Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 40
 3. JÚLÍ 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● í sumarskapi Sífellt fleiri ferðamenn koma hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að berja fjöl- skrúðugt fuglalíf augum. Ísland er að verða vinsæll áfanga- staður meðal erlendra fuglaskoð- ara. Ferðamenn frá Evrópu, eink- um Bretlandi, og Ameríku koma hingað í þeim tilgangi að sjá fugla eins og lunda, hús- og straumönd sem eru sjaldgæfir í Evrópu. „Þeir vilja oft sjá himbrima sem er amer- ísk tegund sem verpir hvergi í Evr- ópu nema á Íslandi og húsönd sem verpir aðeins á Mývatni,“ segir Þor- valdur Þór Björnsson hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Fuglana má víða skoða og oft boðið upp á sérstakar skoðunar- ferðir. „Í Vestmannaeyjum er mikið um lunda. Þaðan eru farnar skoð- unarferðir í kringum eyjarnar. Þá er farið frá Reykjavíkurhöfn út í Lundey þar sem sjá má lunda og fleiri tegundir. Í Stykkishólmi bjóða Sæferðir upp á eyjasiglingar inn í Hvammsfjörð. Þar eru lund- ar, skarfar, ritur og ernir á hreiðr- um. Frá Sauðárkróki má fara með Drangeyjarferðum út í Drangey og nærri Húsavík er önnur Lundey. Þá er farið frá Djúpavogi út í Papey.“ Algengt er að fólk vilji sjá sem flestar tegundir í einu að sögn Þor- valdar. „Mývatn er tvímælalaust rétti staðurinn. Þar er fuglalífið fjölbreytt og mikið um amerískar tegundir. Menn fara þangað á eigin vegum eða í skipulagðar ferðir. Svo er mikið um svartfugl og lunda í Látrabjörgum.“ En eftir hverju sækjast fugla- skoðarar helst? „Margir vilja bæta við sig tegundum. Við köll- um þá krossfara. Þeir merkja við hverja nýja tegund sem þeir sjá. Á meðan sumir safna frímerkj- um safna aðrir fuglategundum og vilja hafa séð sem flestar þeirra.“ - ve Fuglategundum safnað Hin ýmsu fyrirtæki bjóða upp á skipu- lagðar fuglaskoðunarferðir hérlendis. Gavia Travel býður til dæmis upp á fjög- urra, sex eða tólf daga ferðir um landið en einnig náttúru- og dýralífs dagsferðir um Snæfellsnes og Reykjanes. Ferðirnar eru hugsaðar sem fræðslu- og afþrey- ingarferðir fyrir alla fjölskylduna. Sjá www.gaviatravel.com. MYND/GAVIA TRAVEL Fjölskrúðugt fuglalíf þrífst á Mývatni og er þar meðal annars hægt að skoða húsönd. MYND/GAVIA TRAVEL Ferðamenn frá Evrópu og Bandaríkjun- um koma hingað til lands til að sjá fugla eins og lunda, hús- og straumönd, sem hér sést. Fuglaskoðun er líka vinsæl meðal landsmanna. MYND/GAVIA TRAVEL Þorvaldur Þór Björnsson segir fuglaskoðara gjarnan vilja bæta við sig fuglateg- undum. Þeir safni þeim eins og aðrir safna frímerkjum. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /A RN ÞÓ R Alls kyns skemmtileg sumar- námskeið verða í boði á Ár- bæjarsafni, sem hefur það að markmiði veita innsýn í bygg- ingarlist og lifnaðarhætti í Reykjavík fyrr á öldum. Má þar nefna örnámskeið ætluð börnum á aldrinum átta til tólf ára, þar sem má læra grunna- triði í tálgun, flugdrekagerð, glímu og ullarvinnslu svo dæmi séu nefnd. Gengið er út frá því að börnin mæti í fylgd með full- orðnum sér til aðstoðar. Hvert námskeið er þrír klukkutímar að lengd og stendur yfir frá klukkan 13 til 16. Öll námskeiðin kosta 2.000 krónur að flugdrekanámskeiðinu frá- töldu sem kostar 3.000. Efniskostnaður er innifalinn í verði. Upplýsingar og skráning í síma 411 6320. Nánar um dagsetningar og tíma á vefsíðunni www.minjasafn- reykjavikur.is. - mmr Örnámskeið ætluð yngstu kynslóðinni Alls kyns skemmtileg námskeið verða í boði fyrir börn á Árbæjarsafni í sumar. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /H EI Ð ASumarblaðið Fjölbreytt, fallegt og hreinlega ómótstæðilegt! Sumarhúsið & Garðurinn Sumarhúsið og garðurinn ehf. Síðumúla 15, 108 Reykjavík Sími 578 4800 • www.rit.is Áskriftarsími 578 4800 www.rit.is Guðmundur Hallvarðsson í Hraunborgum Morten Ottesen í Frumskógum Grænmetisrækt fanga á Litla-Hrauni. Sumarhús í Flóanum Blaðauki um veiði Blaðið fæst á öllum helstu blaðsölustöðum. Laugavegi 51 • s: 552 2201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.