Fréttablaðið - 21.07.2008, Síða 4

Fréttablaðið - 21.07.2008, Síða 4
4 21. júlí 2008 MÁNUDAGUR Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI SAMGÖNGUR Gísli Marteinn Bald- ursson, fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Strætó, segist vera sammála stjórnar formanninum, Ármanni Kr. Ólafssyni, um að æskilegt væri að einkaaðilar sæju um allan akstur Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær verður ríflega helmingur akstursins boðinn út í haust. Gísli Marteinn segir að hann hefði gjarnan viljað sjá hlut einka- aðila stærri í þessu útboði. „Þetta varð hins vegar niðurstaðan eins og staðan er núna. Stjórnin stendur saman á bak við hana og við erum mjög sátt við þetta fyrirkomulag núna.“ Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, segist ekki hafa heyrt af vilja stjórnar- manna Strætó til að færa allan akstur til einka- aðila. „Við myndum hafa af því mjög miklar áhyggj- ur ef af yrði. Með því væri verið að rýra kjör og réttindi starfsfólks hjá fyrirtækinu,“ segir Garðar. Gísli Marteinn segir að með útboðinu nú sé verið að festa það fyrirkomulag í sessi að akstur skipt- ist nokkuð jafnt á milli einkaaðila og byggðasamlagsins; í bili. „Það hefur ekkert verið ákveðið með það hvort fleiri leiðir verði boðnar út á samningstíman- um. Okkar ágætu einkaað- ilar hafa staðið sig vel og við munum sjá hvernig þeir standa sig áfram. Það væri óábyrgt að skoða það ekki að auka hlut þeirra ef vel gengur. Sú leið hefur verið farin í nágrannalöndum okkar svo dæmi sé tekið,“ segir Gísli Marteinn. Svandís Svavarsdóttir, sem sat í stjórn Strætó í tíð 100 daga meiri- hlutans – en í stjórninni situr einn fulltrúi hvers sveitarfélags – segir yfirlýsingu Ármanns athyglisverða. „Þarna siglir Sjálfstæðisflokkurinn undir fullum seglum og ég veit ekki hvaðan pólitískt viðnám ætti að koma. Þetta er í beinum takti við það sem er að gerast á landsvísu og almannaþjónustan á víða í vök að verjast nú um stundir,“ segir Svandís. Spurður um á hverju það hafi strandað að bjóða fleiri leiðir út núna segir Gísli Marteinn að menn hafi metið stöðuna þannig að ekki væri stemning fyrir því núna. „Til að mynda í Reykjavík held ég að sé ekki stemning fyrir að bjóða allan reksturinn út í einum pakka núna, hvað sem síðar verður.“ kolbeinn@frettabladid.is Vilja bjóða allan akstur Strætó út til einkaaðila Gísli Marteinn Baldursson segist vilja sjá allan akstur Strætó á hendi einkaaðila. Stjórnarformaður Strætó sammála. Formaður stéttarfélags er uggandi. Vinstri græn segja almannaþjónustu eiga í vök að verjast. SVANDÍS SVAVARS- DÓTTIR GÍSLI MARTEINN BALDURSSON STRÆTÓ Í ÚTBOÐ Ríflega helmingur aksturs Strætó fer í útboð í haust. Útboð alls aksturs hefur verið rætt innan stjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 20° 23° 20° 22° 23° 16° 17° 20° 17° 17° 17° 20° 20° 26° 30° 30° 21° 13 18 20 Á MORGUN 8-15 m/s austan til annars hægari MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s víðast hvar 12 16 18 12 13 13 14 13 12 4 3 3 3 5 5 6 12 7 5 6 12 16 19 12 1312 12 HITABELTIS- LÆGÐIN BERTHA Nú síðdegis gengur hitabeltislægðin Bertha yfi r land- ið. Hún er fyrrum fellibyljalægð. Ekki er að vænta neinna storma af hennar völdum en henni fylgir hins vegar mikið vatnsveður í dag og það víða um land, einkum þó síðdegis. Vætusamt verður sunnan og vestan til næstu daga. