Fréttablaðið - 26.07.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 26.07.2008, Síða 6
6 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR STÓRIÐJA Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra velti þeirri spurningu upp á bloggsíðu sinni í fyrradag hvort skynsamlegt væri að bjóða út orkuvinnsluna á háhitasvæðunum á Norðaustur- landi. „Það myndi styrkja orkufyrir- tækin íslensku, sem efalítið yrðu hlutskörpust, og það myndi losa eigendur Landsvirkjunar, ríkið og skattborgarana undan þeirri áhættu sem Landsvirkjun sjálf var að kvarta undan í Fréttablað- inu á dögunum,“ segir í færsl- unni. Enn fremur bendir hann á að fyrirtæki eins og Enex og Geysir Green gætu vel verið til þess fallin að taka verkefnið að sér. Svæðin sem um ræðir eru Þeistareykir, Bjarnarflag, Krafla og Gjástykki. „Landsvirkjun hefur enga skoðun á þessum hugmyndum iðnaðarráðherra,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkj- unar. „Fyrirtækið fer einfaldlega eftir þeim lögum og reglum sem gilda hverju sinni. Það væri hins vegar nær að spyrja landeigend- ur á svæðinu sem um ræðir hvernig þeim lítist á þessar hug- myndir.“ „Það á við í þessu eins og öðru að það er ekki á valdi neins nema eiganda að bjóða eitthvað út,“ segir Guðrún María Valgeirsdótt- ir, sveitarstjóri Skútustaða- hrepps, en þar eru Bjarnarflag og Krafla sem eru í eigu landeig- enda í Reykjahlíð og síðan hluti Gjástykkis. „Í öðru lagi hefur Landsvirkj- un fengið einkarétt til rannsókna og nýtingar á þessum svæðum og á þar að auki hlut í Þeistareykj- um ehf. sem vinna að þessu verk- efni með þeim svo að réttur fyr- irtækisins til að nýta svæðið ætti að vera nokkuð vel tryggður. Þannig að ég veit ekki hvað er verið að fara með þessari hug- mynd,“ segir hún. „Það er áhætta í öllum stórum verkefnum og við sem höfum unnið að þessu verkefni höfum lagt mikið til þess, unnið vel saman og vandað okkur við að ná settu marki og það er mjög dap- urt ef menn ætla að fara að rugga þessum báti,“ segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norður- þings og stjórnarmaður í Þeista- reykjum. „Það hafa verið lagðir rúmlega fimm milljarðar til þessa verk- efnis þó ekki sé búið að skrifa undir samninga, mér er það til efs að eitthvert einkafyrirtæki væri tilbúið til slíks,“ segir Hreinn Hjartarson, verkefna- stjóri Þeistareykja ehf. Ekki náðist í Össur Skarphéð- insson vegna vinnslu fréttarinn- ar. jse@frettabladid.is Vill losa Landsvirkj- un frá áhættunni Iðnaðarráðherra stingur upp á að bjóða út verkefnið á háhitasvæðum á Norð- austurlandi til að losa Landsvirkjun, ríki og skattborgara undan áhættunni sem því fylgir. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir eigendur eina geta boðið út verk. „Áherslur Landsvirkjunar fyrir norðan eru mér óskiljanlegar,“ sagði Össur Skarphéðinsson í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni. „Þar einblínir stofnunin á vestursvæðið í Kröflu og Gjástykki í stað þess að einhenda sér í vinnslu á Þeistareykjum þar sem saman fer mikið vatnsflæði í gegnum svæðið og mikill og hár hiti. Og ég segi það bara hreint út að ég veit ekki hvernig þeir ætla að vera tilbúnir með orku í Bakka með þessu áframhaldi.“ Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, er bjartsýnn á að það takist að finna næga orku á svæðinu áður en skrifað verður undir samninga við Alcoa í árslok 2009. „Við værum ekki að þessu nema að við teldum okkur geta fundið þá orku sem til þarf,“ segir hann. Hreinn Hjaltason, verkefnastjóri hjá Þeista- reykjum ehf., sem vinnur að verkefninu með Landsvirkjun, segir verkefnið ganga vel. „Miðað við þann framkvæmdahraða sem er á álverinu þá erum við á góðu róli og engin þörf á að fara öllu hraðar,“ segir hann. Hann segir enn fremur að ráðgert hafi verið að finna jarðvarma fyrir um 150 megavött (MW) og nú þegar hafi fundist nægur varmi fyrir um 100 MW en álverið á Bakka mun þurfa um 400. „Það hefur aldrei staðið til að finna þessi 400 MW áður en að framkvæmdir við álverið hæfust.“ - jse Efast um að næg orka finnist BAKKI Á TJÖRNESI Landsvirkjun, Þeistareykir ehf. og sveitarfélögin á svæðinu hafa lagt um fimm milljarða í verkefnið á háhita- svæðunum á Norðausturlandi vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON FRIÐRIK SOPHUSSON BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON TONGA, AP George Tupou fimmti, konungur í Tonga, hefur staðið við loforð sín um að selja öll fyrirtæki sín áður en hann verður krýndur með pomp og prakt í ágústbyrjun. George konungur var auðugur kaupsýslumaður og glaumgosi áður en hann tók við konungstign þegar faðir hans, Tupou fjórði, lést í hárri elli fyrir tæpum tveimur árum. Hann átti ráðandi hlut í flestum stærstu fyrirtækjum landsins. Opinberri krýningu hans var frestað haustið 2006 eftir að miklar óeirðir brutust út í höfuðborginni Nukualofa. - gb Kóngurinn í Tonga: Hefur selt öll fyrirtæki sín GEORGE KONUNGUR Auðugasti mað- urinn á Tonga hefur beðið krýningar í nærri tvö ár. NORDICPHOTOS/AFP Finnst þér að Sigurður G. Guð- jónsson ætti að mega verja Jón Ólafsson? Já 53% Nei 47% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að slá Bitruvirkjun af? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN STJÓRNMÁL Nýlegt útboð á þjónustu við tólf fatlaða einstakl- inga sýnir mannfyrirlitn- ingu og er hugs- anlega dæmi um „einkavina- væðingu“. Þetta skrifaði Ögmundur Jónasson, alþingismaður Vinstri grænna, á heimasíðu sína í fyrradag. Ögmundur segir að einstakling- arnir hafi ekki verið spurðir álits á útboðinu og að þeim þyki það sýna sér fyrirlitningu. Ögmundur gagnrýnir einnig að opnað hafi verið fyrir útboðið 21. júlí þótt rekstraraðili eigi að taka við 1. ágúst. Spyr hann hvort hinn skammi viðbragðstími sé merki um að í raun sé búið að ákveða fyrirfram við hvern verði samið. - gh Ögmundur Jónasson: Útboð sýnir fyrirlitningu ÖGMUNDUR JÓNASSON MENNTAMÁL „Það er almennt mikil aukning á erlendum nemum til landsins, allavega síðustu fimm árin,“ segir Alma Joensen, starfsmaður Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands. Ástæðuna segir Alma mega rekja til þess að farið er að kenna fög í meira mæli á ensku í háskólanum. „Það sem er vinsælast að læra meðal skiptinema er íslenska fyrir erlenda nema og eru þeir nemar ábyggilega um 40 prósent af heildarfjölda skiptinema. Einnig er mjög mikið um að erlendir stúdentar komi hingað til að læra jarðfræði, landafræði og fleiri greinar í þeim dúr.