Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 35
[ ] Á næstu árum ætlar bílafram- leiðandinn Mazda að verða grænni og léttari. Mazda hefur sett sér það að mark- miði að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða sinna um þrjátíu prósent fram til ársins 2015. Í þessu sjö ára markmiði Mazda felast margar tækninýjungar og fram á sjónar- sviðið munu koma ný og vistvæn hráefni við framleiðsluferlið. Helstu breytingar verða þær að allir Mazda-bílarnir verða 100 kíló- um léttari en þeir eru í dag og vél- arnar vistvænni. Með því að létta bifreiðarnar dregur sjálfkrafa úr eyðslu og eykst þá kraftur þeirra og úthald. Þessi aðgerð felur meðal annars í sér að létt hráefni á borð við visthæft plast, verður framleitt á næstu árum og notað í bílana til að létta þá. Þriggja laga málningarsprautu- kerfið er eitt af því sem mun létta bifreiðarnar og gera þær vist- vænni. Þessi aðferð dregur einnig úr útblástursmengun í framleiðslu- ferlinu. Nýtt lausagangsstöðvunar- kerfi mun minnka eldsneytisnotk- un við gangsetningu um sjö til átta prósent og nýjar E85-vélar og dísil- vélar, munu auka sparneytnina um tuttugu prósent. Svona aðgerðir er Mazda ekki að fara út í í fyrsta skipti því á undan- förnum sjö árum bættu þeir spar- neytni bíla sinna á Japansmarkaði, einnig um þrjátíu prósent. Því verð- ur gaman að fylgjast með hvernig tekst til með þetta langtímamark- mið Mazda. - mmr Aukin sparneytni Citroën-braggi lifir NÝR HUGMYNDABÍLL HEFUR VERIÐ HANNAÐUR AF PAOLO MARTIN SEM KALLAST CITROËN 2CV. Skemmtilegt þykir að nýi hug- myndabíllinn frá Citroën ber sama nafn og gamli góði bragginn sem var hannaður af Flaminio Bertoni og framleiddur á árunum 1949 til 1990. Hugmyndabíllinn byggir á sama grunni og Citroën C4 en innri hönnun og þægindi standast nútíma kröfur. Árið 1936 var Flaminio Bert- oni, sem vann sem hönnuður hjá Citroën, falið það verkefni að hanna ódýran bíl sem átti að þjóna frönsku sveitafólki. Sá bíll átti að geta rúmað fjórar mann- eskjur og sextíu kíló af farangri. Vélin sjálf átti að búa yfir 375 cc slagrými. Eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar var endanleg útgáfa bílsins tilbúin og síðan þá hafa hátt í tíu milljónir eintaka af Citro- ën 2CV verið seldar. Paolo Martin reyndi eftir bestu getu að ná fram svipuðum stíl í nýja hugmyndabílnum og í gamla bragganum. Einnig var reynt að bæta við nútímalegum þægind- um og tækni. Paolo Martin segir sjálfur að hugmyndin sé byggð á gamla óaðlaðandi bragganum, sem var frábær bíll, en nýi hug- myndabíllinn sé hannaður án tak- markana og ytri áhrifa. Einföld ljós sem svipar til hönnunar á fyrstu frumgerð 2CV árið 1936 eru á nýja hugmyndabíln- um. - mmr Bílpróf er nokkuð sem margir hlakka til að fá. Áður en bíl- prófið er tekið er gott að æfa sig á ýmsum atriðum sem tengjast umferðinni. Á síðum tryggingafélaganna er hægt að taka bílpróf á netinu til að fara yfir atriði sem eru óljós. Framtíðarmarkmið bílaframleiðandans Mazda eru skýr og hljóða upp á meiri spar- neytni og umhverfisvernd. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Bónval Súðavogi 32, 104 Reykjavík S: 557 6460 Bón og bílhreinsivörur Opnunartími Mán - Föst. 10-18 Laugardaga 11-14 Íslensk-Bandaríska ehf kynnir DODGE CHALLENGER SRT8 FIRST EDITION Fáum eftir langa bið einn svartan og einn orrange í næstu viku báðir með öllum aukahlutum Funahöfða 1 • S ími 534 4433 • 110 Reyk jav ík Opið mán. til fös. kl 10-18:30 is-band@isband.is www.isband.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.