Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 29. júní 2008 21 menning@frettabladid.is Kl. 14 Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, gengur með gestum um sýninguna List mót byggingarlist í dag kl. 14. Á sýning- unni má sjá verk eftir Monicu Bonvicini, Elínu Hansdóttur, Finnboga Pétursson, Steinu og Franz West sem draga fram aldagamla togstreitu á milli myndlistar og húsnæðisins sem hún er sýnd í. Á haustdögum mun félagið Matur-saga-menning efna til sýningar um mat og matar- æði Reykvíkinga á 20. öld. Sýningin verður til húsa í hjarta miðbæjarins, Aðal- stræti 10, elsta húsi Reykja- víkur og er markmiðið með henni að bjóða Reykvíkingum og öðrum gestum að fræðast, njóta og bragða á lítt þekktri matarsögu höfuðborgarinnar. Vegna undirbúnings sýningarinnar leita aðstandendur hennar eftir upplýsingum hjá fólki sem á í fórum sínum gögn um mataræði Reykvíkinga fyrrum, einkum persónulegum heimild- um, myndum og mataruppskriftum frá Reykvíkingum. Sérlega eftirsóknarverðir munir væru til að mynda ljósmyndir úr fjölskylduveislum, skírnarveislum, fermingarveislum og brúðkaupsveislum í heima- húsum þar sem maturinn er í forgrunni, enda fátt skemmtilegra en að rifja upp tískurétti liðinna ára og áratuga. Einnig er fengur í búreikningum, matseðlum frá veitingahúsum og síðast en ekki síst handskrifuðum uppskriftabókum allra myndarlegu húsmæðranna í Reykjavík. Hvers lags upplýsingar um merka frumkvöðla í matargerð og þá einstaklinga sem sett hafa á eftirminnilegan hátt mark sitt á matarsögu Reykjavíkur eru einnig vel þegnar. Nánari upplýsingar um þessa spennandi og vonandi bragðgóðu sýningu er að finna á slóðinni www.matarsetur.is -vþ Reykvísk matarmenning BORÐAÐ Í FORTÍÐINNI For- vitnilegt getur verið að kynna sér matarvenjur liðinna tíma. >Ekki missa af... Innsetningu Mörthu Schwarz, „I hate nature/Aluminati“, í garði Kjarvalsstaða. Martha þessi er einn þekktasti lands- lagsarkitekt heimsins í dag, en innsetningin skírskotar til upp- lifunar listamannsins á náttúr- unni og umræðu um nýtingu og verndun náttúruauðlinda, málefna sem óneitanlega eru móðins um þessar mundir. Ný íslensk bók er í bígerð hjá nokkrum listhneigðum ungum mönnum. Það væri ekki í frásögu færandi nema af því að bókin brýtur blað í íslenskri bókaút- gáfu. „Fyrsta hugmyndin var að gera teiknimyndasögu um að tunglið snerist við án nokkurar ástæðu og hvernig fjölþjóðasam- félagið og mismunandi trúarhóp- ar myndu bregðast við því. Fólk leggur svo mikla merkingu í allt, þó það þýði kannski ekkert. En svo ákváðum við að sleppa sögu- þræðinum og hafa bara myndir, klausur og ljóðrænan texta. Það er því engin saga sögð heldur er bókin að miðla þeirri tilfinningu sem sagan hefði annars kallað fram. Tilgangsleysi, ótta, ringul- reið. Við erum í raun að gera bók án þess að nota mikið af orðum,“ segir Björn Leó Brynjarsson. Björn er höfundur bókarinnar ásamt Hilmi Jenssyni, Jóni Eðvald Vignissyni, Ævari Erni Benediktsyni og Leifi Þór Þor- valdssyni. Bókin er gefin út af þeim sjálfum, með hjálp Evrópu- sambandsins, sem styrkti þá til verkefnisins. „Ef David Lynch myndi gefa út teiknimyndasögu væri hún kannski lík þessari. Þetta er tilraun til þess að gera bók að einhverju öðru. Það eru fáir listamenn í dag sem stíla inn á undirmeðvitundina. Okkur langar að gera það. Þessi bók á að vera upplifun.