Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 12
UMRÆÐAN Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar um Írska daga á Akranesi Þann 5. maí sl. sam-þykkti menningar- og safnanefnd Akra- neskaupstaðar bókun þar sem lagt er til að aðgangur að tjaldsvæði bæjarins við Kalmansvík verði takmarkaður við fjölskyldufólk eða einstaklinga 23 ára og eldri helgina 4. til 6. júlí. Þá eru haldn- ir á Akranesi Írskir dagar eins og undanfarin ár. Hátíðir af þessu tagi, þar sem fjöldi fólks kemur saman til að gleðjast og skemmta sér, fela auðvitað í sér tölu- verða röskun á hvers- dagsleikanum. Og til þess er leikurinn ein- mitt gerður. Þessi skemmtilega hátíð hefur vakið mikla lukku meðal bæjarbúa og laðað að sér fjölda annarra sem vilja gleðjast með Skaga- mönnum um þessa helgi. Meðal þeirra sem lagt hafa leið sína á Skagann er ungt fólk enda hefur dagskráin ekki síst verið sniðin að ungu fólki. Það skýtur því skökku við að nú skuli vera lagð- ar til sérstakar reglur til þess að takmarka aðgengi ungs fólks að þessari hátíð. Málefnaleg sjónarmið? Mikilvægt er að virða þarf það sjónarmið að bæjaryfirvöld þurfi að tryggja öryggi bæjarbúa og er það vafalaust forsendan fyrir þeirri hugmynd að vísa fólki, sem saklaust er af öllu öðru en æsku sinni, burt frá tjaldstæðum bæjarins þessa helgi. Þegar farið er út í svona aðgerðir þarf að vera öruggt að aðgerðin standist lög og málefnaleg sjónarmið. Því til viðbótar þarf síðan að tryggja að þær reglur sem settar eru séu skýrar. Á hvaða grundvelli ætlar sveit- arfélag að meina ákveðnum þjóð- félagshóp aðgengi að tjaldsvæði sínu? Eru það málefnaleg sjónar- mið að slíkt hafi gefist vel annars staðar? Ég tel eina dýrmætustu reglu okkar samfélags vera að allir séu jafnir fyrir lögum og þeim sé beitt með sanngjörnum hætti. Með þessari aðgerð er verið að mismuna fólki á grund- velli aldurs og tel ég afar hæpið að umrædd tilmæli standist ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við mismunun. Fyrirmynd þessarar hugmynd- ar er líkast til komin frá Akureyri þar sem sambærilegum höftum var beitt um verslunar manna- helgi á síðasta ári. Á síðasta SUS- þingi var ákvörðun Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur, bæjar- stjóra Akureyrar, gagnrýnd enda stangaðist hún mjög á við grunn- hugmyndir sjálfstæðismanna og sjálfstæðisstefnuna. Þvert á sjálfstæðisstefnuna Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur sem sameinar alla þá er aðhyllast lýðræði, einstaklings- frelsi, frjálst atvinnulíf og frjáls- an markað. Það er grafalvarlegt UMRÆÐAN Valdís Ingibjörg Jóns- dóttir skrifar forsvars- mönnum RÚV og Almannavarna vegna jarðskjálftanna á Suðurlandi Best að byrja á spurn-ingum sem ég krefst svara við. Hvers vegna voru táknmálsfréttir felldar niður þegar jarðskjálftinn gekk yfir á Suðurlandi? Hvers vegna var ekki túlkur fenginn á skjáinn til þess að túlka fréttir sem fluttar voru af skjálftasvæði? Var tákn- málstúlkur fenginn á neyðar- móttöku og ef ekki, hver var þá ástæðan? Brugðust Almanna- varnir sérstaklega við vegna þessa hóps? Ef svörin verða þau að þjónusta við þennan hóp hafi fallið niður vegna hugsunarleysis þá eru það óafsakanleg svör, ekki síst í ljósi þess