Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 26
26 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hvernig er bezt að vísa drukknum manni til dyra? Á að vísa honum á rangar dyr í þeirri von, að hann rambi þá á réttu dyrnar? Þetta er klassískur vandi í hagstjórn: ráðgjafinn þarf stundum að benda á krókaleiðir að settu marki, ef ráðþegarnir slaga. Þessi saga kemur í hugann nú, því að gamall vinur minn, grandvar embættismaður til margra ára, spurði mig um daginn, hvort einhverjir kynnu að telja það vitna um tvísögu að lýsa eftir auknum gjaldeyrisforða Seðlabankans eins og ég hef gert við og við frá 1999 og vara nú einnig við hættunni á því, að Seðlabankinn eyði auknum forða í vitleysu með því að reyna að verja gengi krónunnar eðlilegu falli. Að tíma ekki að tryggja fyrr en eftir á Frá mínum bæjardyrum séð er ekki um neina tvísögu að tefla. Þegar ég lýsi eftir auknum gjaldeyrisforða, miða ég áskorun- ina við seðlabankastjórn, sem þekkir muninn á háu gengi og lágu. Hinn kosturinn hefði verið að horfa fram hjá of litlum forða, láta sem allt væri í góðu lagi og bíða gengisfalls. Síðari kosturinn hefði verið ótækur, þar eð gengisfall er iðulega eins og öngull í laginu: þegar gengið lætur undan, fellur það niður fyrir eðlilegt mark, stundum langt, og rís síðan aftur upp við dogg. Gjaldeyrisforðann þarf að nota til að jafna gengissveiflur og draga úr offalli gengisins, en ekki til að hamla gengisfalli, ef gjaldmiðilinn var of hátt skráður fyrir. Seðlabanki með of rýran gjaldeyrisforða er eins og húseigandi, sem tímir ekki að tryggja húsið sitt. Einkavæðing með rússnesku ívafi Sami embættismaður sagði við mig: „Þú sakar Sjálfstæðisflokk- inn með réttu um að gapa upp í brezka íhaldsmenn og bandaríska repúblikana og gleypa allt hrátt, en varst þú sjálfur ekki einn af þeim, sem á sínum tíma mæltu hvað mest fyrir skjótri einkavæð- ingu fyrir austan tjald og einnig hér heima?“ Jú, ég kannast við það. Í skýrslu til viðskiptaráð- herra (sjá bók mína Hagkvæmni og réttlæti, 1993, bls. 130-142) mælti ég með einkavæðingu með dreifðri eignaraðild og ýmsum öðrum varnöglum. Um þetta sagði ég (bls. 132): „Hér heima þarf að gæta þess vandlega ekki síður en þar austur frá að búa þannig um hnútana í löggjöf og leikreglum, að tryggt sé, að fáein fjársterk fyrirtæki eða einstaklingar geti ekki lagt undir sig banka og önnur fyrrverandi ríkisfyrirtæki og komið í veg fyrir heilbrigða samkeppni á lánamarkaði. Jafnframt þarf að tryggja það með tiltækum ráðum, að ríkis- bankar og önnur ríkis fyrirtæki séu ekki seld þóknanlegum viðskiptavinum stjórnvalda við sérstökum vildar kjörum, það er undir eðlilegu markaðsverði, svo sem nokkur brögð hafa verið að í Austur-Evrópu.“ Ég gerði ráð fyrir stjórnvöldum, sem myndu ekki neyta lags til að maka krókinn og mylja undir einkavini sína og vandamenn. Átti ég heldur að leggjast gegn einkavæðingu með öllu því óhagræði, sem fylgt hefði óbreyttum ríkisbankarekstri? – og bíða þess, að stjórnmálastéttin tæki tilskildum framförum. Nei. Ég lýsti heldur eftir heilbrigðri einkavæðingu og reyndi jafn- harðan að vekja athygli á gallaðri framkvæmd hennar eftir því sem tilefni gáfust til. Þau reyndust ærin bæði í Austur-Evrópu og á Íslandi. Hæstiréttur felldi fyrir nokkru úrskurð þess efnis, að framkvæmd útboðs ríkisins á tæplega 40 prósenta hlut þess í Íslenskum aðalverktökum 2003 hafi verið ólögmæt. Fulltrúi utanríkisráðherra í fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu og síðar formaður nefndarinnar sat báðum megin við borðið, þar eð hann var einnig formaður stjórnar Íslenskra aðalverktaka. En þrátt fyrir spillingarhættuna kom ekki til álita að leggjast gegn einkavæðingu, þegar færi gafst, ekki frekar en í Rússlandi og annars staðar um Austur- Evrópu, enda gerðu það fáir. Vladímir Pútín, forseti Rússlands 2000-2008, réðst gegn sérdrægn- inni og spillingunni, sem fylgdi einkavæðingunni þar austur frá, og beitti fyrir