“ Björn segir hana höfða til allra sem hafa áhuga á teiknimyndasöguforminu, en þeir félagar leggja nú lokahönd á bókina, sem nefnist Tungl. -kbs Óhefðbundið Tungl FAR ÓHEFÐBUNDNAR LEIÐIR Björn Leó Brynjarsson Jón Eðvald Vignisson gefa út nýja bók ásamt fleirum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á fimmtudag var skrúfað frá straumi á fjóra stillansa í New York sem mynduðu þá þegar fjögur stór vatns- föll í borginni sem hefur til þessa verið snauð af fossum þótt um hana fari stórfljót. Höfundur verksins, Ólafur Elíasson myndlistarmaður, hefur unnið að framkvæmd hugmyndar sinnar um fossa í Austuránni um nær tveggja ára bil og nú hefur hann reist fjóra fossa stalla sem verða uppi fram í okt- óber borgarbúum til yndis- auka. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upphafleg hugmynd Ólafs hafi verið sú að endurgera nokkra íslenska fossa í fljótunum umhverfis Manhattan. Þegar Fréttablaðið hafði samband við hann snemma á þessu ári vegna málsins óskaði hann eftir að ekki yrði fjallað um málið, fjármögnun stæði yfir, en það kostaði 15,5 milljónir dala að reisa burðarvirki undir fossana og fjármagna vatns- streymið um þá til vetrar. Ólafur hefur margsinnis áður leikið sér með vatnsflaum í verkum sínum og eru dæmi um slíka efnisnotkun á stóru sýningunni hans sem lýkur núna um helgina á Nútímalista- safninu í New York, MOMA. Hún var beint framhald af minni sýn- ingu um feril hans í San Francisco fyrir ári og heldur sýningin áfram um Bandaríkin. Þá hefur Taschen- útgáfan boðað komu stórbókar um verkstæði Ólafs í Berlín og verk hans. Ólafur er því í miklum ham þessi misserin enda styrkist verð- mæti verka hans nú á uppboðum um allan heim. Það var sjóður opinberra lista- verka í New York sem kostaði uppsetningu verksins og var fjár- magnið að stórum hluta sótt til sjóða einkaaðila. Þetta er stærsta verkefni sem sjóðurinn hefur staðið fyrir. Michael Bloomberg, borgar- stjóri New York, sagði á fimmtu- dag að verkið væri tekjulind fyrir borgina og áætlaði að 55 milljónir Bandaríkjadala myndu skapast við áhuga listunnenda og almenn- ings en búið er að skipuleggja fastar ferðir á ánum til að skoða fossana sem munu renna frá kl. 7 á morgnana til 22 á kvöldin og verða þeir upplýstir í kvöld- myrkrinu. Gönguleiðir og hjóla- stígar að þeim eru merktir. Veit- ingastaðir á þeim leiðum hafa verið merktir til að bjóða mönnum kost á leiðinni. Ólafur leggur áherslu á að foss- arnir séu verk fyrir almenning – public art – það sé allra að njóta þeirra. Verkið er það stærsta síðan Christo og kona hans Jeanne Claude pökkuðu inn hluta af Central Park en það verkefni kall- aði á fjölda gesta í garðinn. Allir eru sammála um að fossaverkið muni kalla á meiri athygli og fleiri njótendur. Í viðtali við New York Times á föstudag sagði hann að vatnsflöturinn væri raunar eins og myndflötur, á honum speglaðist allt til hliðar og að ofan og um leið væri yfirborð ánna háð stöðugum breytingum. Ræður hans um vatn, fossaföll og fyrirbærið í náttúru- legu umhverfi sem hann kynnir New York-búum sem nýnæmi benda til að hann skilur mætavel hversu fjarri borgarbúar eru upp- lifun af náttúrulegum fyrirbærum yfirleitt. Hann hefur skipað foss- unum þannig niður að fossarnir fjórir eru á völdum stöðum sem rekja í raun sögu borgarinnar. Hann er því einu sinni enn að gefa áhorfendum tilfinningu