Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 2
2 29. júní 2008 SUNNUDAGUR SAMGÖNGUMÁL Olíuflutningaskip- ið Keilir, sem var eina slíka skipið í eigu Íslendinga, var í sinni síð- ustu ferð umhverfis landið í lið- inni viku og er komið til Dan- merkur þar sem nýir eigendur hafa tekið við því. „Þar með lauk þeim hluta í íslenskri skipasögu,“ segir Hörð- ur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Olíudreifingar sem átti skipið, sem var selt fyrir um mán- uði. „Það er mjög erfitt að vera að gera út eitt skip og þurfa að reyna að afla vinnu fyrir það 200 daga á ári þar sem verkefnin hérlendis taka ekki nema 110 til 120 daga á ári,“ segir hann. „Einnig hefur dregið úr verkefnum síðan olíu- verð fór að hækka og hafa sífellt fleiri útgerðarfyrirtæki byrjað að nota svartolíu en við fluttum lítið af svartolíu með Keili.“ Keilir hefur bæði flutt olíu til fjölmargra staða á landsbyggð- inni en einnig flutt olíu hingað til lands frá Noregi og Svíþjóð. Þau erlendu skip sem flytja olíu hing- að eru of stór til að koma til hafn- ar á fjölda þessara staða á lands- byggðinni svo ekkert skip fer með olíu þangað eins og staðan er nú. „Við munum hugsanlega leigja skip í staðinn fyrir Keili. Við munum taka ákvörðun um það á næstu tíu dögum,“ segir Hörður. „Þetta er dapurlegt,“ segir Kristján Möller samgönguráð- herra. Hann lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að honum væri umhugað um að koma strand- flutningum á þar sem þeir séu þjóðhagslega hagkvæmir. „Ég er ennþá áhugamaður um strand- siglingar en helst hefði ég viljað að þær gengju á markaðslegum forsendum en ef svo er ekki verð- ur að skoða aðrar leiðir,“ segir hann. Kristján segir að ekki sé að vænta útboðs á ríkisstyrktum strandflutningum. „Það var gerð tilraun í fyrra til að koma hér á alþjóðlegri skipa- skrá og að koma til móts við skipa- félög með skattaafslætti og slíku en það var ekki hljómgrunnur fyrir því hjá fyrirtækjunum þar sem þetta gengi of skammt og kæmi of seint. Mér er hins vegar spurn hvort vandi strandsiglinga hérlendis sé sá að sömu aðilarnir skuli flytja vöruna til og frá landinu og eiga jafnframt tvö stærstu landsflutn- ingafyrirtækin.“ Þar á hann við Samskip og Eimskip. jse@frettabladid.is Ég er ennþá áhugamað- ur um strandsiglingar en helst hefði ég viljað að þær gengju á markaðslegum forsend- um en ef svo er ekki verður að skoða aðrar leiðir.“ KRISTJÁN MÖLLER SAMGÖNGURÁÐHERRA Fjörið heldur áfram! Tvær glænýjar bækur um krakkana í East High-skólanum sem tilvaldar eru fyrir sumarfríið. Skólasöngleikurinn 2 byggir á sjónvarpsmyndinni vinsælu og tómstundabókin Klappað og klárt er stútfull af fróðleik, persónuleikaprófum og þrautum tengdum East High-stjörnunum. Síðumúla 28 • 108 Reykjavík • Sími 522 2000 Glænýjar kiljur! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA LÍKNARMÁL „Skemmtu þér vel í kóngsins Köben. Við biðjum að heilsa drottningunni,“ sagði Kristinn Krist- insson, forseti Kiwanisklúbbsins Höfða í Grafarvogi, þegar hann afhenti Rakel Árnadóttur 100.000 króna styrk í Danmerkursjóð hennar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í síðustu viku stendur Rakel, sem er fötluð vegna heilalömunar (cerebral palsy), fyrir fjár- söfnun til að komast í ferðalag til Danmerkur í sumar. Rakel var þeim Höfða-mönnum afar þakklát fyrir þessa rausnarlegu aðstoð. Hún sagðist vera