Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 72
52 3. júlí 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Níunda umferðin hófst 11. júní þegar Fjölnir vann Fylki 1-0 sem var annar leikurinn í taphrinu Fylkis sem enn stendur yfir. Dramatíkin var mest í Kríunni, KR-ÍA. Umdeild mörk og umdeild rauð spjöld hafa ollið miklu fjaðrafoki. Garðar Örn dómari baðaði sig í sviðsljósinu og segist hreinlega ekki geta gengið óáreittur um götur Reykjavíkur lengur. Leikir liðanna hafa oft verið fjörugir og þessi olli nákvæmlega engum vonbrigðum. FH-ingar sýndu mikla seiglu með 2-1 sigri á Fram. Bikarmeistararnir eru á toppnum með þriggja stiga forystu. Tommy Nielsen er í liði umferðar- innar í fimmta sinn í sumar, sem segir sitt um styrk FH-varnar- innar. Svo virðast Hafnar- fjarðarpiltar alltaf geta skorað mörk. Valsarar bitu frá sér og unnu Þrótt sannfærandi 3-0. Innkoma Guð- mundar Benediktssonar breytti miklu fyrir Val. Grindvíkingar og HK berjast í bökkum í kjallar- anum og sættust á jafnan hlut suður með sjó á meðan Keflvíkingar töpuðu stigum annan leikinn í röð. 2-2 jafntefli þeirra gegn Blikum var frábær skemmtun. 9. UMFERÐ LANDSBANKADEILDAR KARLA: FH TEKUR ÞRIGGJA STIGA FORYSTU Krían olli engum vonbrigðum TÖLURNAR TALA Flest skot: 23, KR Flest skot á mark: 11, KR Fæst skot: 5, Fram Hæsta meðaleink.: 6,83 Fjölnir Lægsta meðaleink.: 4,55 ÍA Grófasta liðið: 26 brot, ÍA Prúðasta liðið: 7 brot, Grindav. Flestir áhorf.: KR-ÍA, 2.011 Fæstir áhorf.: Grindvík-HK, 610 Áhorfendur alls: 6.315 > Besti dómarinn: Þrír dómarar fengu einkunnina sjö hjá Frétta blaðinu. Það voru Kristinn Jakobsson, Einar Örn Daníelsson og Jóhannes Valgeirsson. Kjartan Sturluson (2) Tommy Nielsen (5) Óli Stefán Flóventsson Auðun Helgason (3) Gunnar Már Guðmundsson (3) Jónas Guðni Sævarsson (2) Óskar Örn Hauksson (2) Arnar Grétarsson (4) Andri Steinn Birgisson Arnar Gunnlaugsson Guðmundur Benediktsson > Atvik umferðarinnar Garðar Örn Hinriksson gerði hlé á leik KR og ÍA til að reka Guðjón Þórðarson lengra upp í stúku eftir að hann fékk reisupassann. Guðjón færði sig um fimm metra eftir nokk- urt þóf og leik var haldið áfram. > Ummæli umferðarinnar „Það var uppálagt hjá okkur fyrir leik að láta dómarann eiga sig og vera ekki í neinum orðaskiptum við þá,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, eftir tapið gegn KR. Guðjón fékk rautt spjald fyrir að eiga í orðaskiptum við dómarann og tveir leikmenn sem sáu rautt fengu annað gula spjaldið sitt fyrir að tjá sig of gróft að mati Garðars Hinrikssonar. FÓTBOLTI Tommy Nielsen var nálægt því að hætta afskiptum af knattspyrnu fyrir nokkrum árum til að ganga í lögregluskóla í Dan- mörku. Sem betur fer fyrir FH snerist honum hugur. Hann hefur verið einn allra besti leikmaður Landsbankadeildarinnar í sumar og fyrir frammistöðu sína í 2-1 sigrinum á Fram hlýtur hann nafnbótina leikmaður umferðar- innar hjá Fréttablaðinu. Það var kominn tími á Tommy, sem hefur verið fimm sinnum í liði umferðarinnar. „Ég veit ekki hvort ég á það skilið,“ sagði Tommy, sem talar orðið fína íslensku eftir fimm ára veru á Íslandi. Hann er nýorðinn 36 ára gamall og er ekkert að hægja á sér. „Það versta sem ég gæti gert væri að hægja eitthvað á mér vegna aldursins. Ég hlusta auðvit- að á líkamann en ég æfi alveg jafn mikið og aðrir leikmenn. Ég er kannski ekki eins og ég sé 25 ára daginn eftir leik en þess á milli er ég það