fyrir rými borgarinnar. Ólafur segir fossa vera stór- kostleg fyrirbæri í náttúrunni. Þeir hafi ekki aðeins sjónræn áhrif heldur líkamleg. Heitið foss sé gildishlaðið og hann hafi viljað skapa verk sem allir gátu notið. Reynslan af slíkum verkum á almannavettvangi heimti einstakl- ingsbundna upplifun en veiti um leið hópi njótenda samkennd og skilgreini þannig á nýjan máta upplifun okkar af að vera heild, hluti af hóp og um leið hluti af stærra samfélagi borgarinnar. Það þurfti 270 tonn af járni til að byggja undir vatnsflauminn og stendur til að endurnýta það efni. Mikil áhersla er lögð á vist- væna hugmyndafræði við verkið. Vatnið er tekið úr ánni og síað af lífverum, en mengað vatn í ánum í New York er mikið deilumál þar í borg. Stærstu fossarnir eru á hæð við Frelsisstyttuna, nær tveir þriðju af hæð Niagara-foss- anna. Vatnsmagnið sem fer um þá er gríðarlegt. Raunar tala aðstandendur verksins af hálfu borgarinnar um mannvirkið sem verkfræðilegt undur sem hafi heimtað margvísleg leyfi en um leið margar lausnir. Þannig varð hylurinn undir fallinu að vera afmarkaður frá straumi og geta þolað sjávarföll sem gætir langt upp ána. Roberta Smith birtir gagnrýni um verkið í New York Times á föstudag og á vart orð til að lýsa hrifningu sinni: fossarnir eru „leifar af Eden fyrri tíma, fögur og ósvikin merki um þá náttúru- legu fortíð sem borgin ekki á“. Hún vitnar til orða Walts Whit- man um flauminn gegnum borg- ina, slagæðina sem heldur henni lifandi. Nú hafi New York-búar loksins eignast fossa og geti notið þeirra til 13. október. Á spjallvef blaðsins er mikill fjöldi ummæla íbúa í borginni og víðar og sýnist sitt hverjum: er verkið kallað spræna í samanburði við Niagara, nær hafi verið að eyða fjármunum til að hreinsa ána og það vatn sem fari í fossana sé ekki einu sinni sigtað. Verkið sé sóun á almannafé. Andmælendur þeirra sem leggjast gegn verkinu eru ekki síður margir, enda er fossadýrkun kunn frá flestum löndum heims og fáir þeirra enn eftir óspjallaðir sem er vissulega sú upplifun sem Ólafur er að end- urvekja með sínum fossum í Austurá við Manhattan. Vefslóð verkefnisins er http://www.nyc- waterfalls.org/. pbb@frettabladid.is Fjögurra fossa smíð í New York MYNDLIST Einn fossa Ólafs Elíassonar í East-river í New York FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bókin Íslensk sam- heitaorðabók hefur verið ófáanleg síð- ustu misseri þrátt fyrir mikla eftir- spurn, en bókin kom síðast út árið 2006. Forlagið, sem sér um útgáfu bókar- innar, segir að end- urprentun á Sam- heitaorðabókinni hafi ekki verið ákveðin enn sem komið er. Starfsmaður hjá bókabúðinni Máli og menningu segir að fólk komi reglu- lega og biðji um Samheitaorða- bókina en gat engu svarað um hvenær von væri á henni aftur í verslanir. Sumir hafa leitað á náðir fornbókasala borg- arinnar og beðið þá um að hafa augun opin fyrir bókinni. Forlagið segir að endurprentun á bókinni hafi verið boðin út og bíður Forlagið nú eftir svörum um verð, það er því líklegt að bókin verði endur- prentuð en óvíst er hvort það verði á þessu ári. Þeir sem ætluðu sér að nýta sumarfríið til að bæta við orðaforða sinn verða því að bíða enn um sinn. - sm Samheitaorðabók ófáanleg ÍSLENSK ORÐABÓK Deilir bless- unarlega ekki grimmum örlög- um samheitafrænku sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.