sig hlutdrægu dómskerfi og öðrum meðulum. Langflestum Rússum líkar það vel, öðrum miður. Börnin sitja í súpunni Alþingi hefur heimilað fjármála- ráðherra að taka stórt lán til að auka gjaldeyrisforða Seðlabank- ans. Lánið nemur 6,3 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu á Íslandi. Þetta er viðskilnaður ríkisvaldsins eftir uppsveifluna. Ríkissjóður hefði átt að skila drjúgum afgangi í uppsveiflunni og safna eignum, en hann gerði það ekki. Nú hefur ríkisstjórnin ekki önnur ráð en að taka eitt lánið enn. Lántaka ríkissjóðs er óbrigðul ávísun á skattheimtu síðar. Börnin okkar sitja í súpunni. Listin að vísa til vegar Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON Gjaldeyrismál UMRÆÐAN Birkir Jón Jónsson skrifar um Fjölsmiðjuna í Kópavogi Frá árinu 2001 hefur Fjölsmiðjan í Kópavogi sinnt fjölbreyttum hópi ungs fólks sem á það flest sammerkt að hafa ekki fundið sig í innan skólakerfisins. Í Fjöl- smiðjunni eru fjölbreyttar starfsdeildir þar sem ungt fólk stundar atvinnu við ýmsar deildir, s.s. raf-, hönnunar-, trésmíða-, tölvu- og prentdeild. Rúmlega 300 ungmenni hafa útskrifast frá Fjölsmiðjunni á tímabilinu og sýna kannanir að um 80% þess hóps fóta sig vel í lífinu í framhaldinu. Það er staðreynd að skólakerfið eins og það er í dag hent- ar ekki endilega öllum og því er Fjölsmiðjan mikilvægur þáttur í því að koma til móts við þarfir ungs fólks á Íslandi í dag. Fjölsmiðjan hefur orðið til þess að auka lífsgæði og möguleika rúmlega 300 einstaklinga á síðustu sjö árum. Það er út af fyrir sig ómetanlegt. Staðan nú er hins vegar sú að sá húsakostur sem Fjölsmiðjan býr við er með öllu óviðunandi. Um er að ræða húsnæði sem er á undanþágu vegna brunavarna og í ákveðnum vindáttum er húsið hriplekt. Ég er þess fullviss að ekkert foreldri myndi sætta sig við að senda barnið sitt í grunn- eða framhaldsskóla sem væri starfræktur við slíkar aðstæður. Þá er nærtækt að spyrja sig, eru þeir einstakling- ar sem stunda sitt starfstengda nám við Fjölsmiðjuna eitthvað síðri en nemendur í grunn- eða framhaldsskólum almennt? Að sjálfsögðu er svo ekki og því er stórundar- legt að nú standi einvörðungu á ríkisstjórn- inni að bæta þar úr. Sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu hafa boðist til að greiða hluta af nýju húsnæði en svo mánuðum skiptir hefur ríkisstjórnin ekki gefið afdráttarlaust svar um hvort eða hvernig hún muni koma að kostnaðarþátttöku. Ég spurði Jóhönnu Sigurðardóttur út í húsnæðis- mál Fjölsmiðjunnar á Alþingi fyrr á þessu ári og lýsti hún því yfir að þessi mál væru til skoðunar á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Nú heyri ég sagt að málið standi fast í fjármálaráðuneytinu. Það er algjörlega óviðunandi að starfsfólk Fjölsmiðjunnar þurfi að bíða svo mánuðum skiptir eftir svörum frá stjórnvöldum. Ég vona innilega að ríkisstjórnin reki nú af sér slyðruorðið og leysi húsnæðisvanda Fjölsmiðjunnar í Kópavogi. Höfundur er alþingismaður. Vandi fjölsmiðjunnar BIRKIR JÓN JÓNSSON Einleikjahátíð XS Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfis- ráðherra segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra fara með rangt mál þegar hann segir að þingflokkur Sam- fylkingarinnar hafi lagt blessun sína yfir að framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka. Össur hefur sagt að áður en viljayfirlýsingin var undirrituð hafi málið verið tekið upp á þingflokks- fundi Samfylkingarinnar, að viðstödd- um umhverfisráðherra, og enginn hreyft mótmælum. Þórunn segir hið rétta vera að engin ákvörðun hafi verið tekin um viljayfirlýsinguna á fundinum, heldur „rætt almennt um hvað væri í pípunum“. Það getur vel verið. En gat Þórunn samt ekki mótmælt – svona á almennum nótum? Spjöld sögunnar Garðar Örn Hinriksson knattspyrnu- dómari sló met á mánudag þegar hann gaf sitt níunda rauða spjald það sem af er leiktíðinni. Til hamingju með það. Í mörgum íþróttagreinum tíðkast að verðlauna afreksmenn