Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Yfirmaður greiningardeildar banka kom í sjónvarp og spáði um framtíðina. Hann byrjaði á að segja „Ég vill...“ Það þykir varla lengur saga til næsta bæjar þótt formælendur bankanna ráði ekki við einföldustu grundvallaratriði íslensks máls. Það hefur komið í ljós að áhafnir íslenskra banka þjást af djúpstæðum, almennum menntunarskorti sem væri hægt að fyrirgefa ef þær væru ofsalega góðar í því að reka banka. En í því eru þær bölvaðir amatörar ef marka má þá sem vit hafa. FYRIR nokkru opnaði núverandi blaðamaður á Fréttablaðinu vett- vang þar sem hægt er að nöldra yfir okri og dýrtíð. Nú er líka hægt að nöldra á prenti. Nöldrinu er nokkur upphefð að því. Það þykir eðlilegt og sjálfsagt að nöldra yfir verði á prenthylkjum, rafhlöðum og tveggja lítra kóki. Slíkt nöldur er þó ekkert annað en hrein tímasóun í hinu stóra samhengi hlutanna. ÞAÐ er ekki bara málfarið sem er lakt hjá íslensku bönkunum um þessar mundir. Siðferðið er verra. Í UNDANFARA síðustu kreppu hreinsuðu vanhæfir lánafulltrúar skrifborðin sín með því að ljúga því að fólki að það væri meiri áhætta að kaupa ekki í Decode en að kaupa. Í undanfara þessarar kreppu hlupu menn um og otuðu að fólki myntkörfum eins og páskakanínur á amfetamíni. Mynt- körfurnar reyndust litlir Tróju- hestar. Í gegnum þær gat bankinn seilst í peningabuddu eigandans eftir þörfum í framtíðinni. FJÖLDI fólks situr nú með sárt ennið vegna skítlegs eðlis van- kunnandi og fégráðugra banka- manna. En það skrifar ekki á okur- síður eða í Velvakanda. Það má enginn vita að maður er í krögg- um. Peningavandræði eru ein- hvern veginn alltaf manni sjálfum að kenna. Annað hvort er maður heimskur eða í einhverri óreglu. SAMFÉLAGIÐ er fullt af ófang- elsuðum kynferðisbrotamönnum. Þeir ganga lausir vegna þess að fórnarlömbunum þykir skammar- legt að segja frá. Og óþokkarnir kunna að hagnýta sér þetta. Í stað- inn fyrir að játa hörmungarnar verða fórnarlömbin þunglynd og skapstygg. Nöldra yfir smámun- um. Á SAMA hátt kvartar enginn yfir bankanum sínum. Það er svo skammarlegt. En menn tryllast þegar menn sjá að kaupmaðurinn á horninu rukkar 300 krónur fyrir flösku af tómatsósu þegar hægt er að fá hana á íbei fyrir 150. „Ég vill...“ BAKÞANKAR Ólafs Sindra Ólafssonar 3.11 13.31 23.52 2.08 13.16 0.22 Í dag er fimmtudagurinn 3. júlí, 186. dagur ársins. ÚTSALA !!! 3G net frá Vodafone Lifðu núna Með 3G neti Vodafone ertu alltaf í besta mögulega netsambandi. Enginn stofnkostnaður, mánaðar- gjald 1.990 kr. í 12 mánuði. Innifalið er 1 GB af gagnamagni innanlands. Fáðu þér 3G net strax í dag í næstu verslun Vodafone. Nánari upplýsingar í 1414 og á vodafone.is. Vertu í góðu netsambandi á ferðalaginu F í t o n / S Í A F I 0 2 6 3 6 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.