Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 66
26 15. júní 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is Eyjamaðurinn Hlynur Sigmarsson lýsti því yfir að hann væri hættur afskiptum af handbolta í kjölfar þess að hann tapaði í formanns- kjöri á ársþingi HSÍ í miðjum maí. Hlynur er kraftmikill maður með eindæmum; lyfti grettistaki í málefnum handboltans í Vestmannaeyjum og hleypti síðan miklu lífi í íslenska hand- boltann síðasta vetur með vefsíðu sinni, handbolti.is. Handknattleiksmenn og unnendur handbolta tóku þeim tíðindum að Hlynur ætlaði að hætta afskiptum af handbolta illa og stofnaður var undirskriftalisti á netinu þar sem hann var hvattur til þess að halda áfram sínu góða starfi í þágu handboltans. Yfir 400 manns skrifuðu nafn sitt á listann og þar á meðal margir leikmenn og þjálfarar. „Það var mjög ánægjulegt að sjá og finna fyrir þessum stuðningi sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég elska hand- bolta. Það hefur ekkert breyst og mun aldrei breytast og þessi stuðningur letur mann ekki. Ég hef samt enga ákvörðun tekið um framhaldið,“ sagði Hlynur í blíðunni í Eyjum en komu þessi sterku viðbrögð honum á óvart? „Bæði og. Ég vissi að margir í grasrótinni voru ánægðir með mig og mín störf. Því miður náði stuðningurinn ekki til æðstu stjórn- enda handboltans á Íslandi og það er að gera útslagið í þessu. Ég hef ekkert heyrt frá þeim og engin viðbrögð fengið varðandi síðuna mína. Ég hef sent HSÍ tvo tölvupósta varðandi það mál og var að vonast til að þeir myndu nýta meðbyr síðunnar og koma því máli í einhvern farveg en mér er ekki einu sinni svarað,“ sagði Hlynur, sem vill ekki sjá að síðan góða deyi drottni sínum eftir aðeins einn vetur. „Mér finnst sorglegt að eftir öll mín ár í handboltanum hef ég aldrei fengið neinar viðurkenningar né peninga frá HSÍ. Mér finnst algjört lágmark að menn séu kvaddir eftir gott starf í hreyfingunni og þeim þakkað fyrir samstarfið,“ sagði Hlynur, sem neitar því ekki að vera svolítið bitur. „Já, ég get ekki leynt því enda taldi ég mig hafa gert margt gott og ekki eiga svona framkomu skilið. Ég tel að menn eigi að virða skoðanir hvers annars, geta talað um þær og síðan skilið sáttir. Ákveðinn hópur manna er ekki á því máli og það bitnar á hag handboltans og það finnst mér dapurt.“ HLYNUR SIGMARSSON: YFIR 400 MANNS SKORUÐU Á HANN AÐ HALDA ÁFRAM AÐ VINNA FYRIR HANDBOLTANN Ég elska handbolta og það hefur ekkert breyst HANDBOLTI Karlalandsliðið í hand- bolta hélt blaðamannafund á fimmtudag. Það var ákveðin kald- hæðni í því að halda fundinn á hót- eli enda strákarnir eflaust löngu komnir með leið á þeim eftir langa og stranga törn undanfarið. Eftir ólympíuævintýrið er undan keppni HM nú tekin við. Ísland tapaði 34-26 fyrir Make- dóníu ytra og þarf því að vinna með í það minnsta átta mörkum í síðari leiknum á morgun til að komast á HM í Króatíu. Níu marka sigur tryggir Ísland áfram. „Mér leið líkamlega mjög vel en það var svakaleg andleg þreyta í okkur. Við vorum búnir að vera í löngum törnum, í einhverjum smábæ í Póllandi, svo í Magde- burg og loks í Skopje. Það er ekki eins og þetta hafi verið Barcelona, London, Róm og París. Þetta var mikil hótelseta og mikið af vond- um hótelmat. Á fimmtudeginum í Magdeburg, síðustu æfingunni þar, fann maður fyrst fyrir því að ekkert gekk upp og andinn var ekki nógu góður,“ sagði Guðjón en greinilegt er að leikmenn liðsins eru mjög ósáttir