líklega,“ sagði Tommy glaðbeittur en hann er í afar góðu formi um þessar mundir. „Það er betra en í fyrra. Það munaði miklu að meiðast ekkert og ná öllu undirbúningstímabil- inu. Annars lít ég bara svona vel út af því að liðið er svo gott,“ sagði hann, hógværðin uppmáluð. FH-liðið fékk nýjan þjálfara eftir síðasta tímabil. Heimir Guð- jónsson er tekinn við skútunni sem Ólafur Jóhannesson stýrði af miklum myndarskap í fimm ár. „Óli gerði frábæra hluti í fimm ár en það var nauðsynlegt að fá nýtt blóð inn. Heimir hefur staðið sig frábærlega og breytingin var það besta sem gat komið fyrir klúbb- inn,“ segir Tommy, sem hælir Heimi fyrir störf sín. Hann viðurkennir líka að það hafi verið sárt að horfa á eftir titl- inum til Valsmanna á síðasta tímabili eftir að hafa trónað efst á töflunni í fimmtán umferðir af átján. „Það var virkilega erfitt og hungrið í að endurheimta titilinn drífur okkur áfram núna.“ Hann segir reynsluna hjálpa sér mikið, hún bæti upp fyrir það sem hann hafi tapað. Augljósast væri að benda þar á hraðann hjá 36 ára gömlum manninum en hann játar það ekki svo glatt. „Mér finnst ég ekki hafa tapað miklum hraða á síðustu tíu árum. Ég hef bætt það upp með reynsl- unni og auknum leikskilningi en það hægist ekki svo glatt á manni þegar manni tekst að halda skrokknum heilum,“ segir Tommy, sem segir sinn helsta veikleika líklega vera hægri fótinn. „Ég gæti verið betri með honum.“ Nielsen vill sem minnst segja um framhaldið á ferlinum, hann gerir aðeins eins árs samning í senn. „Ég er orðinn það gamall að ég tek bara eitt tímabil í einu. Eftir tímabilið athugum við hvort þeir vilja ráða gamlan mann áfram og ég athuga hvort það sé þess virði að halda áfram. Eins og staðan er núna hef ég mjög gaman af fótboltanum og ég sé ekki ástæðu til að hætta,“ sagði Tommy. Hann vinnur með fótboltanum hjá golfklúbbnum Keili í Hafnar- firði. Þar líkar honum lífið en hann er menntaður vallarstjóri frá Skotlandi. Það er einmitt það sem hann ætlar að fást við eftir ferilinn en það er ekki langt síðan hann tók þá ákvörðun. Áður heill- aði lögreglustarfið. „Vinnan mín þarna er aðal- ástæðan fyrir því að ég er enn að spila. Ég veit núna hvað ég ætla að gera eftir að ferlinum lýkur sem þýðir að ég get bara slappað af og notið fótboltans. Eftir sumrin 2003 og 2004 var ég ekki viss og þá var ég nálægt því að hætta í knattspyrnu til að fara til Danmerkur í Lögregluskólann. Nú stefni ég á að vinna sem vallar- stjóri á golfvelli einhvers staðar í heiminum. Ég lærði í Skotlandi og ætli stefnan verði ekki sett þangað þegar ég hætti,“ sagði Tommy Nielsen. hjalti@frettabladid.is Tók golfið fram yfir lögreglustörfin Tommy Nielsen er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu. Hann var nálægt því að hætta áður en hann vissi hvað hann vildi gera eftir ferilinn. Nú er sú óvissa horfin og hann nýtur boltans sem aldrei fyrr. KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar hafa samið við tvo erlenda bakverði. Annar þeirra er Slobodan Subisic sem lék með Snæfelli á síðustu leiktíð og skoraði 12,3 stig að meðaltali í leik. „Hann er góður leikmaður sem styrkir okkur mikið. Hann vildi ekki vera áfram hjá Snæfelli en vildi spila á Íslandi og því fannst okkur kjörið að fá hann,“ sagði Valur Ingi- mundarson, þjálfari liðsins, í gær. Hinn heitir Heath Sitton og er Bandaríkjamaður. „Sitton er leikstjórnandi sem er mikil skytta. Hann á að gera