Fréttablaðið - 03.07.2008, Side 35

Fréttablaðið - 03.07.2008, Side 35
[ ] Á næstu árum ætlar bílafram- leiðandinn Mazda að verða grænni og léttari. Mazda hefur sett sér það að mark- miði að draga úr eldsneytisnotkun bifreiða sinna um þrjátíu prósent fram til ársins 2015. Í þessu sjö ára markmiði Mazda felast margar tækninýjungar og fram á sjónar- sviðið munu koma ný og vistvæn hráefni við framleiðsluferlið. Helstu breytingar verða þær að allir Mazda-bílarnir verða 100 kíló- um léttari en þeir eru í dag og vél- arnar vistvænni. Með því að létta bifreiðarnar dregur sjálfkrafa úr eyðslu og eykst þá kraftur þeirra og úthald. Þessi aðgerð felur meðal annars í sér að létt hráefni á borð við visthæft plast, verður framleitt á næstu árum og notað í bílana til að létta þá. Þriggja laga málningarsprautu- kerfið er eitt af því sem mun létta bifreiðarnar og gera þær vist- vænni. Þessi aðferð dregur einnig úr útblástursmengun í framleiðslu- ferlinu. Nýtt lausagangsstöðvunar- kerfi mun minnka eldsneytisnotk- un við gangsetningu um sjö til átta prósent og nýjar E85-vélar og dísil- vélar, munu auka sparneytnina um tuttugu prósent. Svona aðgerðir er Mazda ekki að fara út í í fyrsta skipti því á undan- förnum sjö árum bættu þeir spar- neytni bíla sinna á Japansmarkaði, einnig um þrjátíu prósent. Því verð- ur gaman að fylgjast með hvernig tekst til með þetta langtímamark- mið Mazda. - mmr Aukin sparneytni Citroën-braggi lifir NÝR HUGMYNDABÍLL HEFUR VERIÐ HANNAÐUR AF PAOLO MARTIN SEM KALLAST CITROËN 2CV. Skemmtilegt þykir að nýi hug- myndabíllinn frá Citroën ber sama nafn og gamli góði bragginn sem var hannaður af Flaminio Bertoni og framleiddur á árunum 1949 til 1990. Hugmyndabíllinn byggir á sama grunni og Citroën C4 en innri hönnun og þægindi standast nútíma kröfur. Árið 1936 var Flaminio Bert- oni, sem vann sem hönnuður hjá Citroën, falið það verkefni að hanna ódýran bíl sem átti að þjóna frönsku sveitafólki. Sá bíll átti að geta rúmað fjórar mann- eskjur og sextíu kíló af farangri. Vélin sjálf átti að búa yfir 375 cc slagrými. Eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar var endanleg útgáfa bílsins tilbúin og síðan þá hafa hátt í tíu milljónir eintaka af Citro- ën 2CV verið seldar. Paolo Martin reyndi eftir bestu getu að ná fram svipuðum stíl í nýja hugmyndabílnum og í gamla bragganum. Einnig var reynt að bæta við nútímalegum þægind- um og tækni. Paolo Martin segir sjálfur að hugmyndin sé byggð á gamla óaðlaðandi bragganum, sem var frábær bíll, en nýi hug- myndabíllinn sé hannaður án tak- markana og ytri áhrifa. Einföld ljós sem svipar til hönnunar á fyrstu frumgerð 2CV árið 1936 eru á nýja hugmyndabíln- um. - mmr Bílpróf er nokkuð sem margir hlakka til að fá. Áður en bíl- prófið er tekið er gott að æfa sig á ýmsum atriðum sem tengjast umferðinni. Á síðum tryggingafélaganna er hægt að taka bílpróf á netinu til að fara yfir atriði sem eru óljós. Framtíðarmarkmið bílaframleiðandans Mazda eru skýr og hljóða upp á meiri spar- neytni og umhverfisvernd. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Bónval Súðavogi 32, 104 Reykjavík S: 557 6460 Bón og bílhreinsivörur Opnunartími Mán - Föst. 10-18 Laugardaga 11-14 Íslensk-Bandaríska ehf kynnir DODGE CHALLENGER SRT8 FIRST EDITION Fáum eftir langa bið einn svartan og einn orrange í næstu viku báðir með öllum aukahlutum Funahöfða 1 • S ími 534 4433 • 110 Reyk jav ík Opið mán. til fös. kl 10-18:30 is-band@isband.is www.isband.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.