Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.06.2008, Blaðsíða 70
30 29. júní 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA „Ég er mjög stolt af henni. Hún er baráttukona. Hún er mjög tapsár og það er ekki hægt að ræða leikinn við hana, hún vill helst bara loka sig af. En hún fer af fullum krafti í hvern leik. Númer eitt, tvö og þrjú er að vinna leikinn.“ Guðrún Valdís Arnardóttir, móðir Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, landsliðskonu, en Sara skoraði fyrsta mark Íslendinga gegn Grikkjum á fimmtudag. Hvað er að frétta? Allt gott að frétta, mikið að gera, mikil sól og lautarferð í aðsigi. Augnlitur: blár. Starf: Myndlistarmaður og rek einnig Gall- erí Íbíza Bunker með Sigríði T. Tulinius. Fjölskylduhagir: Er í sambandi. Hvaðan ertu? Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið í sama húsi í miðbænum alla ævi fyrir utan þann tíma sem ég hef búið erlendis. Ertu hjátrúarfull? Nei, alls ekki, að einu undanskildu: ég naglalakka mig aldrei áður en ég fer út að skemmta mér því ég er sannfærð um að þá verði kvöldið leiðinlegt. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Í augna- blikinu er það Desperate Housewifes og Secret Rulers, sem fjallar um samsæris- kenningar. Uppáhaldsmatur: Mexikóskur og taílensk- ur matur. Ég varð háð grænmetis burrito eftir að hafa búið í San Fransisco og núna fæ ég ekki nóg af chili í taílenskum mat. Fallegasti staðurinn: Hrísey. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Í sumar er skemmtilegast að fara í lautar- ferð með gott nesti og góðan félagsskap. Hvað er leiðinlegast? Að vaska upp. Helsti veikleiki: Þrjóska. Helsti kostur: Ég er mjög ákveðin. Helsta afrek: Að opna Gallerí Íbíza Bunker. Mestu vonbrigðin: Að eiga ekki hund. Hver er draumurinn? Að geta lifað á listinni. Hver er fyndnastur/fyndnust? Jóhanna vinkona mín. Hún er stórskemmtileg og kann að hafa það gaman. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hvað allt er ótrúlega dýrt á Íslandi og þá sérstaklega matur. Hvað er mikilvægast? Að standa með sjálfri sér og njóta dagsins í dag. HIN HLIÐIN RAGNHEIÐUR KÁRADÓTTIR MYNDLISTARKONA OG GALLERÍREKANDI Sumarið er tími fyrir lautarferðir 18.04.1984 Stuttmyndin Dog, eftir Íslendinginn Her- mann Karlsson, er nú sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Los Angeles. Önnur stuttmynd, sem hann gerði ásamt meðeiganda sínum í fyrirtækinu Igloo Animations, var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg í gær. Her- mann hefur verið búsettur ytra undanfar- in ár, en hann lauk mastersnámi í animat- ion frá Edinburgh College of Art í desember 2006. „Ég stofnaði svo Igloo í febrúar með skólabróður mínum, Trevor Courtney,“ útskýrir Hermann. Stuttmyndin Dog, sem fjallar um dauða hunds, var hluti af mastersnámi Her- manns, en hún hefur farið ansi víða að und- anförnu. Dog var sýnd á kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík í fyrra, fór á Sundance hátíðina, á Annecy, helstu animation-hátíð í heimi, og er nú í Los Angeles, svo eitthvað sé nefnt. Í gær sýndu Hermann og Trevor svo stuttmynd sína The Right to Privacy á kvikmyndahátíðinni í Edinborg, og er hún hluti af heimildarmyndaseríunni The New Ten Commandments, sem Alice Nelson leikstýrir. „Það er tíu mynda sería, þar sem við teiknum einn hluta. Það tók alveg um tvo og hálfan mánuð að vinna hana. Ég hef ekki enn séð endanlega útgáfu af mynd- inni, svo það verður spennandi,“ segir Her- mann. Igloo Animations tekur að sér ýmiss konar verkefni, bæði við „animation“, gerð svokallaðra „story-board“ og fleira, auk þess sem Hermann og Trevor gera sínar eigin myndir. „Það er margt í bígerð, sem ég get varla sagt frá núna. Við erum til dæmis í hugmyndavinnu fyrir teiknaða senu í amerískri bíómynd,“ segir Hermann leyndardómsfullur. - sun Stuttmynd Hermanns fer víða ANIMATION-MEISTARI Hermann Karlsson fór í mastersnám í animation til Edinborgar, þar sem hann rekur nú fyrirtækið Igloo Animations. MYND/HERMANN KARLSSON Veturinn 2004 sá Villi Naglbítur um bingóþátt á Skjá einum. Auk þess að spila bingó í beinni bauð Villi upp á þann möguleika að fólk gæti valið sér dót og fengið það ef það húðflúraði mynd af því á sig. Mörg hundruð manns sóttu um en aðeins fáir komust að í þáttunum sem voru gerðir. „Þetta var fyrsta tattúið mitt og kom eiginlega af stað hálf- gerðri fíkn hjá mér,“ segir Ingi Einar Jóhannesson. „Ég hef feng- ið mér tattú árlega í afmælisgjöf síðan.