Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 28
Álver á Bakka og jarðvarmavirkjanir á Norðausturlandi UMRÆÐAN Friðrik Sophusson skrifar um virkjanir Um nokkurra ára skeið hefur verið unnið að undirbúningi álvers við Húsavík. Hugmyndin nýtur mikils stuðnings heimamanna og góð sátt virðist ríkja á Norður- landi um staðarvalið. Hús- víkingar líta eðlilega til Fjarða- byggðar, en álverið þar hefur styrkt byggðina og bætt lífskjör- in. Nýlega voru endurnýjaðar viljayfirlýsingar um undirbúning- inn, þar sem Alcoa, Landsvirkjun, íslenska ríkið og sveitarfélögin ákveða að vinna að til- teknum verkefnum til að fá úr því skorið hvort hagkvæmt sé að reisa og reka álverið. Alcoa vinnur að umhverfismati fyrir álver og Landsvirkj- un kannar hvort nægileg orka sé fyrir hendi á nálægum háhitasvæðum. Þau háhitasvæði sem verið er að rannsaka eru Bjarnarflag, Krafla, Gjá- stykki og Þeistareykir. Um síðast- nefnda svæðið hefur verið stofn- að hlutafélag í eigu Orkuveitu Húsavíkur, Norðurorku, Lands- virkjunar og landeigenda. Vonast er til að rannsóknir leiði í ljós í lok næsta árs að nægileg orka sé fyrir hendi á svæðinu til að knýja álver, sem geti framleitt 250 þúsund tonn á ári. Rannsóknir á háhitasvæðum eru dýrar. Alcoa hefur samþykkt að taka þátt í þeim kostnaði og tekur þannig fjárhagslega áhættu með Landsvirkjun. Jafnframt tekur Alcoa þátt í rannsóknar- kostnaði íslenska djúpborunar- verkefnisins en tilgangur þess er að þróa aðferð til að margfalda orkugetuna með því að bora mun dýpra og vinna orku úr meiri jarðhita en áður hefur verið gert. Finnist meiri nýtanlegur jarð- varmi á fyrrgreindum háhita- svæðum og skili djúpborunar- verkefnið tilætluðum árangri getur Alcoa nýtt hluta þeirrar orku til að stækka álverið í 330- 350 þúsund tonn, sem er talin æskileg stærð álvers í dag. Álver á Bakka við Húsavík verð- ur án alls vafa lyftistöng fyrir hér- aðið. Störfum við fiskveiðar og fiskvinnslu hefur fækkað á undan- förnum árum vegna hagræðingar og minni aflakvóta. Álver leysir þó ekki allan vanda á Húsavík fremur en annars staðar. Starfræksla þess getur hins vegar orðið sú kjölfesta, sem þarf að vera fyrir hendi til að íbúarnir geti snúið vörn í sókn og aukið fjölbreytni í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu. Álver á Bakka veitir fjölda manns góð laun með beinum hætti en einnig verða til ýmiss konar þjónustustörf. Starfsemi þess gefur Landsvirkjun tækifæri til að flytja út raforku. Aukinn útflutn- ingur styrkir stoðir efnahagslífs- ins. Með því að nýta þann auð sem býr í endurnýjanlegri orku lands- ins leggjum við þannig grunn að þeim lífskjörum, sem þjóðin vill búa við. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. 28 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR FRIÐRIK SOPHUSSON UMRÆÐAN Einar Hugi Bjarnason skrifar um brottrekstrar- mál Þann 23. júní sl. féll athyglisverður úrskurður áfrýjunar- nefndar í kærumálum háskólanema í máli nr. 3/2008. Undirritaður gætti hagsmuna kæranda máls- ins sem snerist um brottrekstur hans úr námi frá Háskólanum á Bifröst. Upphaf málsins má rekja til þess þegar húsleit var gerð í nemendaíbúðum þriggja nem- enda við Háskólann á Bifröst þann 28. febrúar 2008. Um var að ræða umfangsmikla, samræmda lögregluaðgerð, gerða í samráði við háskólayfirvöld, þar sem lög- regla réðist til inngöngu í híbýli nemendanna með vopnaða sér- sveitarmenn og leitarhunda sér til fulltingis. Eftirtekja þessarar viðamiklu rannsóknaraðgerðar var rýr. Í nemendaíbúð kæranda fannst lítilræði af ætluðum fíkni- efnum sem kærandi kannaðist ekki við. Strax að kvöldi húsleitarinnar komst málið í hámæli í fjölmiðl- um þar sem umræddir nemendur voru nafngreindir og mynd birt af einum þeirra í DV. Það er óhætt að fullyrða að ekki hafi farið fram viðamikil rannsókn af hálfu háskólayfirvalda á aðild kæranda að málinu því strax morguninn eftir vísaði rektor honum úr skóla og gerði honum að rýma íbúð sína. Viku síðar eða þann 5. mars 2008 kom háskólaráð Háskólans á Bifröst saman. Á þeim fundi gerði kærandi háskólaráði grein fyrir því að deginum áður hefði samnemandi hans mætt á lög- reglustöðina í Borgarnesi að eigin frumkvæði og viðurkennt að hafa átt þau fíkniefni sem fundust við húsleitina. Þessari