með tapið úti. „Það er leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir en það eru enn allir möguleikar opnir. Við erum með mun betra lið en þeir og úrslitin líta illa út. Ég hef einu sinni orðið Evrópmeistari svona, við töpuðum með átta mörkum á útivelli en unnum svo heimaleikinn með níu. Ég veit því að þetta er vel hægt af eigin reynslu,“ sagði Guðjón Valur. Ólafur Stefánsson játti því að það væri gott að vera kominn heim eftir langt ferðalag og dæsti um leið og hann fékk sér vænan sopa af íslensku kranavatni. „Það hefði reyndar verið skemmtilegra ef við hefðum unnið vinnuna okkar almennilega þarna úti. Ólympíu- leikarnir voru auðvitað frábærir og tímabilið var gott hjá mér og ég var því mjög glaður þangað til á sunnudaginn,“ sagði Ólafur. „Það stráir salti í tilveruna en þetta er bara fyrri hálfleikur og við fáum annað tækifæri. Við þurfum að nýta það. Við ætlum að bæta upp fyrir þetta. Vonin er vissulega fyrir hendi. Átta mörk er eins og 2-0 í fótbolta og við þurf- um því að vinna 3-0,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Við þurfum að sýna úr hverju við erum gerðir, sérstaklega varnar lega, og láta þá finna fyrir krafti sem þeir hafa ekki fundið fyrir áður. Við þurfum að ná hraða- upphlaupunum í gang enda erum við hraðasta þjóð í heimi þegar við náum þeim upp. Það er engin ástæða til annars en að vera bara „crazy“ á sunnudaginn og skilja eftir einhverja blóðpolla á gólf- inu,“ sagði fyrirliðinn. Hann seg- ist þó ekki vera ýkja bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég er aldrei mjög bjartsýnn. Ég er frekar svartsýnn ef eitthvað er. Það hjálpar mér. Ég var ekki nógu sáttur við sjálfan mig í fyrri leiknum, það var bara einhver annar gaur þarna á vellinum. Ég var allt í einu í einhverju egó- trippi. Ég skaut allt of mikið og veit bara ekki hvað gerðist. Ég á því fullt inni og ætla að leyfa þessu að koma aðeins til mín og hjálpa líka öðrum að spila vel.“ Guðjón Valur kallar eftir stuðn- ingi áhorfenda. „Við þurfum að endurvekja þjóðhátíðarstemmn- inguna hérna. Það skiptir miklu máli að fólk mæti snemma og verði tryllt alveg frá því langt fyrir leik. Við þurfum að láta þeim líða illa. Þegar við hlupum inn í höllina úti þá var baulað á okkur, sem eru reyndar aðstæður sem ég kann hvað best við,“ sagði Guðjón og glotti. „Þetta er ákveðin sál- fræði og gæti byggt upp ákveðið vonleysi hjá þeim ef þeir byrja illa. Það er gríðarlega mikilvægt að fá þennan mikla stuðning og 17. júní-lögin mega meira að segja vera þarna,“ sagði Guðjón. hjalti@frettabladid.is Skiljum blóðpolla eftir á gólfinu Það er hugur í strákunum okkar. Þeir þurfa að vinna upp átta marka forskot gegn Makedóníu á sunnudag en hafa tröllatrú á verkefninu. Hvað sem andlegri þreytu líður ætla þeir sér að komast á HM í Króatíu. ERFITT VERKEFNI Ísland mætir Makedóníumönnum á sunnudag sem gáfu okkar mönnum engan grið ytra. Hér sést Ólafur Stefánsson tekinn föstum tökum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC HANDBOLTI Makedónía hefur aldrei verið í betri stöðu til að tryggja sér sæti á stórmóti í handbolta en einmitt nú eftir átta marka sigur á Íslandi í fyrri umspilsleik þjóð- anna í Skopje um síðustu helgi. Von íslenska liðsins liggur aftur á móti í því að það hefur verið mikill munur á frammistöðu Makedóníu á heimavelli og úti- velli í umspilsleikjum sínum undan farin ár. Í síðustu níu umspilum hafa Makedónar verið átta sinnum