með fallegum klæðnaði – kylfingar vinna til dæmis gyllta jakka og hjólreiðamenn snotrar treyjur. Hvað ef út búinn væri glæsi- legur serkur fyrir knatt- spyrnudómara sem skara fram úr – sérstakur spjald- kyrtill? Skýlaust brot Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra á þriðjudag og var heimsóknin afar vel heppnuð að mati Haraldar Johannes- sen ríkislögreglustjóra. Myndir frá heimsókninni bera líka með sér að andrúmsloftið hafi verið létt og afslappað – svo afslappað að enginn kippti sér upp við það þótt Sig- ríður B. Guðjónsdóttir aðstoðar- ríkisslögreglusstjóri klæddist silfurgráum, háhæluðum skóm með mjórri tá við einkennis- búninginn. Það er skýrt brot á reglugerð um einkennis- fatnað lögreglumanna, sem kveður á um að skór skuli vera svartir og lágir. bergsteinn@frettabladid.isÍ stað þess að tala um stjórnmál á beinum ás frá hægri til vinstri segja margir að hægri-vinstri ásinn sé nánast hringur. Ástæðan er sú þeir sem eru yst á hvorum væng eru nánast sammála um útkomuna. Ágreiningurinn snýst um hugmyndafræðina þar á bak við. Helsta dæmið um þetta í íslenskum stjórnmálum er andstaðan við aðild að Evrópusambandinu, þar sem hægri og vinstri menn sameinast í andstöðunni, gegn miðjunni. Fáir hafa þó gengið jafn langt og Ögmundur Jónasson alþingismaður gerði í gær og hvatt til þess að endurskoða aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Hægrimennirnir, sem og aðrir, hafa þó eflaust þurft að marglesa ástæðurnar sem Ögmundur gaf fyrir endur- skoðuninni; að ríkjandi markaðshyggja innan Evrópusambands- ins sé að brjóta hér allt niður sem heitir samfélag. Á undanförnum áratugum hafa vestræn stjórnmál færst í átt til aukinnar markaðsvæðingar. Miðjan er ekki lengur á sama stað og hún var 1950 eða jafnvel 1980. Ástæðan fyrir því er margþætt. Hrun Sovétríkjanna á sinn þátt í að öfgarnar til vinstri þykja ekki lengur fýsilegar. Mun raunsærri skýring felst í vaxandi milli- stétt og þróun samfélaga úr framleiðslusamfélögum í þjónustu- samfélög. Með þessari þróun breyttist hinn „venjulegi kjósandi“ og þar með massi kjósenda í miðjunni sem stjórnmálaflokkar reyna að ná til. Að ná til fjöldans skiptir máli til að stjórnmála- flokkar geti haft áhrif. Þrátt fyrir að Evrópusamstarfið byggi meðal annars á frjálsu flæði viðskipta hefur það ekki haft slík afgerandi áhrif á þróun í átt að markaðsvæðingu samfélaga. Áhugavert væri að heyra hvernig félagar Ögmundar í verka- lýðshreyfingunni taka þessari analýsu hans á Evrópusamband- inu. Í það minnsta kemst Ögmundur að sömu niðurstöðu og talsmenn nýfrjálshyggjunnar í Evrópu. Að endurskoða þurfi evrópska samstarfið vegna utanaðkomandi afskipta. Talsmönnum nýfrjálshyggjunnar finnast afskiptin hins vegar vera einum of sósíalísk þegar verið er að gefa út samevrópskar reglugerðir um vinnuvernd og neytendavernd. Reglur sem Íslendingar þurfa að gangast undir. Öruggt er að ekki er hægt að halda og sleppa í Evrópusamstarfinu þannig að eitthvert samstarf eigi sér stað án sameiginlegra reglna um frjáls viðskipti. Endurskoðun á því samstarfi sem við eigum væri því úrsögn úr Evrópska efnahags- svæðinu með öllum þeim kostum sem samstarfinu fylgja. Að minnsta kosti þarf mun nánari útlistun á skaðsemi samstarfsins til að hægt sé að taka þingmanninn alvarlega. Hvað svo sem fólki finnst um niðurstöðu ESA um að almenn lán Íbúðalánasjóðs brjóti í bága við EES-samninginn, eru líklega langflestir á þeirri skoðun að samningurinn hafi mun fleiri kosti en ókosti. Jafnvel hörðustu andstæðingar ESB-aðildar, líkt og for- svarsmenn Heimssýnar, hafa ekki viljað úr Evrópusamstarfinu, eða endurskoða það. Samstarfið hefur gefið okkur, sem samfélagi, aukna möguleika til að fara og vinna, starfa og stunda viðskipti þar sem við viljum innan Evrópu. Leiðin áfram væri aukið sam- starf, en ekki að taka skrefið til baka. Meint markaðshyggja ESB: Þegar svart verður hvítt SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.