Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.07.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 12.07.2008, Qupperneq 54
30 12. júlí 2008 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Marta María Jónasdóttir Fyrir rúmum tveimur árum gekk ég í gegnum mikið Dallas-skeið þegar ég horfði á hverja seríuna á fætur annarri. Ég lifði mig inn í margslungnar fléttur söguþráðarins, fór að hata JR, dást að fegurð Bobbýs og drakk í mig helstu tískustraumana á sveitasetrinu. Áður en ég vissi af var ég ósjálfrátt farin að líta á Sue Ellen sem tískugoð. Hún hefur líklega verið litgreind áður en tökur hófust og því var litapall- ettan sem hún klæddist ávallt í takt við húðlit og förðun. Hún klæddist hárréttum sniðum og var í raun stórglæsileg þótt hún væri blindfull. Mér fannst svolítið merkilegt að upplifa þetta því þegar ég var lítil heyrði ég að Pamela væri skvísan en það væri aðeins farið að slá í Sue Ellen. Með ást á sjónvarpsþáttum frá 1980 þá má segja að ég hafi svo sannarlega dottið í lukkupottinn í síðustu viku þegar ég kveikti á sjónvarpinu og maðurinn minn sagði: „Nú bara Dynasty, hvað er í gangi?“ Sjálf hafði ég aldrei horft á einn þátt úr seríunni því ég var meira í Smjattpöttunum og Brúðubílnum þegar Dynasty var í boði. Mig minnir þó að einhver hafi sagt að þættirnir væru lélegri en Dallas. Eftir að hafa horft á sirka fimm þætti verð ég að játa að ég held að þeir séu bara hér um bil jafngóðir.. Þegar ég var búin að horfa á hálfan þátt var ég næstum því búin að uppgötva hver væri að svíkja hvern og hver héldi fram hjá hverjum. Að horfa á klæðnaðinn í Dynasty er unun því það skín svo í gegn hvað það hefur verið vandað vel til fatavalsins líkt og í Dallas, með tilheyrandi silki og eðalsteinar í forgrunni. Þegar sniðin eru skoðuð þá er ég ekki frá því að þessi tíska sé að festa hérna rætur og sé í rauninni næsta skref. Eins og síðbuxur með fellingum að framan sem ná alveg upp í mittið og þunnar elegant síðerma skyrtur sem eru gyrtar ofan í buxurnar, með púffermum og renndar í hliðinni. Dynasty- kjólarnir eru líka svolítið í þeim anda sem er ríkjandi núna, svolítið víðir en teknir saman í mittið til að mynda línur. Að horfa á þætti frá þessum tíma getur nefnilega gefið manni góðar hugmyndir að því hvaða flíkum er sniðugt að blanda saman og hverjum ekki. Ég minnist þess ekki að upplifa slíkt í þáttum nútímans ef Sex and the City eru frátaldir. Það er þó einn galli við Dynasty, þeir eru á sama tíma og fréttirnar og því sé ég fram á eilífa baráttu um fjarstýr- inguna. Tískuupplifun á skjánum Hvenær ætla stákar að átta sig á því að tískutrendið gallabux- ur, hvít skyrta og svartur jakkafatajakki er löngu runn- ið sitt skeið á enda? Þetta var alveg að virka árin 2004 og 2005 en nú er algerlega komið nóg af þessu. Hvað varð um herralegan og eleg- ant stíl jakkafatanna? Af hverju eru íslenskir menn svona fastir í þeim pytt að gallabuxur séu málið við öll tilefni þegar það er miklu meira varið í jakkaföt? Á tískuvikunni í Mílanó í lok júní sýndu helstu tískumerki heims hvernig herrar eiga að klæðast sumarið 2009. Þar kom í ljós að það er algerlega út að hafa hneppt upp í háls heldur eiga skyrturnar að vera fráhnepptar eins langt og viðkomandi þolir. Teinótt var áberandi og er ekki verið að tala um svart með hvítum teinum heldur ljósblá föt með dökkbláum teinum eða eitthvað þaðan af villtara. Það kom líka sterklega fram að menn eiga að vera með töskur. Þá erum við ekki að tala um sjúskaðar töskur í her- mannastíl heldur flottar merkja- vörutöskur til að hafa á öxlinni. Það er kominn tími til að hugsa út fyrir rammann og losna úr viðjum vanans. martamaria@365.is ÚT MEÐ SVARTA JAKKA VIÐ GALLABUXUR GUCCI TÖSKUR FARA VEL Á ÖXLUM SMARTRA KARLMANNA Hægt er að nálgast GUCCI- töskur í verslunum Sævars Karls en þessi er úr sumarlínunni 2009. GUCCI Í HNOTSKURN Elegant taska við hvítteinótt jakkaföt. Takið eftir sokka- leysinu. Þetta er málið. HVÍTTEINÓTT JAKKA- FÖT Þessi eru frá GUCCI. Taktu þetta til fyrirmyndar og vertu í hvítum afabol innan undir fötin. Þeir fást í verslun Guðsteins Eyjólfssonar. DOLCE & GABBANA Hér sést hvernig hægt er að hugsa út fyrir rammann. MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA Þú myndir aldrei sjá Tom Ford í gallabuxum, hvítri skyrtu og svörtum jakka. Hann sýnir hvernig á að vera flottur í jakkafötum, jakkinn aðsniðinn og skyrtan vel hneppt frá. Þetta er alger unun. JAKKA- FÖT 2009 Blátein- ótt föt frá Dolce & Gabbana. Takið eftir hálsklútn- um. Þetta trend verður mjög áber- andi næsta sumar. … stígvél frá GUCCI með mónó- graf-mynstr- inu. Þau fást núna á útsölu í Sæv- ari Karli og smellpassa við þröngar buxur eða kjól. … kjól frá D&G línunni frá Dolce & Gabbana til að klæðast í brúð- kaupum og garð- veislum sumarsins. Kjóllinn fæst hjá Sævari Karli. … gimsteinaskreytt pils frá D&G. Það fæst hjá Sævari Karli. HIN ÍTALSKA PRADA VILL HAFA KARLPEN- INGINN LÉTT- KLÆDDAN. M YN D /G ET TY IM A G ES . > Júniform í Ingólfsstræti Ef þú ert á ferð í bænum mundu þá eftir að skoða hönnun Birtu Björnsdóttur í Júniformverslun- inni í Ingólfsstræti 8. Verslunin flutti á vormánuðum og hefur úrvalið sjaldan verið meira spennandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.