Fréttablaðið - 23.07.2008, Side 2

Fréttablaðið - 23.07.2008, Side 2
2 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR Meistara- flokkssúpur Masterklass Nýjung Girnileg nýjung – 2 í pakka. Tilvalið í ferðalagið. UMFERÐIN „Við viljum sjá gang- brautamerkingar á þeim stöðum þar sem fólk er leitt yfir götuna í íbúðahverfum,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferð- ardeildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Stefna borgaryfirvalda hefur verið að fækka gangbrautum og beina gangandi vegfarendum yfir götur á hraðahindrunum. Gang- brautir skapi „falskt öryggi“ fyrir vegfarendur. En því hefur einnig verið haldið fram að hraðahindranir, hvítköfl- óttar að hluta, blekki gangandi vegfarendur, svo þeir hagi sér eins og um gangbraut sé að ræða. Það geri ökumenn hins vegar ekki. „Það er verið að segja börnum og unglingum og öðrum sem þurfa að komast leiðar sinnar að þarna eigi að ganga yfir. Þá þarf að merkja þetta sem gangbrautir og upplýsa ökumenn um að mögu- leiki sé á gangandi vegfarendum,“ segir Guðbrandur. Ökumönnum ber ekki skylda til að stansa við þessar gönguleiðir, nema þær séu merktar sem gang- brautir. Því er ekki hægt að sekta þá fyrir að stoppa ekki. Guðbrandur rifjar upp að áður hafi gangbrautir verið við stofn- brautir. Eftir að hætt var við það, hafi slysum á gangandi vegfar- endum fækkað og séu orðin afar fátíð. Hins vegar þurfi eitthvað að koma í staðinn fyrir gangbrautir yfir aðalæðarnar, svo sem göngu- brýr eða undirgöng. Spurður hvort núverandi hraða- hindranastefna borgarinnar sé þá ekki versti hugsanlegi kosturinn, að hans mati, segir Guðbrandur: „Veghaldari og sveitarfélagið hefur ákveðin rök fyrir sínu máli. [...] En mín skoðun er sú að það eigi að upplýsa ökumenn um gang- brautarrétt þar sem það á við. Gangbraut á, í mínum huga, vel við í kjarna íbúðahverfa þar sem er akrein í hvora átt og tiltölulega lítil umferð.“ klemens@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Georg Eiður, ertu ekki svolítið bráður í lund við veiðarnar? „Nei, en manni getur auðvitað orðið heitt í hamsi þegar vel veiðist í góðu veðri!“ Georg Eiður Arnarson veiddi 160 lunda á þremur tímum í Vestmannaeyjum um daginn. Hann segist njóta sín best með lundanum. Vill fá gangbrautir aftur í íbúðahverfi Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að best fari á því að gangbrautir leiði fólk yfir götur í íbúðahverfum. Borgin hefur fækkað þeim að undanförnu og sett hraðahindranir í staðinn. Ökumönnum ber ekki skylda til að stoppa við þær. Það er verið að segja börnum og unglingum og öðrum sem þurfa að komast leiðar sinnar að þarna eigi að ganga yfir. GUÐBRANDUR SIGURÐSSON AÐALVARÐSTJÓRI UMFERÐARDEILDAR LÖGREGLUMÁL Íbúðarhúsið að Holti í Stokkseyrarhreppi skemmdist talsvert í eldsvoða í gærdag. Slökkvilið Árnessýslu var kallað út vegna brunans um klukkan tvö í gærdag og þegar á staðinn var komið logaði eldur á neðstu hæð hússins. Slökkvilið Þorlákshafnar var kallað út til að aðstoða slökkvilið Árnessýslu. Fjórir reykkafarar fóru inn í húsið til þess að tryggja að það væri mannlaust. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Húsið skemmd- ist talsvert bæði vegna elds og reyks. Upptök eldsins eru ókunn. - þeb Hús í Stokkseyrarhreppi: Skemmdist tals- vert í eldsvoða DÓMSMÁL Fyrirtaka verður í skatt svikamáli Jóns Ólafssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Dómari mun þá taka ákvörðun um það hvort Sigurður G. Guðjóns son fær að verja Jón. Jón hugðist láta Sigurð og Ragnar Aðalsteinsson verja sig, en saksóknari fór fram á það við þingfestingu ákærunnar að Sigurður viki sem verjandi, þar sem hann kynni að verða kallaður til sem vitni. Jón er ákærður fyrir að hafa svikið alls um 360 milljónir króna undan skatti. Með honum eru ákærðir þrír menn sem störfuðu hjá Norðurljósum og undir fyrir- tækjum þeirra. - sh Skattsvikamál Jóns Ólafssonar: Ákvarðað um Sigurð G. í dag JÓN ÓLAFSSON SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON HRAÐAHINDRUN EÐA GANGBRAUT? Hefðbundnum gangstéttum fækkar og í staðinn koma hraðahindranir, sem fólki er ætlað að ganga yfir. F R ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N ÚTIVIST Gistirými á Laugaveginum er meira og minna fullbókað í júlí að sögn Páls Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ferðafélags Íslands. Sex til átta þúsund manns ganga Laugaveginn ár hvert, að meiri- hluta erlendir ferðamenn. „Það er mjög mikil aðsókn á Laugaveginn í sumar,“ segir Páll. „Áhugi á hálend- isferðum eykst jafnt og þétt og það er ánægjuleg þróun en um leið þarf að bæta aðstöðuna til muna.“ Páll segir alla velkomna í göngu Laugavegarins. „Skálar okkar og önnur aðstaða takmarka hversu margir komast að en tjaldstæði við skálana eru vel nýtt.