að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi hópur er afskiptur þegar um nátt- úruhamfarir er að ræða, eins og í ljós kom þegar snjóflóðin á Vestfjörðum áttu sér stað. Þá var það sama uppi á teningnum. Ekkert upplýsingaflæði né sérstök áfallahjálp til heyrnarskertra og heyrnarlausra, sem áttu þó ein- hverjir sín ættmenni og vanda- menn á þeim slóðum. Varla geta forsvarsmenn sjónvarps og almannavarna verið svo illa upp- lýstir að vita ekki að þessi hópur hlýtur að vera til staðar hér á landi eins og annars staðar. Hópur sem á sér ættingja, vini og vandamenn á hamfarasvæð- um og fyllist kvíða um hugsan- leg afdrif þeirra. Er vankunnátt- an virkilega svo mikil á eðli heyrnarskerðingar að fólk átti sig ekki á því að þessi hópur getur ekki lesið sér varamál sér að gagni, hvað þá heldur þegar þulur sést ekki á skjánum meðan hann lýsir atburðum! Ég hef farið víða um hinn vestræna heim og fylgst með fréttaflutn- ingi í sjónvarpi. Ég fullyrði að hvergi hef ég séð eins lélega þjónustu sjónvarps við heyrnar- lausa eins og hér á landi og það í sjónvarpi allra landsmanna. Til- heyra ekki heyrnarlausir öllum landsmönnum? Það er ekki að sjá. Reyndar kórónuðu Almanna- varnir skömmina með því að biðja landsmenn um að nota ekki símakerfið og vera ekki að fara austur fyrir fjall. Reyndar skil ég þá ákvörðun vel EN eins og málum var háttað voru það einu möguleikar heyrnarlausra að afla sér frétta, þ.e. annaðhvort með SMS eða myndsíma og/eða fara austur fyrir fjall og kanna málin. Nú í vetur er frumvarp búið að þvælast í nefndum alþingis um rétt táknmálsins. Sá seinagang- ur að koma því í framkvæmd er ótrúlegur, ekki síst í ljósi þess að þessi réttindamál heyrnarlausra eru ekki að koma í fyrsta skipti upp á borð alþingismanna. Þessi málefni heyrnarlausra hafa hvað eftir annað verið þar til umræðu. Sannleikurinn er sá að alþingis- menn draga lappirnar. Væri táknmálið löglega viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra væri það tryggt að sjónvarp og Almannavarnir gætu ekki snið- gengið þá öðruvísi en að brjóta lög. Reyndar fullyrði ég að mannréttindalög hafi verið brotin á þessum hópi þegar honum var meinað að fylgjast með fréttum af hamförunum fyrir austan fjall. Ég samgleðst Pólverjum yfir því að sjónvarpið skyldi sjá sóma sinn í að hafa fréttir á pólsku vegna hamfaranna á Suðurlandi en ég skil hins vegar ekki hvaða hvatir lágu að baki því að veita heyrnarlausum Íslendingum ekki sömu þjónustu. Forsvars- menn sjónvarps og almanna- varna. Munið að ég, sem hef ykkur sem þjónustuaðila við mig eins og aðrir landsmenn, krefst opinberra svara við ofangreind- um spurningum. Sjáið sóma ykkar í að biðja hóp heyrnar- lausra opinberlega afsökunar á þessum leiðu mistökum. Höfundur er doktor í raddmeinafræðum. 12 15. júní 2008 SUNNUDAGUR VALDÍS INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR RÚV og Almannavarnir brugðust heyrnarlausum Írafár út af engu á Akranesi ÞÓRDÍS KOLBRÚN REYKFJÖRÐ GYLFADÓTTIR Sé ástæða til að óttast hegð- unarvanda meðal fullorðins fólks í kringum hátíðina þurfa bæjaryfirvöld að bregðast við því með aukinni gæslu en ekki ómálefnalegri mismunun sem bitnar á ungum borgurum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.