Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 10
10 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Tap á rekstri 365 á fyrri helmingi ársins nemur 2,1 milljarði króna. Þar af nemur tap annars ársfjórð- ungs 1,1 milljarði, samanborið við 45 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að miðað við efnahagsárferðið megi reksturinn teljast viðunandi. Upp- gjörið er það síðasta sem félagið skilar að sinni í Kauphöllinni, en 365 verður afskráð 8. ágúst næst- komandi. „Tapið samanstendur fyrst og fremst af fjármagnsliðum og liðum sem ekki hafa áhrif á reiðufé,“ segir Ari og bendir á að handbært fé frá rekstri 365 nemi um 600 milljónum króna. Þá jukust tekjur félagsins um 27 prósent frá fyrri hluta síð- asta árs. Ari segir að eftir árið verði félagið ekki langt frá áætlunum sínum um rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA). Veigamestan þátt í tapi fjórðungsins á gengissig krónunn- ar, en af 1,8 millj- arða fjármagns- kostnaði nemur gengistap 1,1 millj- arði króna. Afskrift- ir nema svo 702 milljónir króna, þar af afskrift viðskiptavildar upp á 438 milljónir. „Ég er bjartsýnn á gengi félags- ins og rekstur þótt akkúrat núna séu erfiðir tímar,“ segir Ari og kveður stjórnendur hafa búið félag- ið vel undir þá og horfi björtum augum til lengri framtíðar. - óká KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 173 4.152 -0,31% Velta: 1.275 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,95 -0,14% ... Atorka 5,46 -1,44% ... Bakkavör 25,15 -1,18% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,00% ... Exista 6,12 -2,55% ... Glitnir 14,92 -0,04% ... Icelandair Group 17,05 +0,00% ... Kaupþing 730,00 +0,00% ... Landsbankinn 22,80 -0,65% ... Marel 84,50 -0,35% ... SPRON 3,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 9,27 -0,43% ... Teymi 1,55 +0,00% ... Össur 84,50 -1,17% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +8,17% ATLANTIC AIRW. +1,05% FÆREYJABANKI +0,69% MESTA LÆKKUN EXISTA -2,55% ATORKA -1,44% BAKKAVÖR -1,18% Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch, gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. „Makalaus ummæli,“ segir starfandi forsætisráðherra. Við- skiptaráðherra undrast tóninn í skýrslunni. Náið samstarf sé á milli stjórn- valda og fjármálakerfisins. „Óskhyggja og fögur orð stjórn- valda duga skammt í baráttunni við núverandi efnahagsaðstæður, aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara“, segir Richard Thomas, grein- andi Merrill Lynch-fjárfestingar- bankans, um stöðu íslensku bank- anna. Í skýrslunni er mælt með áfram- haldandi undirvogun íslenskra banka, minnka eigi vægi íslenskra banka í fjármálasafni fjárfesta. Í skýrslunni er lýst yfir áhyggjum af aðgerðaleysi stjórnvalda. Hann bendir á að eftir jákvæðar fréttir um gjaldeyrisskiptasamninga nor- rænu seðlabankanna í maí hafi ekk- ert heyrst um frekari aðgerðir eða lántöku. Thomas lætur í veðri vaka hvort gjaldþrot sé það í stefni. Hann bendir á að Englandsbanki og Seðla- banki Bandaríkjanna hafi komið inn á markað og bjargað bönkun- um. Hvers vegna er staðan öðruvísi hjá íslensku bönkunum? spyr Thomas. Hann bætir við að hugsan- legt sé að stjórnvöld þjóðnýti bank- ana eða hreinlega keyri þá í gjald- þrot sé ekki gripið í taumanna „Þetta eru alveg makalaus ummæli og maður veltir fyrir hvort einhver annarleg sjónarmið búi þar að baki. Svona ummæli dæma sig sjálf,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra og starfandi forsætisráð- herra. Þorgerður segir að það liggi alveg ljóst fyrir að það þarf að fara yfir peningamálastefnuna auk þess sem rétt sé að skerpa á áherslum af hálfu ríkisvaldsins. Hún bendir á að staðan skýrist betur þegar vinnu við fjárlagagerð er lokið. „Ég undrast þann tón sem settur er fram í skýrslunni,“ segir Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra. Björgvin segir mjög gott samstarf milli stjórnvalda og fjár- málakerfisins. „Það er verið að vinna að því að styrkja stöðu fjár- málakerfisins og lántakan er stærsti hluturinn í þeirri aðgerð,“ segir hann. Thomas segir stöðu íslensku bankanna ekki alslæma og býst við ágætu uppgjöri fyrir annan árs- fjórðung. Í skýrslunni segir að þumalfingursreglan sé sú að ef skuldatryggingarálag er hærra en 1000 punktar væntir markaðurinn gjaldþrota. Samkvæmt núverandi aðstæðum áætlar markaðurinn um helmingslíkur á gjaldþroti Glitnis og Kaupþings. Thomas segir stöðu bankanna sjálfra ágæta og lykilat- riði í að bæta stöðuna sé að íslensk stjórnvöld skilgreini og útlisti aðgerir sínar nánar. bjornthor@markadurinn.is SKÝRSLA MERILL LYNCH Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch, er gagnrýninn á aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Óskhyggja og fögur orð duga skammt ARI EDWALD Tap 1,1 milljarður króna Veiking krónunnar vegur þungt í uppgjöri 365. TAP Á HLUT Í 365 Tímabil Upphæð Apríl - júní 2008 -34 aurar Apríl - júní 2007 -1,2 aurar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.