Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 33
[ ] Nú þegar sumarið er komið og sólin hækkar á lofti flykkist fólk út til að ná í sem flesta sólar- geisla. Ein helsta orsök sortuæxlis er sólin, því er nauðsynlegt að fara varlega. Á árunum 2001-2005 greindust 166 manns með sortuæxli hér á landi meðan á árunum 1956-1960 greindust átta tilfelli. Aukningin er því gífurleg. Sortuæxli er litfrumukrabbamein en litfrumur gefa húðinni lit eftir sólargeislun. Fæðingarblettir sem eru óreglulegir eiga þátt í myndun sortuæxla og þarf fólk með óreglulega fæðingarbletti að fylgjast vel með sínum blettum. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins- félags Íslands, segir að helsta ástæða fleiri tilfella sortuæxla sé aukin vera í sól og notkun ljósa- bekkja. „Þegar haldið er í sólina er nauðsynlegt að hlífa sér vel með fatnaði og nota sterka sólarvörn,“ segir Guðrún um hvernig fyrirbyggja megi sortu- æxli. Spurð um hvernig fólk eigi að haga blettaskoðun segir hún að besta ráðið sé að þekkja sinn eigin lík- ama. „Þegar farið er í bað er gott að taka spegil og skoða líkamann og fá hjálp til að skoða þá staði sem erfitt er að sjá, eins og bakið og leita til lækn- is ef eitthvað grunsamlegt finnst.“ Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins, www.krabb. is má finna upplýsingar um hvað þarf að hafa í huga við sjálfsskoðun. sigridurp@frettabladid.is Sjálfsskoðun nauðsynleg Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir nauðsynlegt að við þekkjum okkar eigin líkama. FRETTABLAÐIÐ/ANTON Vatn er án efa hollasti svaladrykkurinn. Vatn er líkamanum lífs- nauðsynlegt og við getum ekki lifað án þess nema í nokkra daga. Við fáum vatn úr kjöti, fiski, grænmeti og öðrum matvælum en mest fáum við úr drykkjum. Gott er fyrir manneskjur að skoða líkamann einu sinni í mánuði og leita eftir breytingum. 1. Skoðið húðina framan og aftan á líkamanum og síðan til hliðanna með handleggina upprétta. 2. Skoðið fótleggina aftanverða og fæturna, iljarnar og milli tánna. 3. Skoðið hálsinn og hársvörðinn 4. Skoðið bak og þjóhnappa. Þeir sem hafa óreglulega fæðingarbletti, sérstaklega ef sortuæxli er í ættinni, fá fremur sortuæxli en aðrir. Einnig eiga þeir sem fengið hafa eitt sortuæxli meiri hættu á að fá annað. Mikilvægt er að þetta fólk sé skoðað reglulega. Greining á óreglulegum fæðingarblettum byggist á læknis skoðun, sem er staðfest með sýnatöku og vefja- rannsókn. Þess vegna er mikilvægt að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð, eins og blettir sem stækka, eru mjög dökkir eða breyta um lit. MÁNAÐARLEG SJÁLFSSKOÐUN: Löng sólböð geta verið varasöm. Mörkinni 6, s. 588 5518 DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is ÍTR námskeið í fullum gangi. Velkomin(n) að skrá þig núna. SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.