farin að hlakka mikið til ferðarinnar, enda ein mesta áhuga- manneskja um Danmörku á landinu. Kristinn las umfjöllun Fréttablaðsins um söfnun Rakelar. Klúbburinn ákvað í framhaldinu að veita henni aðstoð. „Við sáum að þarna var á ferð Grafar- vogsbúi sem þurfti á hjálp að halda. Það er okkur ljúft og skylt að veita hana og gaman að Rakel komist í draumaferðalagið sitt,“ segir Kristinn. Höfði hefur starfað í átján ár og styrkir margvísleg málefni í Grafarvogi og víðar. Klúbburinn er meðal annars styrktaraðili sérnámsbrautar í Borgarholts- skóla og umsjónaraðili barnaklúbbs í Engjaskóla, auk þess að styðja dyggilega við langveik börn, sambýli fatlaðra og ýmis félagasamtök. Meðlimir eru 32 tals- ins og Kristinn hvetur alla sem hafa áhuga á starfi klúbbsins að hafa samband og kynna sér málið. - kg Kiwanisklúbburinn Höfði í Grafarvogi styrkir Rakel Árnadóttur til Danmerkur: Biðja að heilsa drottningunni STYRKUR Fulltrúar Kiwanisklúbbsins Höfða, þeir Jakob Marin- ósson, Sigurður Pálsson, Kristinn Kristinsson forseti og Hjörleif- ur Jónsson, afhenda Rakel styrk upp á 100.000 krónur. fréttablaðið Valli Ekkert olíuskip lengur í eigu þjóðarinnar Ekkert íslenskt olíuskip er lengur í eigu Íslendinga. „Dapurlegt“ segir sam- gönguráðherra sem hefur löngum verið áhugamaður um strandsiglingar. Kafla í íslenskri skipasögu er lokið segir framkvæmdastjóri Olíudreifingar. OLÍUFLUTNINGASKIPIÐ KEILIR Síðasta olíuflutningaskip Íslendinga er nú komið til Dana. Ekkert olíuflutningaskip kemst því til fjölmargra dreifingaraðila á landsbyggð- inni eins og staðan er í dag. Margrét, skorarðu á alla? „Já, ég skora á alla sem mark er á takandi að setja mark sitt á leik landsliðsins og mæta á völlinn.“ Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnu- kona hefur skorað í öllum sjö leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM og þrettán mörk í þeim átta landsleikjum sem hún hefur spilað á árinu. LÖGREGLUMÁL „Hér hafa greinilega verið sjúkir menn að verki,“ segir Einar Friðþjófsson, framkvæmda- stjóri Shell-mótsins í knattspyrnu. Tjald með aðstöðu fyrir keppnislið ÍBV á mótinu, fjölskyldur og þjálfara var lagt í rúst við Týsheimilið inn við Hásteinsvöll snemma í gærmorgun. Ekki var snert á tjaldi KR-inga, sem stóð við hliðina á ÍBV-tjaldinu. Í fyrrinótt var slegið upp dansleik fyrir fararstjóra og foreldra keppenda á mótinu. Tjaldið umrædda stóð enn þegar ballinu lauk um þrjúleytið. Einar segir ekki vitað hverjir voru að verki. - kg Skemmdarverk á Shell-móti: Tjald lagt í rúst í skjóli nætur SKEMMDARVERK Tjald ÍBV liggur niðri. KR-tjaldið stendur enn. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON LÖGREGLUMÁL Lögreglumenn höfðu í nógu að snúast á svokölluðum Hamingjudögum í Hólmavík aðfaranótt laugardags. Mikið var um ölvun, bæði meðal unglinga og fullorðinna. Nokkuð bar á slags- málum og sérstaklega sló í brýnu milli heimamanna á svæðinu og aðkomumanna. „Lögreglumenn voru töluverð- an tíma að stilla til friðar á milli hópanna og þurfti að keyra fjóra menn til síns heima“ segir lög- reglumaður á svæðinu. Engin alvarleg mál komu þó til kasta lög- reglu. - ges Óhamingja á hamingjudögum: Ölvun og átök VIÐSKIPTI Baugur mun á næstunni flytja einhver íslenskra félaga sinna úr landi. Þetta staðfesti Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Jón Ásgeir segist einnig muni segja sig úr