Fréttablaðið - 12.07.2008, Side 20

Fréttablaðið - 12.07.2008, Side 20
20 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR V irkjanir í neðri hluta Þjórs- ár hafa verið bitbein virkj- unarsinna og virkjunar- andstæðinga, bæði innan þeirra sveitarfélaga sem þær munu rísa í, og á landsvísu. Landsvirkjun áformar að reisa þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Andstaða við virkjanirnar kemur eflaust fáum á óvart eftir átökin sem urðu um Kárahnjúkavirkjun. „Ég vissi allan tímann að það gæti verið erfitt að koma til fólks, sem veit að vatnsréttindin eru í eigu ríkisins, þótt þau hafi ekki verið nýtt í 80 eða 90 ár, og segja því að allt í einu eigi að fara að nýta þessi réttindi. Allir menn geta ímyndað sér hvernig þeim yrði við,“ segir Friðrik Sophusson, for- stjóri Landsvirkjunar. Hann bendir á að á fundi með sveitarstjórnarmönnum árið 2006 hafi ekki komið fram neinar athuga- semdir við áformin. Þegar rætt er við fólk sem býr nærri Þjórsá koma fram ólíkar skoðanir. Sumir benda á að sam- búðin með virkjunum í efri hluta Þjórsár hafi gengið vel og eru hlynntir virkjununum. Aðrir eru lítið hrifnir af áform- unum og nefna ýmis rök fyrir þeirri skoðun sinni. Flestir nefna fyrst af öllu neikvæð áhrif fyrirhugaðra virkjana á náttúruna og breytt umhverfi við Þjórsá verði af virkjunum. Áhyggjur af sandfoki Í skýrslum um mat á umhverfis- áhrifum kemur fram að mögulega þurfi að moka allt að 175 þúsund rúmmetrum af framburði árinnar upp úr lónunum á hverju ári. Framburðurinn verður því að hámarki nægur til að fylla 12 þús- und vörubílspalla, eða 250 keppnis- sundlaugar í fullri stærð. Af þessu hafa nágrannar árinnar nokkrar áhyggjur, sér í lagi að fínt setið muni fjúka yfir sveitina. Guð- laugur Þórarinsson, yfirverkefnis- stjóri virkjananna hjá Landsvirkj- un, segir það óþarfa áhyggjur. Framburðurinn verði græddur upp. Þá sé rennslið svo mikið í lónunum að fínasta setið setjist ekki til botns, heldur renni áfram. Guðlaugur segir að jafnvel muni draga úr foki úr árfarveginum þar sem malareyrar sem nú séu berar fari undir lón. Flestir sem andsnúnir eru virkj- ununum benda á að jarðvegurinn sé óheppilegur fyrir virkjanir. Miklar sprungur séu á svæðinu, sem hafi gengið til í jarðskjálftun- um árið 2000. Því sé hætta á stíflu- rofi í jarðskjálftum. Þá sé bergið afar óþétt og erfitt verði að tryggja að lónin leki ekki. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir þetta vandamál sem verkfræðing- ar geti leyst. Framburður árinnar muni þétta botn lónanna. Ekki sé útilokað að sprungurnar stækki við skjálfta og lón tæmist. Það sé þó ekki óyfirstíganlegur vandi, þar sem hver virkjun sé fremur lítil og Landsvirkjun megi við því að ein þeirra framleiði ekki rafmagn í nokkurn tíma meðan unnið verði að þéttingu. Varðandi stíflurofið segir Þor- steinn líkurnar á því afar litlar og hættuna takmarkaða þó svo fari. Verkfræðingar hanni stíflur og mannvirki miðað við aðstæður. Íbúar nefna einnig áhrif virkjan- anna á laxastofninn í ánni. Þor- steinn segir að í dag sé stofninn talinn vera um 6.000 laxar og af Miklu magni framburðar verð- ur mokað upp á Þjórsárbakka Miklar deilur hafa staðið um virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Andstæðingar virkjananna tína til fjölmörg rök gegn virkjununum, allt frá sandfoki og framburði að áhrifum á þorskstofninn. Þeir sem fylgjandi eru virkjununum segja að þar tali hávær minni- hluti, sambýlið við virkjanir hafi gengið vel hingað til. Sveitarstjórnir allra sveitarfélaga á svæðinu styðja áform um virkjanir. ÞJÓRSÁRBAKKAR Búist er við talsverðu magni framburðar