Fréttablaðið - 21.07.2008, Síða 43

Fréttablaðið - 21.07.2008, Síða 43
MÁNUDAGUR 21. júlí 2008 27 FÓTBOLTI Eftir að AC Milan hafnaði kauptilboði Chelsea í Brasilíumanninn Kaka telja breskir og spænskir fjölmiðlar að Robinho sé næstur á óskalista enska liðsins. Nokkrir fjölmiðlar gengu reyndar svo langt í gær að fullyrða að Peter Kenyon hefði þegar hafið viðræður við Madrídinga um hugsanlegt kaupverð. Þá er haft eftir umboðsmanni Robinhos að leikmaðurinn sé tilbúinn að fara til Chelsea og Robinho sagði sjálfur við spænska blaðið Marca í gær að hann vildi fara frá Real Madrid. - óþ Brasilíumaðurinn Robinho: Vill fara frá Real Madrid NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, hefur lýst því yfir að hann hafi í hyggju að kaupa minnst einn leikmann til viðbótar áður en tímabilið hefst í ágúst. „Það er pottþétt að við kaupum einn nýjan leikmann til viðbótar við þá tvo sem við höfum fengið til þessa fyrir tímabilið,“ sagði Wenger í viðtali við BBC Sports en Lundúnafélagið hefur þegar keypt þá Samir Nasri frá Marseille og Aaron Ramsey frá Cardiff í sumar. Miðjumennirnir Mathieu Flamini, Alexander Hleb og Gilberto hafa hins vegar allir yfirgefið Arsenal og framherjinn Emmanuel Adebayor hefur verið orðaður við önnur félög. „Adebayor er leikmaður Arsenal og ég er sannfærður um að hann verði það áfram á komandi leiktíð,“ sagði Wenger að lokum. - óþ Arsene Wenger, Arsenal: Kaupum brátt nýjan leikmann KAUPUM MEIRA Wenger er sannfærður um að Arsenal muni fá að minnsta kosti einn nýjan leikmann til viðbótar fyrir komandi tímabil. NORDIC PHOTOS/GETTY KAPPAKSTUR Bretinn Lewis Ham- ilton á McLaren var búinn að hafa mikla yfirburði síðan æfingar hóf- ust á Hockenheim-brautinni fyrir helgi og hann hélt uppteknum hætti þegar keppni í þýska Grand- Prix kappakstrinum í Formúlu 1 fór fram í gær. Hinn 23 ára gamli Hamilton var á ráspól í gær en næstir honum komu Felipe Massa á Ferrari og Heikki Kovalainen á McLaren en heimsmeistarinn Kimi Räikkönen var sjötti í rásröðinni. Nelson Pique á Renault var sautjándi í rásröðinni en hann átti heldur betur eftir að láta til sín taka. Staða fremstu manna hélst óbreytt á fyrsta hring og Hamilt- on náði fljótt öruggri forystu í kappakstrinum og allt leit út fyrir þægilegan sigur hans, en sú varð ekki raunin. Timo Glock á Toyota braut aft- urhjól undan bíl sínum og klessti á vegg á 36. hring og kalla þurfti út öryggisbílinn og í kjölfarið þéttist hópurinn. Flest keppnisliðin not- uðu tækifærið til þess að taka þjónustuhlé og taka bensín en McLaren ákvað að gera það síðar í mótinu. Þegar Hamilton loks tók þjónustuhlé féll hann niður um nokkur sæti. Heikki Kovalainen hleypti liðs- félaga sínum Hamilton þá fram úr sér og Bretinn saxaði hratt og örugglega á Massa og Pique, sem græddi mikið á óhappi Glocks og náði þar að vinna sig upp um mörg sæti. Hamilton náði svo að keyra fram úr þeim báðum á lokakaflan- um og tryggja sér verðskuldaðan sigur á Hockenheim-brautinni. Pique varð annar en þetta var í fyrsta skipti sem hann kemst á verðlaunapall í Formúlu 1. „Ég hefði frekar kosið það að geta verið rólegur í forystu eins og allt stefndi í. En svona er þetta stundum og við verðum bara að læra af þessu. Þetta var þó góð helgi hjá liðinu og bíllinn var frá- bær,“ sagði Hamilton. - óþ Lewis Hamilton er með forystu í stigakeppni ökuþóra eftir keppni gærdagsins: Hamilton fyrstur í Þýskalandi EFSTU MENN Nelson Pique á Renault í öðru sæti, sigurvegarinn Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari í þriðja sæti höfðu ríka áherslu til þess að fagna í gær. Þetta var í fyrsta skiptið sem Pique komst á verðlaunapall í Formúlu 1 en hann byrjaði sautjándi í rásröðinni á Hockenheim í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.