggulegum bolla.“ „Pönnukökupönnuna sendi móðir mín mig með til Frakklands forð- um til að kenna Frökkum að búa til íslenskar pönnukökur. Það er svona eins og að kenna Kananum að steikja hamborgara, þannig að ég hirti hana sjálf og hef margtýnt henni í flutningum, jafnvel í heilt ár, en alltaf fundið hana aftur.“ „Einn í afmæli heitir þetta stórbrotna málverk eftir Fróða Steingrímsson en hann var svo rausnarlegur að gefa mér það í 25 ára afmælisgjöf. Þetta er eina málverkið sem hefur verið málað fyrir mig eftir pöntun.“ „Þetta veski saumaði ég í handa- vinnu þegar ég var tólf ára og var að uppgötva Bítlana. Mjög mikilvægt á ákveðnum aldri að troða hljóm- sveitarnöfnum á allt mögulegt. Ég fór svo í pílagrímsferð til Liverpool á dögunum með FTT og að sjálfsögðu fékk bítlaveskið mitt að fljóta með.“ „Þetta hræódýra útvarp úr Tiger hefur verið miðpunktur heimilisins undanfarna mánuði því ég hef ekki verið með sjón- varp. Það svín- virkar og sándar eins og eðaltæki.“ „Fósturfjölskyldan mín í Frakk- landi, Les Besancon, gaf mér þetta gullfallega hálsmen í 18 ára afmælisgjöf þegar ég bjó það. Klárlega eitt fallegasta skart sem ég á og það kærasta.“ „Var að fá þenn- an disk í hend- urnar, Sigurður Guðmundsson og Memfismafían, og mér þykir sjúk- lega vænt um hann því plötunni fygir heimildarmynd eftir mig og Gauk Úlfarsson um gerð plötunn- ar og þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir mig kemst á plast. Því- líkur sigur!“ TOPP 10 „Gítarinn gaf móðir mín mér eitt sinn í jólagjöf og hann hef ég aldeilis strömmað á, vinum og vandamönn- um til ama og leiðinda. En ég fer í rosalega sjálfsupplifun með hann í höndunum.“ Elsa María Jakobsdóttir, dagskrárgerðamaður „Lautarferðarkarfa sem amma Helga gaf mér í afmælisgjöf þegar ég var unglingur. Mér fannst karfan alls ekki töff þá en í dag er hún mikið þarfaþing og sérstaklega yfir sumartímann.“ FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ Enn og aftur komin helgi og í þetta skipti var menningarsinnaða vinkonan úr menntaskóla búin að plana stelpu- kvöld með „single“-klúbbnum sem við ásamt nokkrum einhleypum fljóð- um stofnuðum á gullaldarárinu 2000. Átta árum seinna erum við ennþá allar blessunarlega á lausu en einhverjar þó búnar að gifta sig og skilja í millitíðinni. Það gefur til kynna að við hittumst ekki oft enda eigum við fátt annað sameig- inlegt en það að vera einhleypar. Við hittumst heima hjá mér og skáluðum í kampavíni og borðuðum heimagert sushi. Við fórum því vel hressar með plastglös á fæti og nokkrar kampa- vínsflöskur í Háskólabíó á myndina Sex and the City. Það var troðfullt út úr húsi og ekki þverfótað fyrir Carrie Bradshaw-um Íslands. Okkur vin- konunum fannst þetta öllum of mikið af því góða en þessar íslensku snót- ir litu hvorki út fyrir að hafa sjálfstæð- an smekk né vilja. Þegar myndin byrj- aði tók salurinn sig til og stundi þegar Carrie mátaði brúðarkjóla, snökti þegar Big bað hennar óformlega og svo mætti lengi telja. Okkur fannst aftur á móti lítið til myndarinnar koma og óskuðum okkur einskis heitar en að þær stöllur enduðu aftur einhleyp- ar og hressar. Okkur varð ekki að ósk okkar og þegar hér var komið við sögu drukkum við kampavínið af stút enda fátt annað hægt þegar sykursæt Holly- wood-vella svífur yfir vötn- um. Eftir myndina héld- um við vinkonurnar á Boston þar sem var full- ur salur af mini-útgáf- um af sjálfri Carrie. Það var þó ögn skárra að sjá snótirnar með drykk en ekki grátandi í Háskólabíói. Það verður að viður- kennast að þær lyftu ásýnd skemmti- staðarins á annað plan. Við vinkon- urnar hertókum borð í horninu og rifj- uðum upp þegar Sex and the City var skemmtilegt. Eitthvað fór lítið fyrir karl- peningnum þetta kvöld en þarna var myndlistar maðurinn Haraldur Jóns- son, Biggi í Maus sem virðist bókstaf- lega vera alls staðar og Hvíti víkingur- inn Gottskálk Dagur Sigurðsson. Eftir vel sósað kvöld hélt ég alsæl heim og þakkaði mínum sæla fyrir að líf mitt gengur ekki út á að finna þann eina rétta. LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ Morgunninn fór ekki vel af stað, ég hafði blandað aðeins of mörgum teg- undum saman kvöldinu áður og kampavínsþambið gerði sitt í ótæpi- legum timburmönnum. Lá í rúminu fram eftir degi enda fátt annað í boði þar sem úti var hellidemba. Rankaði þó við mér þegar vinkona mín hringdi í mig og stakk upp á því að við færum í útgáfuteiti Charlie Strand í versluninni Liborius í tilefni af útgáfu bókarinnar Project: Iceland. Þar var Jói franski og Eygló fatahönnuður, systurnar Bára og Hrafnhildur Hólmgeirsdætur, Jón Sæ- mundur Auðarson hönnuður og klipp- arinn Jón Atli á Geli, hljómsveitargutt- arnir Dóri og Gylfi í Kímonó, Guðni Mr. Handsome, Krummi í Mínus og Singa- pore Sling-töffarinn Henrik Björnsson ásamt kærustu sinni Elsu Maríu Blön- dal. Útgáfu teitið teygði síðan anga sína á Kaffibarinn en á efri hæðinni hélt út- gáfupartíið áfram og þar voru nokkurn veginn þeir sömu og í Liborius, fata- hönnuðurinn Ási hafði bæst í hóp- inn sem og Einar Sonic og Andrea Brabin. Það þarf varla að taka það fram að ég var vægast sagt orðin „helluð“ þegar á Kaffibarinn var komið. Ég hélt þó áfram í gleð- inni fram eftir nóttu og átti vægast sagt hresst kvöld. FÖSTUDAGUR: Hvanndalsbræður voru að senda frá sér geisladiskinn Knúsumst um stund en af því tilefni halda þeir út- gáfutónleika í Iðnó. Tónleikarnir hefj- ast stundvíslega kl. 21 en húsið verður opnað klukkutíma fyrr. LAUGARDAGUR: Pikknikk og prjón í Hallargarðinum á milli klukkan 14 og 18. Allir vel- komnir með hannyrðadótið og góða skapið í farteskinu. SUNNUDAGUR: Sigurður Guðmundsson, betur þekktur sem Siggi úr Hjálmum, og Memfismafían flytja gömul íslensk dægurlög í Iðnó, kl. 14. Tónleikagestum gefst tækifæri til að næra bæði sál og líkama því í boði verða gómsætar og gamaldags veitingar.H E L G IN 14 • FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.