“ - stp Á 150 kílómetra hraða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók í gær 18 ára pilt er hann ók bifhjóli sínu á Kringlumýrarbraut á 150 kílómetra hraða. Pilturinn fær 140 þúsund króna sekt og missir ökuleyf- ið í tvo mánuði. Rúta út af veginum Farþegar sluppu ómeiddir þegar rúta fór út af veginum norðaustan við Hrútafjöll, skammt frá Gjástykki, síðdegis í gær. Fólkið náði að koma rútunni aftur upp á veginn. Björgun- arsveit var kölluð út en aðstoð hennar afþökkuð skömmu seinna. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Ísland situr nú í 3.-4. sæti í hinni svokölluðu Big Mac- vísitölu, en hefur löngum verið í toppsætinu. Í efsta sæti sitja nú Norðmenn og í öðru sæti Sviss- lendingar. Danir deila sætinu með okkur. Vísitalan, sem runnin er undan rifjum Economist, ber saman verð á Big Mac-hamborgaranum í löndum heimsins. Þannig er efsta sætið með dýrasta hamborgarann en neðsta með ódýrasta. Í neðsta sætinu, það er þar sem hamborgarinn er ódýrastur, sitja Hong Kong og Malasía. - vsp Big Mac-vísitalan gefin út: Ísland er ekki lengur á toppi vísitölunnar BIG MAC Borgari með sína eigin vísitölu. Reiknað er verð borgarans í þeim lönd- um sem selja Big Mac. NORDICPHOTOS/AFP NÝJA-SJÁLAND, AP Stúdentar við Háskóla Nýja-Sjálands hafa boðið stuðning sinn við borgaralega handtöku Condoleezzu Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, fyrir meint brot Bandaríkja- manna gegn Genfar- sáttmálunum í hinu alþjóðlega „stríði gegn hryðjuverkum“. Áður höfðu þeir boðið tæplega þrjú hundruð þúsund króna verðlaun fyrir handtöku Rice. Rice heimsækir í dag Nýja- Sjáland sem hluta af ferð sinni um Eyjaálfu og Kyrrahafseyjar. Hún var í Ástralíu í gær. - gh Condoleezza Rice í Eyjaálfu: Stúdentar vilja handtaka Rice CONDOLEEZZA RICE Skiptinemum fjölgar: Jarðfræði laðar nemendur að Tugir létust í bátaslysi Að minnsta kosti 47 létust þegar bátur sökk í norðanverðri Kongó á þriðjudaginn. 27 farþegum hefur verið bjargað en um hundrað er enn saknað. Báturinn var á leið til Mið- Afríkulýðveldisins sem á landamæri að Kongó. KONGÓ DÓMSMÁL Hálfþrítugur maður, Ragnar Davíð Bjarnason, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- og umferðarlaga brot. Ragnar var tekinn með um 52 grömm af amf- etamíni í október í fyrra og í annað sinn með tæp fjórtán grömm af kókaíni innanklæða þegar hann var vistaður í fanga klefa á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu í júní. Ragnar hefur ratað í fjölmiðla tvívegis að undanförnu. Í fyrra skiptið þegar hann var stunginn sjö sinnum af starfsmanni í sölu- turni í Kaupmannahöfn. Árás- ar maðurinn var þá ekki úrskurð- aður í gæsluvarðhald, þar sem lögregla taldi ljóst að Ragnar hefði ögrað honum með ítrekuðu kynþáttaníði. Í síðara skiptið var sagt frá því í DV að Ragnar hefði ráðist inn á heimili Sæmundar Pálssonar og ógnað honum með hnífi. Ragnar hefur margsinnis áður verið dæmdur í fangelsi frá árinu 1999. Þyngsta dóminn, tveggja og hálfs árs fangelsi, hlaut hann árið 2003 fyrir tilraun til manndráps. Honum var veitt reynslulausn árið 2005, sem hann rauf með brotunum sem hann er nú dæmd- ur fyrir. Reynslulausnin er því tekin upp. Erfiðlega gekk að hafa uppi á Ragnari til að fá hann til að mæta fyrir dóm og taka afstöðu til sak- ar efnisins. - sh Ragnar Davíð Bjarnason dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnabrot: Síbrotamaður aftur í fangelsi HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Ragnar hefur ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1999. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.