Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2008, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.07.2008, Qupperneq 30
● heimili&hönnun International Exposition, eða Heimssýningin, er stór- viðburður þar sem bygging- arlist er í hávegum höfð. Hún stendur nú yfir á Spáni og er ráðgert að um sex og hálf milljón manna muni sækja hana. Vatn er þemað að þessu sinni. Heimssýningin hefur verið haldin allt frá árinu 1851 og hafa mannvirki á borð við Eiffelturninn í París og Crystal Palace í New York sett svip sinn á hana. Mikil hátíðarhöld eru iðulega í kringum sýn- inguna, sem stendur oftast yfir í þrjá mánuði, og kast- ljósinu varpað á málefni er varða heimsbyggðina alla. Keflið er að þessu sinni hjá Spánverjum, eins og áður sagði, þar sem Heims- sýningin stendur nú yfir í Zaragoza, fimmtu stærstu borgar Spánar, sem er aust- arlega í landinu, og vatn fyrrgreint þema, notkun þess og hugmyndafræðileg staða. Sýningarsvæðið er við ána Ebro þar sem brú eftir íraska arkitektinn Zaha Hadid hefur verið reist en hún markar inngang- inn að svæðinu. Auk þess hafa fjölmörg ríki reist sitt eigið sýningarhúsnæði á svæðinu, sem er hvert öðru glæsilegra, og innandyra eru magnaðar sýningar, sem eiga það sameiginlegt að snúast allar um vatn. Fjöldinn allur af skemmti- atriðum verður á boðstól- um, meðal annars í höndum loftfimleikahópsins heims- fræga Cirque du Soleil og bandaríska tónlistarmanns- ins Bobs Dylan. Ekki er þó bara um eitt- hvert fjölleikahús að ræða því á meðan Heimssýning- unni stendur fara fram pall- borðsumræður þar sem stjórnmálamenn, vísinda- menn og arktiektar viðra skoðanir sínar og er al- menningi boðinn þátttaka í þeim. Sýningunni lýkur 15. sept- ember næstkomandi. - keþ Vatnaveröld í Zaragoza ● Framtíð vatns á jörðinni er þema Heimssýningarinnar sem nú stendur yfir í Zaragoza á Spáni og endurspeglast það í mögnuðum arkitektúr og hreint ótrúlegum skemmtiatriðum. Ganga þarf yfir þessa brú, sem Zaha Hadid hannaði, til að komast að sýningarsvæðinu. NORDICPHOTOS/GETTY/PHILIPPE DESMAZES Sjálfur arkitektinn Zaha Hadid sem á heiðurinn að brúnni sem reist hefur verið í tilefni af Heimssýningunni. NORDICPHOTOS/GETTY/JEFF J MITCHELL Gestir streyma inn í brúna á Heimssýningunni. Accioan-sýningarskálinn að innanverðu, en hann er einn margra sýningarskála á Heimssýningunni í Zaragoza á Spáni. NORDICPHOTOS/GETTY/PHILIPPE DESMAZES Skúlptúr sem sýnir vatnsdropa falla, en vatn er þemað á Heimssýning- unni í Zaragoza á Spáni. NORDICPHOTOS/GETTY/PHILIPPE DESMAZES N O RD IC PH O TO S/ G ET TY /P H IL IP PE D ES M A ZE S Vegfarendur á leið yfir brúna sem liggur yfir á sýningarsvæði eimssýningarinnar í Zaragoza. Talið er að sýningin muni laða að sér 6.5 milljónir gesti og vekja aukna athygli á vatni, notkun þess og hugmyndafræðilegri stöðu. 12. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.