Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 13.06.2008, Blaðsíða 73
FÖSTUDAGUR 13. júní 2008 33 Sumardjass á Jómfrúnni hefur göngu sína á morgun tólfta árið í röð. Á fyrstu tónleikum sumarins kemur söngkonan Andrea Gylfa- dóttir fram með tríói Björns Thor- oddsen. Auk Björns, sem leikur á gítar, skipa tríóið þeir Jón Rafns- son á kontrabassa og Jóhann Hjör- leifsson á trommur. Eins og fyrri ár er aðgangur á tónleikana ókeyp- is, en þeir fara fram utandyra, á Jómfrúartorginu, ef veður leyfir en annars innanhúss. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og lýkur klukk- an 17. Djassáhugafólk hefur til mikils að hlakka í sumar. Í júní eru vænt- anleg á Jómfrúartorgið Kvartett Kristjönu Stefánsdóttur, sem mun flytja blús af væntanlegri plötu Kristjönu, og Kvartett Tómasar R. Einarssonar sem flytur latín-jazz úr smiðju bassaleikarans. Í júlí munu hins vegar Sigurður Flosa- son, sem jafnframt er umsjónar- maður sumardjassins á Jóm- frúnni, Tríó Ómars Guðjónssonar, Kvartett Maríu Magnúsdóttur og brasilíski söngvarinn Paulo Mala- guti skemmta gestum Jómfrúar- innar ásamt góðum hópi tónlistar- fólks. - sun Sumardjass hefst tólfta árið í röð DJASS Á JÓMFRÚNNI Veitingamaðurinn Jakob Jakobsson og tónlistarmaðurinn Sig- urður Flosason, skipuleggjandi sumardjassins á Jómfrúnni, bjóða gestum upp á fría djasstónleika á laugardögum í sumar, tólfta árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sonja Bent er ungur hönn- uður sem útskrifaðist úr fatahönnunardeild Listahá- skóla Íslands í vor og hefur vakið þó nokkra athygli fyrir prjónaflíkur sínar. „Tæknilega séð útskrifaðist ég í vor, en ég kláraði lokaverkið mitt og lokaritgerð í fyrra,“ segir Sonja Bent, ungur hönnuður sem er nýlega útskrifuð. Hún hefur aðeins hannað kvenmannsflíkur hingað til en upp á síðkastið hefur hún einnig verið að prófa sig áfram með prjónaskyrtur og bindi á karlmenn. „Ég vil ekki takmarka mig á neinn hátt í hönnun minni heldur geri ég það sem mér dettur í hug hverju sinni, í þetta skiptið voru það herra- föt,“ segir Sonja um hönnun sína. Í herralínu sinni blandar Sonja saman garni og skyrtuefni en yfirleitt vinn- ur hún aðeins með garn. „Ástæða þess að ég notast við garn er sú að garnið býður upp á svo marga mögu- leika, maður er í raun að búa til sitt eigið efni. Ég get sjálf ákveðið litina og áferðina á efninu, ólíkt því þegar maður vinnur með hefðbundna vefnaðarvöru. Þar að auki finnst mér prjónaflíkur vera mjög klæði- legar,“ segir Sonja. Síðasta sumar tók Sonja þátt í Copenhagen fashion week og eftir það hefur hún setið sveitt við að prjóna. „Það eru margir sem hafa sýnt hönnun minni áhuga, bæði hér heima og erlendis. Ég hef þó ekki getað sinnt öllum pöntunum hingað til þar sem það eru aðeins ég og mamma sem sitjum við prjónaskap- inn. Ég kýs að prjóna sjálf því hönn- unin er frekar flókin og er því mjög dýr í framleiðslu,“ segir Sonja. Í sumar vonast hún til að geta afgreitt eitthvað af þeim fjölda pantanna sem henni hafa borist og einnig að koma frá sér nýjum vörum. „Ég tek mér langt sumarfrí og ætti því að geta einbeitt mér alfarið að hönnun og framleiðslu,“ segir þessi ungi hönnuður. Prjónaflíkur Sonju er hægt að kaupa í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4 og Sirku á Akureyri, áhugasamir geta einnig skoðað heimasíðu hennar, www.sonjabent. com. sara@frettabladid.is Prjónar skyrtur og bindi SONJA BENT Hefur vakið athygli fyrir prjónaflíkur sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÍFLEG Prjónabindin frá Sonju eru lífleg. FÖTIN FRÁ SONJU ERU KLÆÐILEG OG FALLEG Fallegur bolur og peysa frá Sonju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Brynhildur er mikill meistari og einn auvirðulegur krítiker getur aðeins gert eitt frammi fyrir henni; tekið hatt sinn ofan. Jón Viðar Jónsson DV ***** Ég vil hvetja alla áhugamenn um íslenska menningu, íslenskar fornsögur og íslenska leiklist að láta ekki undir höfuð leggjast að sjá þessa sýningu. Hún er listaverk hvar sem á hana er litið. Silja Aðalsteinsdóttir TMM Mr. Skallagrímsson sýningaskrá: lau. 14. júní kl. 15 uppselt lau.. 21. júní kl. 15 uppselt lau. 21. júní kl. 20 uppselt fö. 27. júní kl. 20 aukasýning su. 29. júní kl. 16 aukasýning fö. 11. júlí kl. 20 lau. 12. júlí kl. 20 su. 13. júlí kl. 16 fi . 17. júlí kl. 20 fö. 18. júlí kl. 20 Brák sýningaskrá lau. 14. júní kl. 20 60. sýning uppselt lau. 28. júní kl. 15 Örfá sæti laus lau. 28. júní kl. 20 uppselt lau. 23. ágúst kl 15 og kl. 20 sun. 24 ágúst kl 16 fös. 29. ágúst kl 20 lau. 30. ágúst kl 15 og kl 20 lau. 6. sept kl 15 og kl 20 uppselt sun. 7. sept kl 16 fi m. 11. sept kl 20 Tvenn Grímuverðlaun 2007: Besti leikari í aðalhlutverki, besta íslenska handritið. Þrjár Grímutilnefningar 2008: Besta leikkona í aðalhlutverki, besta íslenska handritið, besta leiksýning ársins Þrjár Grímutilnefningar 2007: Besti leikari í aðalhlutverki, besta íslenska handritið, besta leiksýning ársins Egilssýning og Landnámssýning Landnámsseturs eru opnar alla daga frá kl. 10 - 19. Veitingahúsið er opið alla daga frá 10 - 21 Miðapantanir og upplýsingar: Sími 437 1600 www.landnamssetur.is - landnamssetur@landnam.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.