Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 6
6 29. júní 2008 SUNNUDAGUR ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum vegna ársins 2009. Þjóðhátíðarsjóður, sem starfar samkvæmt skipulagsskrá nr. 361 frá 30. september 1977 með áorðnum breytingum, var stofnaður í tilefni af 1100 ára búsetu á Íslandi 1974. Tilgangur sjóðsins er: • að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Á næstu þremur árum frá og með árinu 2008 mun sjóðurinn hafa um 30 m.kr. á ári til úthlutunar styrkja. Úthlutunum úr sjóðnum lýkur að þeim tíma liðnum, þ.e. 2010 vegna ársins 2011 og er þá reiknað með að sjóðurinn hafi þegar úthlutað öllu fé sínu í samræmi við tilgang hans. Umsóknir Gerðar eru skýrar faglegar kröfur til umsækjenda. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má fi nna á vefsíðu Seðlabanka Íslands http://www.sedlabanki.is/?PageID=28. Enn fremur má nálgast eyðublöð í afgreiðslu Seðlabankans, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2008 og er stefnt að því að úthlutað verði úr sjóðnum 1. desember 2008 með athöfn í Þjóð- menningarhúsinu. Umsóknir skal senda Þjóðhátíðarsjóði, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir ritari sjóðsins í síma 569 9622 eða netfanginu: thjodhatidarsjodur@sedlabanki.is. Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs Kjörkassinn Telur þú líkur á enn meiri verðbólgu? Já 81,7% Nei 18,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Ertu sammála því að almenn húsnæðislán verði ekki ríkis- styrkt eins og Eftirlitsstofnun Efta vill? Segðu skoðun þína á vísir.is MÓTMÆLI Tvisvar sinnum hefur verið kveikt í skraufþurrum mosa- gróðri í garðinum hjá Bústaða- kirkju á liðnum dögum. Börn, búsett í nágrenni við garðinn hafa af því tilefni skrifað á skilti, þar sem þau biðja fólk um að fara var- lega með eld í garðinum. Skiltið hefur síðan verið sett niður rétt hjá stöðunum þar sem reynt var að kveikja í. Á skiltið hafa börnin skrifað eft- irfarandi skilaboð með sínum hætti: „ELDHÆTTA Vinsamlega EKKI henda sígar- ettum og kveikjurum í gróðurinn svo þá brenni ekki húsin. Kveðja, krakkarnir í Litlagerði og Skógargerði.“ - jss SKILTIÐ Þetta skilti stendur rétt við staðina þar sem eldur hefur brennt mosa en ekki náð að breiðast út að marki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börn skrifa á skilti sem sett hefur verið upp í garðinum við Bústaðakirkju: Biðja brennuvarga vægðar KNATTSPYRNA Sjötti flokkur FH stóð uppi sem sigurvegari á Shell- mótinu í Vestmannaeyjum sem haldið var um helgina. Liðið vann HK 2-1 í úrslitaleiknum í gær- kvöldi. Einar Friðþjófsson, fram- kvæmdastjóri mótsins, er hæstánægður með hvernig til tókst í ár. „Þetta gekk eins og í sögu og ég er mjög ánægður. Við vorum að þreifa fyrir okkur með nýtt keppnisfyrirkomulag, sem miðar að því að leikirnir verði jafnari. Einnig styttum við mótið um einn dag. Þessar breytingar virðast hafa fallið vel í kramið,“ segir Einar. - kg Shell-mótið í Eyjum: FH sigraði HK í úrslitaleiknum FH-INGAR Sigurreifir að úrslitaleiknum loknum. Þrír í annarlegu ástandi Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði tvo menn fyrir akstur undir áhrifum kóka- íns aðfaranótt laugardags. Einn til viðbótar var tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæminu. LÖGREGLUFRÉTTIR VEÐURFAR Kalt var í veðri á Norðausturlandi og á hálendinu í fyrrinótt og í nótt. Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur segir að víða hafi verið við frostmark í hærri byggðum þar. Eins stigs frost hafi verið á Kili og Sprengi- sandi. „Það var víða slydda til fjalla,“ segir hann. Við Markarbrú var 1,2 stiga hiti og fjögur stig við Mývatn. Björn Sævar segir að hret komi reglulega í júní til júlí. „Þetta er ekkert rosalega óvanalegt,“ segir hann, „en þetta er náttúrulega kuldakast.