Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 18
18 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Ermarsund eða Enska sundið eins og Englendingar kalla það er í Atlants- hafi á milli Frakklands og Bretlands. Sundið tengir jafnframt Norðursjó við Atlantshafið. Nafnið Ermarsund kemur úr frönsku en á frönsku heitir sundið La Manche sem merkir ermin. Sundið er um 560 km langt og breiðast 240 km. Benedikt S. Lafleur sundkappi þreytti hið víðfræga Ermarsundssund, sem er um 32 kílómetrar í þriðja sinn á dögunum og hætti við. Fyrsta ferðin yfir Ermar sundið var í loftbelg 7. janúar árið 1785 en hana fóru Jean-Pierre Blanchard frá Frakklandi og John Jeffries frá Bandaríkjunum. Hve margir hafa synt Ermarsund? Sá fyrsti sem synti Ermarsund var Matthew Webb árið 1875 en hann synti sundið á 21 klukkustund og 45 mínútum. Árið 1927 voru síðan samtök áhugafólks um Ermarsundssund stofnuð. Þau hafa haldið skrá yfir alla þá sem synt hafa Ermarsund síðan þá. Samkvæmt lista þeirra hafa 772 náð að synda Ermarsundið. Athyglis- verðustu sundin hafa til dæmis verið þegar Lynne Cox synti Ermarsundið árið 1972 en þá var hún aðeins fimmtán ára gömul og sló heimsmetið. Hraðamet var sett 24. ágúst í fyrra þegar Búlgarinn Petar Stoychev fór sundið á sex tímum, fimmtíu og sjö mínútum og fimmtíu sekúndum. Margir hafa synt Ermar sundið oft eins og hinn enski nýkrýndi Ermarsundskóngur Kevin Murphy sem hefur synt 34 sinnum og þar af þrisvar sinnum fram og til baka. Hvernig undirbýr maður sig fyrir svona sund? Á heimasíðu Ermarsundsfélagsins, http://www.channel- swimmingassociation.com, má nálgast ýmsar upplýs- ingar um undirbúninginn. Þar er sagt að til þess að geta synt Ermarsundið verði maður að vera í góðu andlegu og líkamlegu formi en vilji sundkappans til að synda sundið hefur mikið að segja. Ráð- lagt er að taka þátt í sem flestum sundmótum áður en þetta er gert og vera reiðubúinn í kalt vatn. Vatnið sjálft er mjög kalt og getur farið allt niður í fimmtán gráður á celsíus- kvarða en venjulegur hiti í sundlaug- um er um það bil þrjátíu gráður. Mikið salt er í Ermarsundi og ef sundmaður gleypir of mikið af því getur hann orðið veikur og þurft að hætta sundi. Ráðlagt er að borða mikið af hollum mat og reyna að vera með sem mestan vöðva- massa þegar tekist er á við sundið. Þá er ráðlagt að borða mikið af prótínum til að byggja upp vöðva. Hins vegar þurfa sund- kappar að vera reiðubúnir að borða ekki neitt, ástæðan er sú að saltvatnið hefur vond áhrif á meltingarkerfið og getur á sama tíma haft áhrif á sundið. Orkunýting í Ermarsundinu er um sex hundruð kaloríur á hverja klukkustund, sem þýðir að maður þarf að vera orkumikill þegar tekist er á við sundið. Tekið er dæmi um að með því að innbyrða eitt kíló af hreinni fitu ætti maður að hafa næga orku til þess að takast á við sundið. ERMARSUND: HVERJIR HAFA SYNT ERMARSUNDIÐ? Metið er tæplega sjö klukkustundir Íslensk lögregluyfirvöld telja sig verr í stakk búin en kollega sína í Evrópu til að fyrirbyggja glæpa- starfsemi og hryðjuverk, þar eð þau skortir for- virkar rannsóknarheim- ildir. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að tryggja þurfi lögreglu slíkar heimildir. Í nýútkomnu hættumati Ríkislög- reglustjóra á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi er í tvígang nefnt að skortur á svoköll- uðum forvirkum rannsóknarheim- ildum takmarki möguleika íslenskrar lögreglu til að takast á við og fyrirbyggja glæpi hér á landi. Með þessu er átt við að lögregla hefur sem stendur ekki heimildir til að hefja rannsóknir á möguleg- um brotamönnum nema rökstudd- ur grunur leiki á að viðkomandi hafi framið tiltekið brot. Þessu hafa dómsmálaráðherra og yfir- menn lögreglu hug á að breyta með því að færa þeim sams konar heimildir og tilteknar deildir allra lögregluyfirvalda í Evrópu hafa. Öryggisþjónusta í bígerð „Ég hef oftar en einu sinni lýst þeirri skoðun minni, að tryggja þurfi lögreglu þessar heimildir hér á landi,“ segir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðs- ins. „Það á að gera með sérstakri löggjöf, þar sem mælt er fyrir um eftirlit af hálfu Alþingis í einni eða annarri mynd.“ Erlendis er það sums staðar á könnu sérstakra þingnefnda að hafa eftirlit með því hvernig rúmum rannsóknarheim- ildum lögreglu er beitt. Aðspurður segir Björn að málið hafi verið athugað og útfært af hans hálfu, þótt niðurstaðan hafi ekki verið kynnt nema innan dóms- málaráðuneytisins. Sagt var frá því í desember síð- astliðnum að frumvarp til laga um íslenska öryggisþjónustu hefði verið unnið í dómsmálaráðuneyt- inu og kynnt trúnaðarmönnum stjórnarflokkanna. Í frumvarpinu, sem stendur til að kynna opinber- lega í ár, er kveðið á um að greint yrði á milli lögreglu og öryggis- þjónustunnar og að hún fengi heimild til að beita forvirkum rannsóknaraðferðum. Björn segir engar ákvarðanir hafa verið tekn- ar um tímasetningar vegna frum- varpsins. Nauðsyn, segir lögregla Yfirmenn innan lögreglunnar á Íslandi eru sammála ráðherra um mikilvægi forvirkra rannsóknar- heimilda. „Það er í mörgum tilfell- um nauðsynlegt fyrir lögreglu að hafa þessar heimildir,“ segir Ásgeir Karlsson, stjórnandi grein- ingardeildar Ríkislögreglustjóra, sem hefur lögum samkvæmt með höndum rannsóknir á hryðjuverka- hættu og skipulagðri glæpastarf- semi. „Það hafa komið upp tilvik þar sem ekki hefur verið unnt að hefja rannsókn þrátt fyrir að ákveðnar vísbendingar lægju fyrir. Þá hefðu svona heimildir án efa komið að notum.“ Ásgeir bendir á að tilteknar deildir innan lögreglu allra aðild- arríkja NATO hafi heimildir til forathugana á málum sem snerta innra öryggi ríkis, hryðjuverka- starfsemi og njósnir. Í aðildarríkj- um Evrópulögreglunnar Europol sé enn fremur kveðið á um skipu- lagða glæpastarfsemi í þessu sam- hengi. Yrði háð ströngu eftirliti Margir óttast að með heimildum sem þessum sé lögreglu gert kleift að ganga afar nærri einkalífi borgara, jafnvel saklausra, eftir hentugleikum. Ásgeir segir slík- an ótta óþarfan. „Fólk heldur oft að þetta veiti lög- reglu heimild til að rannsaka menn nánast að tilefnislausu, en svo er ekki. Lög- reglan er ekkert að einbeita sér að því að skoða saklausa borgara og þetta yrði auðvitað háð mjög ströngu eftirliti,“ segir Ásgeir. Eftir sem áður þyrfti til dæmis dómsúrskurði fyrir símhlerunum og eftirfylgni. Fyrst og fremst snú- ist slíkar rannsóknir um forathug- anir á mögulegri hættu, upplýs- ingaöflun um tiltekna einstaklinga og hópa og kortlagningu á hugsan- legri glæpastarfsemi. „Þetta er aðallega hugsað fyrir rannsóknir á hugsanlegum brotum sem beinast gegn innra öryggi rík- isins, hryðjuverkaógnum og njósn- um og ég myndi telja skipulagða glæpastarfsemi ógna innra öryggi ríkisins,“ segir Ásgeir. Heitir