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SLYS Þrjú ungmenni voru flutt á sjúkrahús eftir bílveltu á Biskupstungnabraut við Laugarvatnsveg á fimmta tímanum í fyrrinótt. Ungmennin voru í jeppa sem hafnaði utan vegar og valt í kjölfarið. Tvö ungmennanna fengu að fara heim að lokinni læknisskoð- un á slysadeild snemma í gærmorgun að sögn læknis á deildinni. Sá þriðji reyndist upphand- leggsbrotinn og var auk þess marinn og sár eftir slysið. Hann fékk að fara heim af sjúkrahús- inu eftir hádegið í gær. - ht Bílvelta við Laugavatnsveg: Þrjú ungmenni flutt á spítala BRUNI Nokkrir piltar eru grunaðir um að kveikja eld í sinu á þaki leikskóla við Gullteig í Reykjavík laust eftir hádegi í gær. Ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið á leikskólan- um við brunann en eldsvoðinn var bundinn við þak skólans sem var tyrft að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Til nokkurra pilta sást við leikskólann og eru þeir grunaðir um að hafa kveikt eldinn. Slökkvistarf gekk vel og hafði eldurinn verið slökktur fljótlega eftir að slökkvilið kom á staðinn. - ht Piltar grunaðir um sinubruna: Kveiktu í sinu á þaki leikskóla KÍNA, AP Yfirvöld í Peking, höfuðborg Kína, hafa takmarkað mjög umferð bifreiða og iðnaðar- starfsemi til að draga úr mengun fyrir Ólympíuleikana í ágúst. Helmingur bílaflotans má ekki keyra fram að leikunum. Annan hvern dag mega bílar með skráningarnúmeri sem endar á oddatölu ekki keyra, hinn daginn bílar með númeri sem endar á sléttri tölu. Verksmiðjur þurfa að draga úr útblæstri um þriðjung og lokað verður tímabundið fyrir þær verksmiðjur sem mest menga. Loftgæði í Peking eru mjög lítil. Óvíst er að það takist að koma því í lag fyrir Ólympíuleik- ana. - gh Peking ræðst gegn mengun: Bílar bannaðir PEKING Skyggni er oft lélegt í Peking vegna mengunar. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Neytendastofa hefur aldrei beitt verslanir sektum þegar reglur um verðmerkingar hafa verið brotnar. Samkvæmt lögum ber öllum þeim sem selja verslun eða þjón- ustu að veita greinargóðar upplýs- ingar um verð. Þessar upplýsing- ar verða að vera á áberandi stað og tryggt skal vera að neytendur skilji hvaða vara er merkt hverju verði. Uppsett verð skal vera það sama og neytandinn greiðir. Þórunn Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytenda- stofu, segist ekki geta svarað því hvers vegna verslanir hafi ekki verið sektaðar en segir að nú sé verið að uppfæra reglur Neyt- endastofu. „Við höfum fengið mikið af kvörtunum og erum farin af stað í verslanir og skoða ástand mála.“ Þórunn segir að með nýjum regl- um verði breyting á og að verslan- ir verði sektaðar. „Eftirlit verður hert og sömuleiðis verður farið að beita sektum.“ Þórunn segir að nýju reglurnar verði einfaldari í sniðum en þær fyrri. „Reglurnar verða sameinaðar undir einn hatt og verða mun aðgengilegri fyrir neytendur.“ Nýju reglurnar eiga komast í gagnið innan fárra vikna. - hþj Neytendastofa má sekta þegar ekki er farið að reglum um verðmerkingar: Engar verslanir sektaðar enn VERÐMERKINGAR Í VERSLUNUM Neytendastofa hefur hert eftirlit með verðmerkingum. GENGIÐ 18.07.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 16,4258 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 79 79,38 157,69 158,45 125,22 125,92 16,79 16,888 15,545 15,637 13,218 13,296 0,7408 0,7452 129,1 129,86 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.