Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 10
10 15. júní 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Hvar er þjóðarsáttin? Íslenskt hagkerfi hefur breyst mjög á liðnum árum og er opnara en nokkru sinni fyrr, ekki síst fyrir tilstilli EES-samningsins sem kveður á um fjór- frelsið svokallaða, þ.e. frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagns- flutninga. Sameiginleg stefna Evrópusambandsins tekur þó að sjálfsögðu til nokkurra stórra atriða sem eru utan við samninginn og ná þar með ekki til okkar Íslendinga. Þar á meðal er Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Vandi íslensku krónunnar Þegar áætlun Evrópusambandsins um innri markað- inn var samþykkt var það sjónarmið uppi að innri markaðurinn myndi ekki virka með eðlilegum hætti fyrr en komið yrði á sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli vegna þess að síbreytileg skráning á gengi einstakra gjaldmiðla skapaði óvissu og áhættu fyrir viðskiptalífið, auk þess sem umtalsverður kostnaður væri því samfara að skipta úr einum gjaldmiðli í annan. Þetta eru gallar sem blasa við íslensku viðskiptaumhverfi á degi hverjum. Staðreyndin er sú að í opnu hagkerfi er ekki víst að íslenska krónan dugi sem gjaldmiðill til lengri tíma. Við höfum séð hana sveiflast í hinum alþjóð- lega ólgusjó og vegna velgengni útrásarfyrirtækj- anna hefur reynst erfitt að tryggja henni nægjan- lega sterkan bakhjarl. Þrátt fyrir sterka stöðu ríkissjóðs er krónan rekin af minnsta seðlabanka veraldar auk þess sem gjaldeyrisforðinn hefur ekki verið efldur nægjanlega. Raunar telja margir líkur til að umsvif íslensku bankanna erlendis séu orðin meiri en svo að nokkur innlendur gjaldeyrisforði geti veitt þeim þann bakhjarl sem þyrfti. Hverjir eru kostirnir? Flestir eru nú sammála því að raunhæfir kostir Íslands í peningamálum séu aðeins tveir, annars vegar núverandi fyrirkomulag og hins vegar upptaka evru samhliða aðild að ESB og Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Markmið þeirra sem vilja tryggja sjálfstæða innlenda peningamálastjórn og hinna sem vilja skoða aðild að bandalaginu ættu að flestra mati að geta farið saman þar sem ákvæði Maastricht-samkomulagsins, sem jafnframt eru skilyrði fyrir upptöku evrunnar, lúta að því að tryggja þurfi stöðugt verðlag, lága verðbólgu, lága stýrivexti til langs tíma, lítinn eða engan halla á rekstri ríkissjóðs og að heildarskuldir hins opinbera fari ekki yfir ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Að mínu mati hefði það áhrif ef stjórnvöld gæfu út þá yfirlýsingu að þau myndu vinna að því að uppfylla þessi markmið. Að auki má benda á líkur þess að með ákvörðun um aðild að ESB og þar með evru gætum við náð þessum markmiðum, og þar með auknum efnahagslegum stöðugleika, fyrr en ella. Ekki virðast þó allir á sama máli um að efnahags- legur stöðugleiki skipti máli. Samfylkingin boðaði vissulega fyrir kosningar þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða. Ekkert bólar hins vegar á efndunum en þess í stað tala himinháir vextir, hrun á gengi krónunnar, lánsfjárkreppa, kaupmáttar- skerðing og algjört samráðs- og athafnaleysi sínu máli. Samfylkingin lætur svo sannarlega ekki verkin tala ef vilji hennar stendur til þess að uppfylla ákvæði Maastricht-samkomulagsins. Já – endurheimtum stöðugleikann Ástand efnahagsmála nú er alvarlegt. Allt frá því í upphafi árs 2007 hefur legið fyrir spá um halla í ríkisrekstri árin 2009 og 2010 og samdrátt í þjóðar- tekjum. Þá hefur lengi legið fyrir að gengi krónunn- ar væri of hátt og umfram það sem innlend fram- leiðni og verðmætasköpun gæfi tilefni til. En ástandið er enn verra en búast mátti við. Hækkanir erlendis á eldsneyti og ýmis konar hrávöru valda verðhækkunum hér á