stjórnum allra félaga Baugs sem verða áfram innan- lands innan fjögurra mánaða. Þá segist Jón Ásgeir vera að íhuga að fara í skaðabótamál gegn ríkinu. Hann segir Jóhannes föður sinn harðákveðinn í að fara í skaðabótamál, enda hafi hann þurft að ganga í gegnum Baugs- málið í fimm ár. - kg Jón Ásgeir Jóhannesson: Baugur flytur félög úr landi VERSLUN Verslunarkeðjan Ilva í Bretlandi hefur verið lýst gjaldþrota og hefur þremur verslunum keðjunnar þar verið lokað. Ómar Scheving, fram- kvæmdastjóri Ilva á Íslandi, segir að gjaldþrotið hafi engin áhrif á starfsemina á Norðurlöndum. Fyrirhugað er að opna útibú Ilva á Korputorgi í haust. „Þetta eru tvö fyrirtæki rekin í Bretlandi og Skandinavíu og það er verið að loka verslununum í Bretlandi,“ segir Ómar. Ilva er upprunalega dönsk húsgagnakeðja sem hefur starfað í áratugi á Norðurlöndum en aðeins í rúm tvö ár í Bretlandi. - ghs Verslunarkeðjan Ilva: Opnar hér þrátt fyrir gjaldþrot Pylsuþjófnaður mistókst Unglingspiltar voru gripnir glóðvolgir við að brjótast inn í pylsuvagn á Akureyri aðfaranótt laugardags. Þeir höfðu ekkert upp úr krafsinu og þykir málið upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR TYRKLAND Tyrkneskur fjárglæfra- maður á flótta undan réttvísinni í Þýskalandi var handtekinn eftir að lögregla þekkti andlit hans á ljósmynd í dagblaði. Á myndinni, sem var tekin á bar í München, sást maðurinn skemmta sér yfir knattspyrnuleik með landsliði Tyrkja. Lögreglumenn sem rannsökuðu fjársvikamál mannsins þekktu andlit hans umsvifalaust á myndinni. Ljósmyndarinn sagði þeim hvar umræddan bar væri að finna. Er maðurinn var handtek- inn sagðist hann hreinlega ekki hafa getað staðist að kíkja á barinn og horfa á leikinn. - kg Knattspyrnuóður glæpon: Náðist vegna fótboltaáhuga ORKUMÁL Reykjavík Energy Invest, REI, hefur samið við Alþjóðabankann um koma að fjár- mögnun hagkvæmniathugunar í Djibútí með fjögurra milljóna Bandaríkjadala framlagi. Könnuð verður hagkvæmni þess að virkja jarðhita í Djibútí. Kjartan Magnússon, stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur og REI, segir að verið sé að skoða frekari fjármögnunarmöguleika, fyrirtækið sé í viðræðum við ýmsa sjóði og alþjóðastofnanir. Hann nefnir sem dæmi Evrópska fjár- festingabankann. Hagkvæmniathugunin er þegar hafin en stefnt er að því að fara í útboð í haust og þá á fjármögnunin að liggja fyrir fyrir. „Ef verkefnið tekst ekki þá fell- ur þetta framlag niður en ef verk- efnið tekst vel þá hefur Alþjóða- bankinn rétt til að breyta þessu framlagi í hlutafé,“ segir hann. Ekki er vitað til fulls hvað hag- kvæmnisathugunin kemur til með að kosta. Segja má að hún sé að hluta til hafin en aðalkostnaðurinn liggur í borunum og borunarútboð á sér stað um þessar mundir. Kjartan segir að kostnaðurinn við athugunina komi í ljós. „Alþjóðabankinn er fyrsti aðil- inn í þessum geira sem er tilbúinn til að koma með okkur í þetta verk- efni og það er ánægjulegur árang- ur út af fyrir sig,“ segir hann. „Markmið okkar er að vera ekki með mikla áhættu í verkefnum.“ Gísli Marteinn Baldursson borg- arfulltrúi segir að fyrri yfirlýs- ingar standi, Orkuveitan eigi að draga sig út úr þessum verkefn- um. - ghs KJARTAN MAGNÚSSON REI semur við Alþjóðabankann um fjármögnun hagkvæmnisathugunar í Djibútí: Fær fjórar milljónir dollara SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.