Fréttablaðið - 23.07.2008, Blaðsíða 8
8 23. júlí 2008 MIÐVIKUDAGUR
AFRÍKA, AP Meira en fjórtán
milljónir manna í Austur-Afríku
reiða sig á matvælaaðstoð sökum
hækkandi matvælaverðs og
þurrka á svæðinu, að sögn
talsmanna matvælaaðstoðar
Sameinuðu þjóðanna.
Ástandið er sérstaklega slæmt í
Eþíópíu og Sómalíu sem eru
meðal fátækustu ríkja heims.
Erfitt hefur reynst að aðstoða
fólk í Sómalíu. Landið hefur í
raun verið stjórnlaust frá því að
sósíalískum einræðisherra var
steypt af stóli árið 1991. Fimm
hjálparstarfsmenn hafa verið
myrtir þar á árinu og fleirum
rænt fyrir lausnargjald. - gh
Hungursneyð í Austur-Afríku:
Fjórtán milljón-
ir hjálparþurfi
SÓMALÍA Stríðsherrar ráða ríkjum í
Sómalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Vík
Selfoss
Sparaðu hjá Orkunni í dag!
-2 krónur
í Vík í Mýrdal
í dag!
www.orkan.is
SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR!
1 árs
í dag!
Afsláttur er veittur af almennu verði Orkunnar
sem er 172,1 kr. á 95 okt. bensíni og 190,0 kr. á dísel.
M.v. verð 23. júlí 2008.
1 Hvaða götur í Reykjavík er
áformað að leggja í stokk?
2 Hverjir tóku við þjálfun ÍA í
knattspyrnu á dögunum?
3 Hvar mótmæltu meðlimir
Saving Iceland á mánudaginn?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30
JÓRDAN, AP Barack Obama, forseta-
frambjóðandi Demókrataflokksins
í Bandaríkjunum, er nú á ferðalagi
um Mið-Austurlönd og Evrópu.
Ferðalaginu er ætlað að efla ímynd
Obama í utanríkismálum. Margir
telja meiri pólitíska reynslu Johns
McCains, frambjóðanda Repúblik-
anaflokksins, veita honum forskot
í utanríkismálum.
Obama heimsótti fyrst Afganist-
an þar sem hann ræddi meðal ann-
ars við Hamid Karsaí, forseta
Afganistans. Obama hefur lagt til
að herafli Bandaríkjamanna í
Afganistan verði aukinn til að berj-
ast gegn hryðjuverkamönnum sem
eiga aðsetur á landamærum Afgan-
istans og Pakistans.
Obama flaug næst til Íraks þar
sem hann ræddi meðal annars við
Nouri al-Maliki, forsætisráðherra
Íraks, og ættbálkaleiðtoga sem
hafa barist gegn liðsmönnum
hryðjuverkasamtakanna al-Kaída
í Írak. McCain hefur sagt Obama
hafa lítinn skilning á málefnum
Íraks, en McCain hefur sjálfur
heimsótt Írak átta sinnum síðan
Íraksstríðið hófst.
Obama ítrekaði það markmið
sitt að draga herafla Bandaríkja-
manna frá Írak innan sextán mán-
aða frá því hann yrði kjörinn for-
seti, nái hann kjöri. Það var nokkur
sigur fyrir Obama að írösk stjórn-
völd tóku undir að herafli Banda-
ríkjamanna ætti að vera farinn frá
Írak árið 2010. David Petraeus,
yfirmaður herafla Bandaríkjanna
í Írak, hefur þó lýst sig andvígan
því að setja tímaramma fyrir
brottför bandarísks herafla frá
Írak.
Næsti viðkomustaður Obama
var Jórdanía þar sem hann ræddi
við Abdullah Jórdaníukonung.
Hann hélt þar blaðamannafund
þar sem hann ræddi stöðu Ísraels
og Palestínu. Hét hann því að vinna
að friðsamlegri sambúð sjálf-
stæðra ríkja Ísraels og Palestínu.
Hann hélt seinni partinn í gær
áleiðis til Ísraels þar sem hann
ræðir meðal annars við Ehud
Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Hann mun einnig heimsækja Vest-
urbakkann í Palestínu og ræða við
Mahmoud Abbas, forseta palest-
ínsku heimastjórnarinnar.
Obama mun á næstu dögum
heimsækja Þýskaland, Frakkland
og Berlín. Hann mun halda ræðu í
miðborg Berlínar á morgun sem
búist er við að þúsundir muni hlýða
á. gunnlaugurh@frettabladid.is
Efld ímynd Obama í
utanríkismálum
Barack Obama er nú á ferðalagi um Mið-Austurlönd og Evrópu sem, að
minnsta kosti að hluta til, er ætlað að efla ímynd hans í utanríkismálum.
Forsetaframbjóðandinn leggur áherslu á pólitíska lausn í Írak.
BLAÐAMANNAFUNDUR Í JÓRDANÍU Fyrir aftan Barack Obama sitja þingmennirnir
Jack Reed og Chuck Hagel sem fylgt hafa honum á ferðalögum hans. Í bakgrunni er
Amman, höfuðborg Jórdaníu. NORDICPHOTOS/AFP
SAMGÖNGUR Viðamiklar vegafram-
kvæmdir standa nú yfir á
Norðausturlandi. Helstu verkefn-
in eru nýr vegur yfir Melrakka-
sléttu, nýr vegarkafli milli
Vopnafjarðar og Hringvegar og á
Hringvegi við Arnórsstaðamúla.