landi. Gengis- breytingar skila sér hraðar út í verðlag nú en nokkru sinni fyrr. Það bendir til að fyrirtækin hafi litla trú á því að okkur takist að hemja verðbólgu. Afleiðingar alþjóðlegu lánakreppunnar bitna harðar á okkur en öðrum þjóðum. Langvarandi óstöðugleiki og skortur á efnahagslegu jafnvægi hefur valdið því að Ísland hefur misst trúverðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og fengið að launum hækkandi vaxtaálag, gengisfall og verðbólgu. Þetta hefur svo aftur valdið algerri þurrð í framboði á lánsfé hér innanlands. Stjórnvöld marki skýra stefnu Við þessar aðstæður er mikilvægt að stjórnvöld marki skýra stefnu. Af þeim sökum höfum við mörg bent á skynsemi þess að við gefum út yfirlýsingu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þótt slík aðgerð myndi ekki breyta neinum efnislegum forsendum á einni nóttu fælist í henni mikilvæg stefnuyfirlýsing sem væri til þess fallin að efla tiltrú á íslensku efnahagslífi. Slík yfirlýsing myndi til skemmri tíma án efa draga úr áhættuálagi á íslenskt efnahagslíf á alþjóðlegum mörkuðum og styðja við gengi krón- unnar, en til lengri tíma verðum við að horfast í augu við það að án aðildar að ESB verða alþjóða- væddum fyrirtækjum ekki tryggð vaxtarskilyrði hér á landi. Margir eru þó enn ekki sannfærðir um skynsemi aðildar. Það er skiljanlegt og sú umræða þarf þá að fá að þróast áfram. En það má ekki verða til þess að við frestum að hefja nauðsynlegt úrbótaferli. Ef við viljum endurheimta stöðugleika er nauðsynlegt að stjórnvöld skuldbindi sig til að ná alþjóðlega viðurkenndum stöðugleikamarkmiðum. Eitt það þekktasta eru stöðugleikaviðmið Maastricht- samningsins sem felur í sér lága verðbólgu, hóflega skuldastöðu ríkissjóðs, lága langtímavexti og gengisstöðugleika. Þessi viðmið eru nauðsynleg forsenda upptöku evru en þau eru líka nauðsynleg forsenda þess að hér verði náð efnahagslegum stöðugleika, óháð aðildarumsókn að ESB. Ný þjóðarsátt Ný þjóðarsátt á að felast í því að stjórnvöld setjist að borði með aðilum vinnumarkaðarins, fulltrúum sveitarfélaganna og Seðlabankanum og geri formlegt samkomulag um að Maastricht-viðmiðun- um verði náð innan tiltekins tíma. Jafnframt ættu fulltrúar stjórnarandstöðuflokka að koma að slíkri þjóðarsátt. Þá er von til að við sköpum víðtæka samfélagssátt um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að endurheimta stöðugleikann. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON BITBEIN Árni Páll Árnason spyr: Eigum við að uppfylla ákvæði Maastricht-samkomulagsins? Ánægð með álið Alþingismaðurinn Valgerður Sverris- dóttir minnir á það á heimasíðu sinni að í júnímánuði renni út viljayfirlýs- ingar Alcoa, íslenskra stjórnvalda, Húsvíkinga og Landsvirkjunar um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. Það gerir hún í tengslum við þankaþing í Fjarðabyggð sem hún tók þátt í fyrr í vikunni og vísar Valgerður til uppbyggingar á Austurlandi í kjölfar byggingar álvers við Reyðar fjörð. „Eigum við ekki að vera dálítið ánægð með áliðnaðinn?“ spyr Valgerður, sem gefur sér að vel gangi að framlengja yfirlýsingarnar. Vopn Magnúsar Magnús Þór Hafsteinsson, varafor- maður Frjálslynda flokksins, fagnar á heimasíðu sinni niðurstöðum þjóðar- atkvæðagreiðslu Íra vegna Lissabon- sáttmála Evrópusambandsins. Eins og kunnugt er felldu Írar sáttmálann en Magnús líkir baráttu Íra gegn ESB við átök í bæjarmálum á Akranesi. Teflir Magnús fram, málstaðnum til framdráttar, gamalreyndum vopnum, áróð- ursplaggötum, innblásnum ræðum látinna sjálfstæðishetja og sjálfum þjóðsöngn- um. Geir á stallinum Andrés Jónsson, fyrrverandi formað- ur Ungra jafnaðarmanna, hrósar Geir H. Haarde forsætisráðherra á heimasíðu sinni á föstudaginn. Þar segir Andrés að Geir virki alltaf frekar traustvekjandi