aðra leikmenn í kringum sig betri,“ sagði Valur, sem ætlar líklega að bæta við sig einum stórum leikmanni til viðbótar fyrir tímabilið. Áður hafði Njarðvík samið við Magnús Gunnarsson frá Keflavík og Sævar Sævarsson hjá Blikum en Brenton Birming- ham og Hörður Axel Vilhjálmsson fóru. Þá er orðið ljóst að Jóhann Árni Ólafsson verður áfram hjá Njarðvíkingum. - hþh Njarðvíkingar stórhuga: Sömdu við tvo erlenda bakverði SPENNTUR Valur er spenntur fyrir kom- andi tímabili, lið hans er farið að taka á sig góða mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STERKUR Tommy Nielsen hrósar bæði Frey Bjarna- syni fyrir góða samvinnu og raunar öllu liðinu, sem hann segir að láti sig líta betur út. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /D A N ÍEL FÓTBOLTI Lárus Orri Sigurðsson ætlar að hætta að setja sjálfan sig í Þórsliðið og leggja knattspyrnu- skóna á hilluna. Lárus er þjálfari Þórs en hann hefur komið við sögu í átta af níu leikjum liðsins í 1. deildinni í sumar. Lárus Orri sagði við Vikudag á Akureyri að ákvörðunin hefði ekki verið auðveld, skrokkurinn þyldi álagið einfaldlega ekki lengur. Lárus Orri, sem er 35 ára gamall, lék 42 landsleiki fyrir Ísland. - hþh Lárus Orri Sigurðsson hættur: Skrokkurinn búinn að fá nóg HÆTTUR Lárus Orri er hér í leik með WBA gegn Man. Utd árið 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY GOLF Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jóns- dóttir er komin á fullt á ný eftir að hafa eign- ast barn og ætlar sér að halda kortinu sínu á evrópsku mótaröðinni. Ólöf hefur þegar keppt á fimm mótum á þessu tímabili og náði bestum árangri á opna skoska mótinu í byrjun maí þegar hún varð í 57. sæti. Ólöf María varð fyrst íslenskra kylfinga til að tryggja sér þátttöku- rétt á Evrópumótaröðinni árið 2005. Hún hélt keppnisrétti sínum eftir fyrsta árið en missti síðan mikið úr þegar hún meiddist og varð síðan ófrísk í kjölfarið. Ólöf fékk að halda þátttökurétti sínum að mestu á evrópsku mótaröð- inni á þessu ári þrátt fyrir að hafa misst úr allt árið í fyrra. Hún fékk metið læknisvottorð og sjúkraskýrslu vegna veikinda sonarins en sonur hennar Gústaf er nú allur að braggast eftir að hafa verið mjög veikur fyrstu mánuðina. „Ég er að fara út á mánu- daginn að keppa á tveimur mótum á Írlandi og á Ítalíu. Svo förum við aftur til Ameríku og það eru fullt af mótum fram undan í haust. Ég er ekki alveg búin að setja þetta allt niður en það eru örugg- lega sjö mót sem ég á eftir að keppa á í haust,“ segir Ólöf María. Ólöf vann á dögunum Kaupþingsmótið á Akranesi en það var fyrsta mót hennar á Íslandi síðan hún tók þátt á Íslandsmótinu í höggleik í Leirunni árið 2005. „Það var frábært að koma heim því ég hef ekki keppt hérna heima svo lengi. Maður varð aðeins að sýna sig og sjá aðra. Það er búið að vera mjög gaman,“ segir Ólöf María. Það er hugur í Ólöfu Maríu sem ætlar sér að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. „Ég er að vonast til að vera komin í topp- form á Oslóarmótinu í lok ágúst. Ég ætla bara að taka þetta með stæl og reyna að halda kort- inu. Það er markmiðið,“ segir Ólöf María. - óój Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili er á leið á mót á Írlandi og á Ítalíu í næstu viku: Verður komin í toppform á ný í ágúst METNAÐARFULL Ólöf María Jóns- dóttir ætlar sér að halda sér í hópi þeirra bestu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.