Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 15. júní 2008 11 UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um atvinnu- mál Á undanförnum ára-tugum hefur öfl- ugur sjávarútvegur fært okkur þær útflutningstekjur og þau tækifæri sem við höfum notað til að byggja hér upp öflugt samfélag. Á sama tíma og við glímum við tímabundinn aflasamdrátt hefur tekist ótrúlega vel að auka verð- mæti afurða og hagræða í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Það er óhætt að fullyrða að sá árangur setur okkur í fremstu röð meðal sjávarútvegsþjóða. Það verður að vera forgangsverkefni að hlúa að sjávarauðlindum okkar með auknum rannsóknum og nýtingu samkvæmt ráðlegging- um okkar vísindamanna. Sóknarfæri okkar liggja í orkuiðnaðinum, nýtingu á þeim gríðarlegu náttúruauðlindum sem liggja í landinu okkar og jafna má við olíulindir annarra. Þegar Jóhann Hafstein þáver- andi iðnaðarráðherra sá að draumsýnin um stórvirkjun í Þjórsá og stóriðju í Straumsvík varð að veruleika, flutti hann þjóðinni þessi skilaboð: „Og eigi er heldur virkjunar- afl Þjórsár þorrið. Haldið verður áfram fyrri áformum til þess að skapa meiri orku. Glíman við þessi vandamál er glíman við framtíðina... En í raun og veru erum við að glíma við vort eigið land... Oss er ljóst að við megum ekki ganga of nærri náttúru landsins.“ Þetta er sú stefna sem sjálf- stæðismenn fylgja vegna nýt- ingar orkuauðlinda okkar, að halda áfram að skapa atvinnu- tækifæri að teknu tilliti til nátt- úrunnar. Störfum kastað á glæ Við höfum nýverið náð þeim merka áfanga að opna stærsta þjóðgarð Evrópu, Vatnajökuls- þjóðgarð. Hann ásamt öðrum þjóðgörðum landsins nær yfir um 20% af flatarmáli þess. Ef við virkjum helstu jökulár og háhitasvæði landsins fara um 2% þess undir orkumannvirki. Einhversstaðar þarf að ná þeirri sátt um þá nýtingu sem Jóhann vitnaði til. Það er sorglegt að fylgjast með ráðamönnum og öðrum sem kenna sig við náttúruvernd berj- ast um á hæl og hnakka við að stöðva framkvæmdir og drepa niður hugmyndir að fram- kvæmdum um uppbyggilega atvinnustarfsemi út um landið. Það hefur borið á þessu um nokk- urn tíma í hvalveiðimálinu þar sem rökstuðningurinn gegn veið- um er tækifærissinnaður og hefur ekkert með náttúruvernd að gera. Nú er þetta að endur- taka sig í orkugeiranum. Að mestu leyti sama fólkið og sömu vinnubrögðin. Það er sorglegt að sjá menn fagna því þegar virkj- anahugmynd sem búið er að eyða milljarði í undirbúningsvinnu við er slegin af. Hver er ábyrgð þess fólks sem með vinnubrögð- um sínum kastaði á glæ á fjórða hundrað störfum í Straumsvík og nú um þrjú hundruð hátækni- störfum í Ölfusi? Helst finnst manni sem þessi hópur hafi verið í mjög vernduðu umhverfi og sé hreinlega búinn að gleyma uppruna okkar. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Röng skilaboð Svokallað landsskipu- lag hefur verið til umræðu á Alþingi í vetur. Ég hef miklar efasemdir um réttmæti þess að færa aukið vald í skipulagsmálum frá sveitarfélögum til ráðuneyta. Heimafólk er næmara fyrir aðstæðum sínum og möguleikum. Í eldhúsdagsum- ræðum á Alþingi lýsti ráðherra ríkisstjórnarinnar því verkfæri sem landsskipulag yrði fyrir stjórnvöld til þess að halda óspilltri náttúru áfram óspilltri. Þau orð hræðist ég þannig að það verkfæri verði notað enn frekar til þess að draga úr möguleikum til fram- kvæmda við virkjanir á auðlindum okkar. Þessi sami ráðherra hafði nokkrum dögum fyrr sagt í fjöl- miðlum, eftir að Bitruvirkjun var slegin af, að það þyrfti að hafa áhyggjur af orkuskorti og að slegið gæti í bakseglin hjá stórfyrirtækj- um sem hygðu á starfsemi á Íslandi. Það eru ekki nema nokkur ár síðan við leituðum logandi ljósi um heimsbyggðina að fyrirtækjum sem tilbúin væru að skoða Ísland sem valkost fyrir starfsemi sína. Alcoa kom á Reyðarfjörð og mörg önnur spennandi tækifæri eru í farvatninu. Hvaða skilaboð erum við að senda þessum fyrirtækjum í dag? Við erum að senda þau skila- boð að best sé að koma ekki nálægt Íslandi því hér sé svo mikil óvissa og óeining þegar kemur að fram- tíðarsýn í orku- og virkjanamál- um. Það er verið að leggja margra ára undirbúningsvinnu og mikil- vægan árangur í stórhættu. Skýr stefna Stefna okkar sjálfstæðismanna er og hefur verið skýr þegar að þessum málaflokki kemur. Ef við eigum að halda hér þeim góðu lífskjörum sem tekist hefur að byggja upp verðum við að auka útflutning okkar. Sjávarútvegur og orkuiðnaður eru þær greinar sem byggja á innlendum auðlind- um og munu áfram leggja grunn- inn að útflutningi þjóðarinnar til lengri tíma. Við verðum að tryggja nýtingu náttúruauðlinda okkar með þeim hætti að stór og smá fyrirtæki fái traust rekstr- arumhverfi og útflutningur auk- ist jafnt og þétt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. JÓN GUNNARSSON Nýting auðlinda = atvinna Við erum að senda þau skila- boð að best sé að koma ekki nálægt Íslandi því hér sé svo mikil óvissa og óeining þegar kemur að framtíðarsýn í orku- og virkjanamálum. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið- rétt inga og til að stytta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.