í umræðum um efnahagsmál og að sér virðist sem svo að Geir viti meira um hvað hann er að tala en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður sem hann, Andr- és, viti um. Þingmenn Samfylkingar- innar hljóta að taka þessi skilaboð frá fyrrverandi formanni ungliða- hreyfingar Samfylkingarinnar til sín. olav@frettabladid.is Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... S tundum er haft á orði að sókn sé besta vörnin. Spurning er hvort Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur haft þá speki í huga þegar hann sakaði fréttamann Markaðarins, sem vatt sér að honum með spurningu á tröppum Stjórnar- ráðsins á föstudag, um dónalega hegðan og lét eins og ráða- menn þjóðarinnar þyrftu ekki að svara spurningum nema að undan- genginni tímapöntun. Þeir sem á horfðu sáu að tilraun fréttamannsins til að ná tali af ráðherranum gat tæpast talist dónaleg, þótt kumpánleg væri. „Jæja, hvar eru peningarnir sem eiga að komast inn í landið?” spurði hann um leið og ráðherra kom hlaupandi upp tröppur Stjórnarráðsins. Tilsvör ráðherrans voru hins vegar heldur klaufaleg og erfitt að átta sig á hvort hann talaði í gamni eða alvöru. Nú getur verið að innandyra hafi beðið svo brýn verkefni að forsætisráðherra hafi ekki átt aflögu tvær mínútur til að svara spurningum, en hann hefði þá mátt segja það. Skilaboðin voru óljós. Á tímum sem þessum, þegar fjárfestar halda að sér höndum, verð hlutabréfa lækkar og krónan veikist, eru óljós skilaboð allra síst það sem koma á frá stjórnvöldum. Í viðtali við Útvarpið í hádeginu á föstudag áréttaði Geir að efnahagsmálin væri ótrygg. „Og ríkis- stjórnin er auðvitað upp á dag hvern að vinna í því hvernig hægt sé að bregðast við ástandinu,“ sagði hann, en til þess að efla hér traust á efnahagslífinu þyrfti aðgerðaáætlunin að koma fram með skýrari hætti. Svokallað skuldatryggingarálag á skuldabréfaútgáfu bæði banka og ríkis náði sögulegum hæðum í mars og var rakið til árása vogunar sjóða á íslenska hagkerfið. Heldur rofaði svo til eftir að hér var boðuð sérstök skoðun á aðkomu þessara sjóða og í byrjun maí kom svo að því að Seðlabankinn kynnti samninga um lánalínur við norræna seðlabanka. Slíkir samningar jafngilda styrkingu gjald- eyrisforða landsins, en án þess að lántökukostnaður fylgi. Undir lok síðasta mánaðar samþykkti Alþingi svo heimild til frekari lántöku ríkisins til styrktar gjaldeyrisforðanum. Örlítillar bjartsýni varð vart á mörkuðum í kjölfarið og krónan styrktist lítillega, um leið og álag á skuldatryggingar lækkaði. Nú hefur syrt í álinn á ný og sú spurning vaknar hvort ríkið hafi misst af lestinni í að festa sér lán til styrktar gjaldeyrisforðanum, þegar aðeins rofaði til á mörkuðum eftir fyrri yfirlýsingar. Lánakjör þau sem bæði ríkinu og bönkunum bjóðast á alþjóð- legum lánsfjármörkuðum hafa versnað á ný og krónan er nú ámóta veik og þegar verst hefur látið á þessu ári. Nokkra daga í mars og aftur í maí fór vísitala í 157 og 158 stig, en núna er gengi hennar rétt undir 157 stigunum. Það þýðir að Bandaríkjadalur kostar rétt tæpar 80 krónur og evran rúmar 122. Íslenskir bankar búa við vantraust á erlendum fjármálamörkuð- um vegna efasemda um burði ríkisins til að standa að baki þeim. Efling gjaldeyrisforðans er nauðsynleg til að hrekja þær efasemda- raddir, auk þess sem Seðlabankinn hefði þá tiltækan gjaldeyri til að lána áfram og koma í gang á ný hálflömuðum gjaldeyrisskipta- markaði, sem síðustu vikur hefur lítið stutt við gengi krónunnar. Því ætti ekki að koma ráðamönnum á óvart að vera inntir eftir því „hvar peningarnir séu“ og eðlilegra að þeir hefðu svör á reiðum höndum. Enn er beðið styrkingar gjaldeyrisforða landsins. Hvar eru peningarnir? ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.