staðreynd var enginn gaumur gefinn af hálfu nefndarmanna því síðar sama dag staðfesti háskólaráð fyrri ákvörðun rekt- ors. Í framhaldi af ákvörðun háskólaráðs kærði skjólstæðing- ur minn brottreksturinn til áfrýj- unarnefndar í kærumálum háskólanema. Skemmst er frá því að segja að áfrýjunarnefndin felldi ákvörðunina úr gildi með úrskurði 23. júní sl. Að mati undir- ritaðs er það einkum tvennt sem athygli vekur í úrskurðinum. Í fyrsta lagi tekur nefndin af öll tvímæli um að einkaháskól- um, eins og Háskólanum á Bif- röst, beri að fara að megin reglum stjórnsýsluréttar þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og/ eða skyldur nemenda við skól- ann. Í öðru lagi er úrskurðurinn ótvíræður áfellisdómur yfir þeim vinnubrögðum sem háskólayfir- völd beittu í málinu, enda var niður staða áfrýjunarnefndarinn- ar sú að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu og meðal hófsreglu stjórn- sýsluréttar við meðferð málsins. Í úrskurði áfrýjunar- nefndarinnar er tekið fram að þegar ákvörðun háskólaráðs var tekin, hafi rannsókn lögreglu vart verið hafin og ekki hafi verið tekin eiginleg lögregluskýrsla af kær- anda. Jafnframt er á það bent að deginum áður en ákvörð- unin var tekin hafi samnemandi kæranda gefið skýrslu hjá lög- reglu og viðurkennt að eiga þau fíkniefni sem fundust í íbúð kær- anda. Því verði ekki annað séð en að háskólaráð hafi vart mátt byggja ákvörðun sína á því að kærandi hafi brotið lög. Að mati nefndarinnar hefði þurft að rann- saka aðild kæranda að málinu betur áður en ákvörðun um brott- vísun úr skóla var tekin og beita þá vægari úrræðum en því sem var mest íþyngjandi fyrir kær- anda, hafi skólinn talið ástæðu til að grípa til viðurlaga gagnvart kæranda. Ákvörðunin sem nú hefur verið felld úr gildi var gríðarlega íþyngjandi fyrir kæranda og kippti fótunum undan ungum manni sem hafði miðað allar sínar framtíðaráætlanir við það að ljúka námi við Háskólann á Bifröst. Kærandi varð auk þess fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna brottvísunarinnar svo ekki sé minnst á þá andlegu erfiðleika sem hann og fjölskylda hans hafa þurft að glíma við í kjölfarið. Nú er staða umbjóðanda míns sú að ákvörðun háskólaráðs hefur verið felld úr gildi en kennslu og prófum á vormisseri er jafn- framt lokið. Það erfiða verkefni bíður nú kæranda að endur- heimta mannorð sitt og vinna traust ættingja og vina. Kærandi getur eðli máls samkvæmt ekki hugsað sér að hefja nám að nýju við Háskólann á Bifröst og lái honum það hver sem vill. Hann hefur því eytt miklum tíma og fjármunum í nám sem hann sér ekki fram á að geta lokið. Þetta mál sannar hið fornkveðna að kapp er best með forsjá og mikil- vægi þess að þeim sem falin er stjórn menntastofnana haldi sig innan þeirra valdheimilda sem markaðar eru í lögum. Höfundur er lögmaður hjá ERGO lögmönnum. Óvönduð stjórnsýsla Háskólans á Bifröst EINAR HUGI BJARNASON Álver leysir þó ekki allan vanda á Húsavík fremur en annars staðar. Starfræksla þess getur hins vegar orðið sú kjölfesta, sem þarf að vera fyrir hendi til að íbúarnir geti snúið vörn í sókn... Ákvörðunin sem nú hefur verið felld úr gildi var gríðarlega íþyngjandi fyrir kæranda og kippti fótunum undan ungum manni sem hafði miðað allar sínar framtíðaráætlanir við það að ljúka námi við Háskól- ann á Bifröst. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur útbúið miða til að merkja húsnæði þar sem gaskútar til heimilisnota eru geymdir. Komi upp eldur er mikilvægt að slökkviliðsmenn geti áttað sig á hvort gaskútar eru í húsnæðinu því af þeim getur stafað mikil sprengihætta. Dreifing miðanna fer fram í samvinnu við bensínstöðvar og verslanir sem selja gas og búnað vegna þess. Unnt er að fá eins marga miða og þörf krefur. SHS hvetur þá sem geyma gaskúta innan dyra til að nota límmiðana samkvæmt leiðbeiningum í bæklingi sem fylgir þeim. Í bæklingnum er einnig að finna áríðandi skilaboð um gas og meðferð þess. Skógarhlíð 14 · 105 Reykjavík sími 528 3000 · shs@shs.is · www.shs.is Ráðgjöf og nánari upplýsingar Forvarnasvið SHS veitir fúslega ráðgjöf og upplýsingar í gegnum síma eða tölvupóst. Ítarlegar upplýsingar er einnig að finna á www.shs.is. VARÚÐ –GAS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.