leyniþjónusta á mannamáli Hugmyndir sem þessar leggjast þó ekki jafn vel í alla. Lúðvík Berg- vinsson, þingflokksformaður Sam- fylkingarinnar, hefur miklar efa- semdir um réttmæti og mikilvægi forvirkra rannsóknarheimilda. „Á mannamáli heitir þetta öryggislög- regla eða leyniþjónusta,“ segir hann. „Þessar tillögur gera þá ráð fyrir að slík stofnun verði sett á laggirnar og ég tel enga þörf á því. Ég tel að það sé miklu nær fyrir okkur að tryggja hinni almennu löggæslu það fjármagn sem þarf til að hún geti unnið þá vinnu sem henni er ætlað og það væri í raun verið að snúa hlutunum á haus ef við ætluðum núna að ráðast í það verkefni að byggja upp leyniþjón- ustu. Við þessar aðstæður þurfum við ekki að byggja upp enn eina deildina eða stofnunina. Það er frá- leitt. Þannig að ég tel að á þessu stigi sé þetta ekki á dagskrá.“ Ekkert nýtt í hættumatsskýrslunni Spurður um fyrirhugað frumvarp um öryggisþjónustu segir Lúðvík að engar slíkur hugmyndir hafi borist inn á borð þingflokks Sam- fylkingarinnar. „Ég held að ég geti sagt það fyrir Samfylkinguna að öryggislögregla eða leyniþjónusta er ekki á forgangslista hennar,“ segir hann, spurður um það hvort slíkt frumvarp myndi njóta stuðn- ings samflokksmanna hans. Lúðvík segir jafnframt að í hættumatsskýrslu Ríkislögreglu- stjóra sé ekkert nýtt að finna sem kalli á slíkar heimildir. „Hér hefur alltaf verið einhvers konar skipu- lögð brotastarfsemi. Það er ekkert nýtt í því. Það að stíga fram núna með það sem einhver tíðindi á ekki við rök að styðjast.“ Vilja auknar heimildir til kortlagningar glæpahópa „Við verðum að muna það að við getum ekki varist glæpum með því að fórna okkar eigin mann- réttindum,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar- lögmaður, sem er andsnúinn hugmyndum um auknar rannsóknarheimildir. „Það er tilhneiging allra hernað- ar- og lögregluyfirvalda að fá sem mest völd, heimildir og peninga til að kaupa vopn og tæki og búnað og það sama á auðvitað við um æðstu yfirmenn stofnananna, þar á meðal varnarmála- og dómsmála- ráðherra eftir atvikum. Það er enginn vafi á því að ef Íslendingar ákveða að gjörbreyta heimildum lögreglunnar og æðstu yfirmanna dómsmála þá aukast mjög völd þeirra í samfélaginu. Hættan er sú, eins og alltaf, að valdið verði misnotað. Sagan kennir okkur að svona vald hefur verið misnotað hvarvetna þar sem það hefur verið veitt,“ segir Ragnar og vísar meðal annars til pólitískra hlerana hérlendis í Kalda stríðinu. Hann segir að áður þurfi að fara fram lýðræðisleg umræða, ekki bara meðal valdsmanna, heldur alls almennings, um það hvort hann vilji aukið eftirlit með sér. „Ég hygg að þetta muni ekki fá staðist lýðræðisleg viðhorf og kröfur eða þá stjórnskipulegu vernd sem við njótum samkvæmt stjórnar- skránni,“ segir Ragnar. FÓRNUM EKKI MANNRÉTTINDUM ÞÝSKIR VÍTISENGLAR Í skýrslu Ríkislögreglustjóra er sérstaklega vikið að vélhjóla- klúbbum sem eru að ná fótfestu hérlendis. Íslenski klúbburinn Fáfnir hefur stofnað til formlegra tengsla við alþjóðleg samtök Vítisengla, sem eru skilgreind glæpasam- tök. Meðlimir þeirra hafa margir hlotið dóma fyrir alvarlega glæpi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÁSGEIR KARLSSON BJÖRN BJARNASON LÚÐVÍK BERGVINSSON RAGNAR AÐALSTEINSSON FRÉTTASKÝRING STÍGUR HELGASON stigur@frettabladid.is krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.