“ Búist var við að áfram yrði svalt en svo færi hlýnandi þótt spáð væri norðaustanátt næstu daga. - ghs Norður- og austurland: Frost og slydda á hálendinu VEÐURFAR „Ísinn við norðurpólinn í miðju Norður-Íshafi mun líklega bráðna í september,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. „Rannsóknir bandaríska vísinda- mannsins Marks Serreze staðfesta það sem flestir hafa talið að þró- unin yrði. Sem sagt að ísinn fari mjög svo minnkandi.“ Mark telur helmingslíkur á því að ísinn á pólnum muni bráðna í haust. „Það sem er merkilegt í þessu er hve snemma þetta gerist. Lang- tímaspár gerðu ráð fyrir að þetta myndi gerast í kringum árið 2040 en þróunin hefur verið mun hrað- ari.“ Þór bætir þó við að ísinn sé ekki alfarinn heldur komi hann aftur yfir vetrartímann árlega. Hann telur að siglingaleið milli Kyrrahafs og Atlantshafs gæti opnast og hvetur Íslendinga til að nýta sér þetta með smíðun upp- skipunarhafnar. „Þetta gætu orðið efnahagsleg stórtíðindi. Við megum ekki vera sofandi á verð- inum.“ Einar Sveinbjörnsson, kollegi Þórs, gefur lítið fyrir þessa spá- dóma. „Mér finnst þessar spár vera ótrúverðugar í ljósi þess að flatarmál íssins í Austurgræn- landsstraumnum hefur ekki verið fjarri meðallagi útbreiðslu sinnar nú síðla vetrar og í vor.“ - ges Siglingaleið gæti opnast í Norður-Íshafi ef ísinn heldur áfram að bráðna: Bráðum bráðnar ísinn alveg NORÐURHÖF Ísinn í Norðurhöfum gæti orðið svo lítill nokkra mánuði ársins að skipaleiðir gætu opnast. Mynd frá NASA DÓMSMÁL Rafmagnsfyrirtæki hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni rúmar 4,7 milljónir með vöxtum, eftir vinnuslys sem hann lenti í. Manninum hafði verið falið að koma fyrir rafmagnsdós í kaffistofu fyrirtækisins. Dósin var skökk og reyndi hann að rétta hana með töng. Spenna myndaðist og þegar hann sleppti tönginni, eftir að hafa snúið dósinni, þeyttist töngin í auga hans. Afleiðingarnar urðu þær að maðurinn missti sjón á auganu. Ástæðuna fyrir spennunni taldi hann vera þá að rafmagnsrör, sem rafvírinn var dreginn í, hafi legið skakkt í dósinni. - jss Dæmdar 4,7 milljónir í bætur: Fékk töng í auga MENNING Talið er að á milli þrjátíu og fjörutíu- þúsund manns hafi lagt leið sína í Laugardalinn í gær á tónleika undir yfirskriftinni Náttúra. Tón- leikarnir stóðu frá klukkan 18 og lauk ekki fyrr en á ellefta tímanum. Gestir voru á öllum aldri og nutu þess sem fram fór á sviðinu. Tilgangur tón- leikanna var að vekja fólk til aukinnar vitundar um umhverfismál. „Stemningin var framar okkar björtustu vonum,“ segir Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Gestir á öllum aldri skemmtu sér frábærlega og veðrið lék við okkur.“ Fyrsta atriðið á tónleikunum var samstarfs- verkefni Ghostigital og Finnboga Péturssonar undir nafninu Radium. Næst steig Ólöf Arnalds á stokk og því næst tróð Sigur Rós upp. Rúsínan í pylsuendanum var svo sjálf Björk Guðmunds- dóttir. Talið er að á þriðju milljón manna um allan heim hafi horft á tónleikana á vef National Geography. - ges Tugþúsundir í dalnum Mikill mannfjöldi skemmti sér konunglega í Laugardalnum á tónleikum í nafni náttúru Íslands í gær. Talið er að á þriðju milljón hafi fylgst með á netinu. LAUGARDALUR TIL LUKKU Laugardalurinn leit mikilfenglega út í veður- blíðunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UNGIR ÁHORFENDUR Gestir voru á öllum aldri og þessi ungmenni fylgdust með í andakt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON INNLIFUN Þessi ungi sveimhugi lifði sig inn í tónlistina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AND BJÖRK, OF COURSE Björk sveik ekki aðdáendur sína um frábært samspil tóna og sviðsframkomu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.