Einnig verður hafist handa við
nýjan Dettifossveg vestan
Jökulsár á Fjöllum.
Stærsta framkvæmdin er
nýbygging á um 56 kílómetra
vegi milli Öxarfjarðar og
Þistilfjarðar um Hólaheiði og
Hófaskarð, með tengingu til
Raufarhafnar.
Nýr vegur verður einnig
byggður á 44 kílómetra leið milli
Hringvegar og Vopnafjarðar.
- vsp
Viðamiklar vegaframkvæmdir:
Norðausturland
tekið í gegn
FÉLAGSMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir, félags- og tryggingamálaráð-
herra, hefur staðfest tillögur
Framkvæmdasjóðs fatlaðra um
úthlutun úr sjóðnum fyrir árið
2008. Alls var 1.032,5 milljónum
króna úthlutað. Um 800 milljón-
um króna verður varið til
uppbyggingar búsetuúrræða
fyrir fatlaða.
Alls fara 595 milljónir króna í
verkefni tengd Straumhvörfum
en það er átaksverkefni um
eflingu þjónustu við geðfatlaða.
Tæpum 200 milljónum króna
verður varið til uppbyggingar
búsetuúrræða fyrir aðra hópa
fatlaðra og bættrar aðstöðu. - vsp
Efling búsetuúrræða fatlaðra:
800 milljónir í
búsetuúrræði
PORTÚGAL, AP Lögreglurannsókn á
hvarfi bresku stúlkunnar
Madeleine McCann í Portúgal
hefur verið
hætt. Lögreglan
í Portúgal
segist engin
ummerki hafa
fundið um að
glæpur hafi
verið framinn.
Rannsókn
málsins hefur
staðið yfir í
fjórtán mánuði.
Madeleine var rétt að verða
fjögurra ára gömul þegar hún
hvarf á ferðamannastað í
Portúgal í maí árið 2007. Foreldr-
ar hennar höfðu skilið hana eftir
á hótelherbergi sínu meðan þau
brugðu sér frá í kvöldmat.
Hvarf hennar vakti heimsat-
hygli og beindist grunur meðal
annars á tímabili að foreldrum
hennar. - gb
Lögreglan í Portúgal:
Rannsókn hætt
á barnshvarfi
MADELEINE
MCCANN
ORKA „Eiginfjárstaða Orkuveitu
Reykjavíkur fór úr 46 prósent-
um og niður fyrir 30 á tímabili,
vegna gengishrunsins,“ segir
Sigrún Elsa Smáradóttir, stjórn-
armaður Orkuveitunnar (OR).
Íslenski gjaldmiðillinn skapi
mikla óvissu í rekstri og skuldir
fyrirtækisins hafi magnast upp
þegar krónan féll.
Greint hefur verið frá því í
Fréttablaðinu að gengishrunið
hafi kostað OR tugi milljarða frá
áramótum. Nákvæmari tölur fást
ekki fyrr en eftir að sex mánaða
uppgjör fyrirtækisins verður
birt í byrjun ágúst, segir Hjör-
leifur B. Kvaran, forstjóri Orku-
veitunnar. „Hún er betri en í
mörgum fyrirtækjum. En við
erum í sömu vandræðum og
aðrir,“ segir hann.
Sigrún Elsa bað fjármálastjóra
fyrirtækisins fyrir nokkru að
gera grein fyrir þeim kostnaði
sem Orkuveitan ber af krónunni.
„Miðað við áætlanir lítur út
fyrir að við komum til með að fá
um 75 prósent tekna í íslenskum
krónum í framtíðinni. Verð-
tryggð lán í krónum, með þessa
háu vexti, eru hins vegar ósam-
bærileg við erlend lán. Því erum
við í þessari prísund og verðum
að taka erlend lán með gengis-
áhættu,“ segir hún: „Og það felur
í sér þessar óþolandi sveiflur í
rekstri.“ - kóþ
Stjórnarmaður Orkuveitu segir krónuna skapa fyrirtækinu mikil vandræði:
Eiginfjárstaða versnað mikið
HJÖRLEIFUR B.
KVARAN
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
Martha fór í lónið
Bandaríska sjónvarpsstjarnan Martha
Stewart fór í gær í Bláa lónið ásamt
fylgdarliði sínu. Samkvæmt vefsíðu
Víkurfrétta snæddi hún einnig hádeg-
isverð á Lava, veitingastað lónsins,
auk þess sem hún tilkynnti að hún
hefði notað húðvörur Bláa lónsins
árum saman.
FERÐAMENNSKA
Trjásamningi Gísla rift
Samningur sem Gísli Marteinn
Baldursson, formaður umhverfis- og
samgöngusviðs Reykjavíkurborg-
ar, undirritaði við Skógræktarfélag
Reykjavíkur í júní uppfyllir ekki efnis-
kröfur og verður dreginn til baka, að
sögn Vísis.is.
REYKJAVÍK
VEISTU SVARIÐ?