með og aldrei komist áfram. Þeir hafa spilað átta heimaleiki og níu útileiki í þessum umspilum þar sem þeir seldu Íslendingum heimaleikinn í undankeppni EM 2000. Makedónar hafa unnið fjóra af þessum átta heimaleikjum og markatalan í þeim er hagstæð upp á 9 mörk. Makedónar hafa hinsvegar tapað öllum níu úti- leikjum sínum með samtals 69 mörkum eða 7,7 mörkum að með- altali. Minnsta útitapið kom einmitt gegn Íslandi í umræddu umpsili fyrir EM 2000 en Ísland vann þá fyrri leikinn með aðeins einu marki en hann var skráður sem heimaleikur Makedóníu. Íslenska liðið vann síðan seinni leikinn með 16 marka mun. Minnsta tap Makedóna á úti- velli í hinum leikjunum átta var fjögurra marka tap á móti Ung- verjum í undankeppni EM 2004 en Makedónar höfðu unnið fyrri leikinn með tveimur mörkum. Mesta sveiflan var á milli leikja Makedóna og Ísraela í umspili fyrir EM 2002. Ísraelar unnu heimaleikinn sinn með 10 mörk- um en töpuðu síðan með 6 marka mun í Skopje. - óój MAKEDÓNAR Í UMSPILUM FYRIR STÓRMÓT EM 2008 Slóvenía Heimaleikur -1 Útileikur: -5 EM 2006 Ungverjaland Heimaleikur -3 Útileikur: -11 HM 2005 Serbía Heimaleikur -1 Útileikur: -8 EM 2004 Ungverjaland Heimaleikur +2 Útileikur: -4 HM 2003 Ísland Heimaleikur -5 Útileikur: -5 EM 2002 Ísrael Heimaleikur +6 Útileikur: -10 HM 2001 Ísland Heimaleikur (úti) -1 Útileikur: -16 EM 2000 Ísland Heimaleikur (úti) +3 Útileikur: -9 Frammistaða Makedóníu í umspilsleikjum sínum undanfarin ár gefur íslenska landsliðinu von á sunnudag: Makedónía tapar úti með 7,7 mörkum að meðaltali SLAKIR Á ÚTIVELLI Kiri Lazar- ov og félagar eru allt annað lið á útivelli en á heimavelli FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC > Íslandsmet hjá Erlu Dögg Sundkonan magnaða Erla Dögg Haraldsdóttir er í flottu formi þessa dagana en í gær bætti hún 16 ára gam- alt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í 200 metra bringusundi á móti í Frakklandi. Erla Dögg synti á 2:39,46 mínútum, sem er langt undir Ólympíulágmarki. Erla Dögg mun því keppa í að minnsta kosti þrem greinum í Peking en áður hafði hún náð Ólympíulágmarki í 200 metra fjórsundi og 100 metra bringusundi. FÓTBOLTI Portúgalski miðjumaður- inn Deco er að öllum líkindum á leið með landsliðsþjálfaranum sínum, Luiz Felipe Scolari, til Chelsea að því er BBC-fréttastof- an greindi frá í gær, en þeir telja sig hafa heimildir fyrir þessu. Deco neitaði þessum tíðindum í spjalli við spænska blaðið El Mundo Deportivo. BBC segir að Deco hafi fengið frí hjá Scolari á fimmtudaginn sem hann hafi nýtt til þess að ræða við Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Barcelona hefur gefið Deco leyfi til þess að tala við önnur félög og BBC segir Deco vera spenntari fyrir því að fara til Chelsea en að fara til Inter þar sem hans gamli stjóri, José Mourinho, er orðinn þjálfari. Svo er það einnig að frétta af Chelsea að Didier Drogba segist ekki vera á förum frá félaginu en fastlega var búist við því að hann myndi hverfa á braut og tippuðu flestir á að hann myndi endurnýja kynnin við Mourinho í Mílanó. „Ég er með samning við Chelsea til ársins 2010 og er enn leikmaður Chelsea. Ég gleðst með Mourinho því ég veit að hann saknaði þess að þjálfa en eins og ég sagði þá er ég með samning til 2010,“ sagði Drogba. - hbg Chelsea að fá liðsstyrk: Deco líklega til Chelsea DECO Er talinn hafa hitt Abramovich síðasta fimmtudag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.