“ Ingi lét flúra forláta Guild Blu- esbird gítar á úlnliðinn á sér. „Síðan hef ég fengið mér tvo gít- ara í viðbót og látið flúra myndir af þeim báðum megin við fyrsta gítarinn. Ég vildi ekki skilja hina gítarana útundan, enda eru þeir miklar tilfinningaverur þessir gítarar. Á hinum úlnliðum eru svo komnir upphafsstafir fjöl- skyldumeðlima svo ég gleymi ekki hvað þeir heita.“ Sambýlingarnir Þórður Sig- mundsson og Birna Baldursdótt- ir sem búa á Akureyri mættu hvort í sinn þáttinn og fengu tattú á ökklann. Þórður fékk sófa en Birna sjónvarp. „Þetta er ótrú- lega fínn sófi og það er alls engin eftirsjá. Þetta er besta tímakaup sem ég hef haft,“ segir Þórður. „Sjónvarpið er reyndar farið að láta á sjá og við erum alltaf á leið- inni með að láta fjarlægja tattúið af Birnu. Ég er alltaf í sokkum svo þetta böggar okkur ekkert en svona lagað gengur ekki á kven- fólki. Við vorum búin að panta tíma í Domus Medica til að láta fjarlægja sjónvarpið með leysi- meðferð en komumst svo ekki suður.“ Umsjónarmaðurinn Villi segir að eitt fallegasta augnablikið í sögu þáttanna hafi verið þegar Guðni Hjörvar Jónsson, þá leik- maður hjá Snerti á Kópaskeri, lét húðflúra á sig fótboltamark til að fá mörk á völlinn norður á Kópa- skeri. „Ég fékk eitt mark á hægri kálfann en fékk sem betur fer tvö alvöru mörk norður enda hefðum við lítið haft að gera með bara eitt mark,“ segir Guðni. „Mörkin eru ennþá á vellinum eftir því sem ég best veit en sjálfur er ég fluttur suður. Snörtur er ekki að spila í neinni deild, en menn eru eitthvað að leika sér samt. Mark- ið minnir mig á góða tíma á Kópa- skeri og það er gott til þess að vita að mörkin séu til staðar fyrir krakkana.“ „Hugmyndin kom nú upp úr algjörum misskilningi af því að ég er svo lélegur í dönsku,“ segir Villi. Hann fékk þessa framúr- stefnulegu hugmynd eftir að hafa horft á danskan bingóþátt. „Þar var einhver sem vann sófa og var að fá sér tattú á sama tíma, en ég tengdi þetta svona saman. Það hristu allir hausinn yfir hug- myndinni fyrst en svo var hún bara samþykkt. Mér skilst að það þyki töff í dag að vera með svona skrítin tattú í staðinn fyrir eitt- hvað træbal-rugl. Sjálfur er ég ekki með neitt tattú.“ gunnarh@frettabladid.is VILLI NAGLBÍTUR: FRAMÚRSTEFNULEG HUGMYND VAR SAMÞYKKT Tattúfólk úr bingóþætti Villa nagl- bíts ber húðflúr sitt enn með stolti OG ÞAÐ VAR MARK! Guðni Hjörvar Jónsson reddaði Kópaskeri mörkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÞRÍR GÍTARAR Inga Einari Jóhannessyni þykir vænt um fjalirnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MISSKILDI DANSKAN BINGÓÞÁTT Villi Naglbítur fékk tattú-hugmyndina samþykkta. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari býður vinnustöðum upp á ókeypis tónleika í júní og júlí í samstarfi við Hitt húsið. Hafdís vann líka við skapandi sumarstörf í fyrrasumar með píanóleikaranum Kristjáni Karli Bragasyni. „Í fyrra buðumst við til að spila í heimahúsum en núna langaði mig að prófa vinnustaði í Reykjavík. Ég er reyndar bara búin að fara á einn vinnustað en fer á tvo í dag. Ég hef fengið mjög góð við- brögð.“ Hún segir tónleikana tilbreyt- ingu. „Það var almenn ánægja meðal fólksins að fá smá uppbrot í vinnudaginn. Seinast spilaði ég í matartímanum, en í dag held ég bara litla tónleika. Ég vil frekar gera það. Þá getur fólk hvílt sig og hlustað betur.“ Hún spilar alls konar sólótónlist; barokk, klassík, tuttugustu aldar tónlist, argentísk og japönsk verk. Hafdís segir klassíska tónlist í sókn, sem sést á fjölda tónleika- raða og ungs hæfileikaríks fólks sem menntar sig í klassík, heima og heiman. Sjálf lærir hún í Frakklandi. Hún telur áhuga á klassískri tónlist þar útbreiddari en hér. „En Íslendingar eru að sækja í sig veðrið.“ Meðfram vinnustaðatónleikun- um er Hafdís að spila í kirkjum og listasöfnum, en stefnir út á landsbyggðina þegar skapandi sumarstarfinu lýkur í ágúst. Hægt er að bóka tónleika með tölvupósti á hafdisvaff@hotmail. com. -kbs Flautuleikur í vinnunni SPILAR FYRIR VINNANDI STÉTTIR Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari sækir vinnu- staði heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Opið í dag frá 12 - 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.