“ Sextíu til sjötíu manns geta gist í hverjum skála Ferðafélagsins á gönguleiðinni nema í skálanum að Emstrum sem hýsir fjörutíu. Verið er að byggja nýja skála við Álfta- vatn sem bætast munu við. „Á öllum stöðum er hreinlætis- aðstaða með vatnssalernum og sturtu,“ segir Páll. „Við höfum krafist lágra aðstöðugjalda sem duga þó varla til þess að halda þjónustunni við.“ Páll segir félagið ekki aðhyllast viðhorf sem ríki víða erlendis þar sem takmörk eru sett á fjölda ferðamanna sem leyft er að fara vinsælar gönguleiðir. „Við viljum ekki takmarka aðgang að náttúruperlum heldur leggjum við áherslu á að byggja upp og bæta aðstöðuna.“ - ht Áhugi á fjallaferðum eykst og mörg þúsund manns ganga Laugaveginn í sumar: Gistirými nær fullbókað í júlí LAUGAVEGURINN GENGINN Gönguleiðin frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk er ein sú vinsælasta um íslensk öræfi. MYND/FERÐAFÉLAG ÍSLANDS DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um farbann yfir pólskum manni sem var dæmdur fyrir nauðgun í júní síðastliðnum. Hann verður því í farbanni þar til Hæstiréttur dæmir í máli hans, en ekki lengur en til 31. október. Maðurinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi hinn 13. júní fyrir að hafa nauðgað konu á klósetti á Hótel Sögu árið 2007. Í dómi kemur fram að hann búi hjá pólskri móður sinni á Íslandi en hafi hug á að leita meðferðar geðlæknis í Póllandi því of dýrt sé að leita til læknis hér á landi. - þeb Dæmdur fyrir nauðgun: Farbann yfir Pólverja staðfest LÖGREGLUMÁL Par á þrítugsaldri var í fyrradag stöðvað af lögreglunni á Suðurnesjum með 180 grömm af hassi meðferðis sem ætlað var til sölu. Auk eiturlyfjanna var parið með fjögurra mánaða dóttur sína í fjölskyldubíl sínum. Parið gisti fangageymslur lög- reglunnar um nóttina og í samráði við barnaverndaryfirvöld segir lög- regla að ákveðið hafi verið að litla stúlkan yrði ásamt móðurinni í klefa og var hann hafður opinn. Hún hafi ekki verið grunuð um að vera undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan segir föðurinn grunaðan um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Lögreglan segir það ekki eins- dæmi að börn þurfi að fylgja for- eldrum sínum í fangaklefa líkt og í þessu máli. Slíkt sé þó sjaldgæft og telji lögreglan enn sem komið er ekki þörf á sérstökum útbúnaði vegna þessa. Búist sé við því að barnaverndaryfirvöld fylgist með líðan barnsins líkt og venja sé. Fjölskyldunni var sleppt að lokn- um yfirheyrslum rétt eftir hádegi í gær. Málið er í rannsókn. - kdk Par á Suðurnesjum handtekið með hass í bíl: Kornabarn gisti ásamt foreldrum í fangaklefa FANGAKLEFI Lögreglan á Suðurnesjum segir það stöku sinnum koma fyrir að börn þurfi að fylgja foreldrum sínum í fangakelfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJARAMÁL Flugfreyjufélag Íslands skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning við Ice- landair. Fyrri samningur var felldur af félagsmönnum. „Þetta er töluverð breyting frá þeim samningi sem var felldur. Breytingin er kannski einna helst sú að það er minna um hagræðingarákvæði og áhersla er lögð á að hækka vaktaálagið,“ segir Sigrún Jónsdóttir, formaður Flug- freyjufélags Íslands. Nýi samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum í fyrramál- ið og kosið verður um hann á morgun og föstudag. - þeb Flugfreyjur og Icelandair: Skrifuðu undir nýjan samning FLUGFREYJUR OG FLUGÞJÓNAR Flug- freyjufélag Íslands skrifaði í gær undir nýjan kjarasamning. Samningurinn verð- ur kynntur félagsmönnum á morgun. INDLAND, AP Indlandsstjórn stóðst vantrauststillögu, sem lögð var fram á þingi í gær. Tillagan var felld með 275 atkvæðum gegn 256. Stjórnin getur því ótrauð haldið áfram að ljúka við gerð samnings við Bandaríkin um alþjóðlegt eftirlit með starfsemi kjarnorkuvera landsins. Í staðinn ætla Bandaríkin að útvega Indverjum kjarnorku- eldsneyti og tækjabúnað, sem þeim hefur verið neitað um vegna leyndar sem hvílt hefur yfir kjarnorkuvinnslunni. Mikil spenna hefur verið í indverskum stjórnmálum vegna samningsins, sem sumir segja tengja Indland of nánum böndum við Bandaríkin. - gb Vantrauststillaga felld: Indlandsstjórn stóðst áhlaup Fundu amfetamín í Háaleiti Lögregla fann rúmlega 60 grömm af amfetamíni við húsleit í gær. Húsleitin var gerð með aðstoð fíkniefnaleitarhunds í húsi í Háaleit- ishverfi á mánudagskvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á staðnum. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. LÖGREGLUFRÉTTIR Íslenskt vatn í vodka Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur staðfest samning við fyrirtækið Iceland Water um að kaupa vatn af Vatnsveitu Reyð- arfjarðar. Málið er enn á tilraunastigi en fyrsti farmurinn fór út til Bretlands á dögunum samkvæmt fréttavefnum austurglugginn.is. Vatnið á að nota í framleiðslu á vodka. FJARÐABYGGÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.