í lón virkjana í neðri hluta Þjórsár. Landsvirkjun reiknar með að moka reglulega upp úr lónunum og græða upp á fyrirfram skilgreindum svæðum á bökkum árinnar. Árlega gæti þurft að moka upp magni sem dygði til að fylla 250 sundlaugar af sandi og möl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fréttaskýring: Virkjanir í Þjórsá „Það eru engin rök að það sé búið að fjárfesta svo mikið í undirbúningi virkjananna, það er víst hægt að hætta við,“ segir Atie Bakker. Hún rekur sambýli fyrir þroskahefta í Skaftholti ásamt Guðfinni Jakobssyni eiginmanni sínum. Þau segja útivist á Þjórsárbökkum afar mikilvæga fyrir heimilisfólk. Bæði Guðfinnur og Atie hafa verið virk í starfi samtakanna Sól á Suðurlandi, sem barist hafa gegn virkjunum í Þjórsá. Þau vilja bæði að staldrað verði við og lagt í mun meiri rannsóknir áður en tekin verði ákvörð- un um hvort virkja eigi í neðri hluta Þjórsár. Meðal þess sem þau vilja að verði rannsakað er hvort hægt verði að græða upp gríðarlegt magn framburðar sem dæla á upp á bakka lónanna. Þá þurfi að rannsaka áhrifin á laxastofninn í Þjórsá betur. Guðfinnur segir enn fremur að vísindamenn hafi bent á samhengi milli virkjana og ástands þorskstofnsins. Þegar jökulfljót séu virkjuð minnki fram- burður sem nái til sjávar. Framburðurinn sé næring fyrir smádýr, sem aftur séu næring fyrir þorsk. Rannsaka verði þetta samspil miklu betur áður en teknar verði ákvarðanir um að virkja. „Landsvirkjun skynjar að það liggur á að koma þessum virkjunum í gegn, tíminn vinnur á móti þeim. Þeir vita að þetta gætu orðið síðustu vatnsafls- virkjanirnar sem þeir reisa,“ segir Atie. ÞARF MUN MEIRI RANNSÓKNIR „Við komumst ekki af án þess að nýta okkur það sem náttúran hefur upp á að bjóða,“ segir Þrándur Ingvarsson, bóndi í Þrándarholti. Bærinn stendur vestan Þjórsár, skammt frá fyrirhuguðu lónsstæði við Holtavirkjun. „Ég er ekki á því að það eigi að virkja alla skap- aða hluti, en ég held að þetta sé ekki þannig að það megi ekki virkja,“ segir Þrándur. „Ég held að það sé frekar lítill hópur hér innan sveitar sem er á móti þessu, það eru aðrir sem hafa hæst. Þögli meirihlutinn er fylgjandi virkjununum.“ Þrándur segist raunar þeirrar skoðunar að fara hefði átt fyrst í Norðlingaölduveitu og Búðarháls- virkjun, áður en farið væri í virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Áhyggjur af Þjórsárverum vegna Norð- lingaölduveitu væru óþarfar. „Við erum búin að vera í sambýli við virkjanir hér í áratugi og ég held að reynslan af því sé góð,“ segir Þrándur. Ferðamenn sæki að virkjununum og umgengni um þær sé góð. Þrándur segir það versta við virkjanir sjónmeng- un af raflínum og í þessu tilviki þurfi ekki að bæta við línum. Þó megi búast við raski á meðan á framkvæmdatíma stendur. Fjölmiðlar hafa að mati Þrándar dregið heldur taum þeirra sem andsnúnir eru virkjununum. Það helgist þó ef til vill af því að andstæðingarnir hafi hærra og séu duglegri að koma sér á framfæri. REYNSLAN AF VIRKJUNUM VERIÐ GÓÐ þeim sé um helmingur veiddur í net við Urriðafoss á ári hverju. Lands- virkjun muni kaupa upp netveiðina og setja upp laxastiga. Þá verði seiðum fleytt framhjá hverflum virkjananna. Það sé mögulegt þar sem seiðin syndi í efsta lagi vatnsins. Þegar þau fari af stað verði efsta lagi árinnar fleytt framhjá virkjununum. Barnið löngu dottið í brunninn Sérfræðingar deila um meint nei- kvæð áhrif virkjana á þorskstofn- inn. Sumir telja þær teppa fram- burð ánna, sem beri næringarefni sem þorskurinn nærist á. Forsvarsmenn Landsvirkjunar segja það ósannað, unnið sé að rannsóknum á þessum áhrifum. „Hvað varðar Þjórsá er barnið löngu dottið í brunninn og búið að vera þar áratugum saman,“ segir Þorsteinn. Virkjanir ofar í ánni hefðu þegar haft áhrif á þorskinn, séu kenningarnar réttar. Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power, bendir á að virkjanirnar séu heppilegar vegna þess að ekki þurfi að leggja raflínur frá þeim. Þær munu tengj- ast beint inn á línur sem liggja um svæðið, og þar sem þarf að leggja línur verði þær lagðar í jörð. „Með þessum virkjunum á að raska landinu að illa ígrunduðu máli, mikið vill meira,“ segir Katr- ín Briem. Hún býr á Stóra-Núpi, skammt neðan við fyrirhugað stíflusvæði við Hvammsvirkjun. Afi hennar og langafi seldu Titan vatnsréttindi jarðarinnar. „Það verður mjög lítið rennsli í ánni hérna,“ segir Katrín, en land hennar liggur meðfram Þjórsá á um tveggja kílómetra kafla. Hún segir mörgum spurningum ósvar- að, ekki síst hvers vegna svo mikil áhersla sé lögð á að virkja Þjórsá til þess að selja stóriðju. Rannsaka þarf betur ýmsa þætti, svo sem jarðfræði svæð- isins, vatnsbúskap og lífríkið við ána. „Það þarf meiri tíma og meiri umræðu,“ segir Katrín. „Samfélagið hér hefur alltaf byggt á landbúnaði og því skyldi það ekki ganga áfram?“ spyr Katrín. Hún segir Landsvirkjun hafa sent fólk til sín til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir, en ekki til að reyna að semja um eitt né neitt. Enda sé ekki tímabært að semja, þar sem hún trúi því að ekkert verði af virkjununum. „Afi minn og langafi voru vægast sagt tregir til að selja vatnsréttindin. Ég held þeir hafi verið þeir síðustu sem seldu,“ segir Katrín. „Ég tel, þó ég hafi ekki verið á staðnum þegar það gerðist, að þeir hafi verið neyddir til að selja. Beittir þrýstingi, eins og verið er að gera við fólkið í dag.“ Katrín bendir á að einn landeigandi sem eins sé ástatt um hafi höfðað mál gegn Landsvirkjun og ríkinu til að fá á hreint hvort þessir gömlu samningar gildi. Það mál muni hafa skýrt fordæmisgildi fyrir sig og aðra í sömu stöðu. AFI OG LANGAFI TREGIR TIL AÐ SELJA Ef þeir ætluðu sér að semja væru þeir löngu búnir að því. DANÍEL MAGNÚSSON Þeir vita að þetta gætu orðið síðustu vatnsafls- virkjanirnar sem þeir reisa. ATIE BAKKER Samfélagið hér hefur alltaf byggt á landbúnaði og því skyldi það ekki ganga áfram? KATRÍN BRIEM Ég held að það sé frekar lítill hópur hér innan sveit- ar sem er á móti þessu, það eru aðrir sem hafa hæst. ÞRÁNDUR INGVARSSON „Lónið kemur aldrei til með að standa,“ segir Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut. Bærinn stendur austan Þjórsár, og mun stöðvarhús Holtavirkjunar rísa þar sem bær Daníels stendur í dag. Daníel segir að gamlar sprungur hafi gliðnað í jarð- skjálftunum árið 2000. Hraunið eigi aldrei eftir að halda vatni, hvað þá ef fleiri skjálftar ríði yfir. Persónulega segist hann ekki hrifinn af virkjanaáform- um. Réttara væri að virkja annars staðar en í byggð, þurfi að virkja á annað borð. Bærinn Akbraut er eina húsið sem þarf að víkja vegna virkjunarinnar og reiknar Daníel með að byggja upp að nýju um einum kílómetra frá núverandi bæjarstæði. Hann segir Landsvirkjun hafa rætt við sig nokkrum sinn- um um bætur vegna rasksins, en hann vill að fyrirtækið taki þátt í því að byggja upp að nýju á nýjum stað. Hann sakar Landsvirkjun um að draga lappirnar í samningum. Daníel á mannvirkin, en leigir landið. „Ef þeir ætluðu sér að semja væru þeir löngu búnir að því,“ segir Daníel. „Það er augljóst að Landsvirkjun stefnir á eignarnám.“ Hann segir þreytandi að þjarka við Landsvirkjun. SEGIR STEFNT Á EIGNARNÁM Í AKBRAUT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.