Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 10
10 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Tap á rekstri 365 á fyrri helmingi ársins nemur 2,1 milljarði króna. Þar af nemur tap annars ársfjórð- ungs 1,1 milljarði, samanborið við 45 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Ari Edwald, forstjóri 365, segir að miðað við efnahagsárferðið megi reksturinn teljast viðunandi. Upp- gjörið er það síðasta sem félagið skilar að sinni í Kauphöllinni, en 365 verður afskráð 8. ágúst næst- komandi. „Tapið samanstendur fyrst og fremst af fjármagnsliðum og liðum sem ekki hafa áhrif á reiðufé,“ segir Ari og bendir á að handbært fé frá rekstri 365 nemi um 600 milljónum króna. Þá jukust tekjur félagsins um 27 prósent frá fyrri hluta síð- asta árs. Ari segir að eftir árið verði félagið ekki langt frá áætlunum sínum um rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBITDA). Veigamestan þátt í tapi fjórðungsins á gengissig krónunn- ar, en af 1,8 millj- arða fjármagns- kostnaði nemur gengistap 1,1 millj- arði króna. Afskrift- ir nema svo 702 milljónir króna, þar af afskrift viðskiptavildar upp á 438 milljónir. „Ég er bjartsýnn á gengi félags- ins og rekstur þótt akkúrat núna séu erfiðir tímar,“ segir Ari og kveður stjórnendur hafa búið félag- ið vel undir þá og horfi björtum augum til lengri framtíðar. - óká KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 173 4.152 -0,31% Velta: 1.275 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 6,95 -0,14% ... Atorka 5,46 -1,44% ... Bakkavör 25,15 -1,18% ... Eimskipafélagið 14,25 +0,00% ... Exista 6,12 -2,55% ... Glitnir 14,92 -0,04% ... Icelandair Group 17,05 +0,00% ... Kaupþing 730,00 +0,00% ... Landsbankinn 22,80 -0,65% ... Marel 84,50 -0,35% ... SPRON 3,00 +0,00% ... Straumur-Burðarás 9,27 -0,43% ... Teymi 1,55 +0,00% ... Össur 84,50 -1,17% MESTA HÆKKUN CENTURY ALUM. +8,17% ATLANTIC AIRW. +1,05% FÆREYJABANKI +0,69% MESTA LÆKKUN EXISTA -2,55% ATORKA -1,44% BAKKAVÖR -1,18% Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch, gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. „Makalaus ummæli,“ segir starfandi forsætisráðherra. Við- skiptaráðherra undrast tóninn í skýrslunni. Náið samstarf sé á milli stjórn- valda og fjármálakerfisins. „Óskhyggja og fögur orð stjórn- valda duga skammt í baráttunni við núverandi efnahagsaðstæður, aðgerða er þörf ef ekki á illa að fara“, segir Richard Thomas, grein- andi Merrill Lynch-fjárfestingar- bankans, um stöðu íslensku bank- anna. Í skýrslunni er mælt með áfram- haldandi undirvogun íslenskra banka, minnka eigi vægi íslenskra banka í fjármálasafni fjárfesta. Í skýrslunni er lýst yfir áhyggjum af aðgerðaleysi stjórnvalda. Hann bendir á að eftir jákvæðar fréttir um gjaldeyrisskiptasamninga nor- rænu seðlabankanna í maí hafi ekk- ert heyrst um frekari aðgerðir eða lántöku. Thomas lætur í veðri vaka hvort gjaldþrot sé það í stefni. Hann bendir á að Englandsbanki og Seðla- banki Bandaríkjanna hafi komið inn á markað og bjargað bönkun- um. Hvers vegna er staðan öðruvísi hjá íslensku bönkunum? spyr Thomas. Hann bætir við að hugsan- legt sé að stjórnvöld þjóðnýti bank- ana eða hreinlega keyri þá í gjald- þrot sé ekki gripið í taumanna „Þetta eru alveg makalaus ummæli og maður veltir fyrir hvort einhver annarleg sjónarmið búi þar að baki. Svona ummæli dæma sig sjálf,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra og starfandi forsætisráð- herra. Þorgerður segir að það liggi alveg ljóst fyrir að það þarf að fara yfir peningamálastefnuna auk þess sem rétt sé að skerpa á áherslum af hálfu ríkisvaldsins. Hún bendir á að staðan skýrist betur þegar vinnu við fjárlagagerð er lokið. „Ég undrast þann tón sem settur er fram í skýrslunni,“ segir Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra. Björgvin segir mjög gott samstarf milli stjórnvalda og fjár- málakerfisins. „Það er verið að vinna að því að styrkja stöðu fjár- málakerfisins og lántakan er stærsti hluturinn í þeirri aðgerð,“ segir hann. Thomas segir stöðu íslensku bankanna ekki alslæma og býst við ágætu uppgjöri fyrir annan árs- fjórðung. Í skýrslunni segir að þumalfingursreglan sé sú að ef skuldatryggingarálag er hærra en 1000 punktar væntir markaðurinn gjaldþrota. Samkvæmt núverandi aðstæðum áætlar markaðurinn um helmingslíkur á gjaldþroti Glitnis og Kaupþings. Thomas segir stöðu bankanna sjálfra ágæta og lykilat- riði í að bæta stöðuna sé að íslensk stjórnvöld skilgreini og útlisti aðgerir sínar nánar. bjornthor@markadurinn.is SKÝRSLA MERILL LYNCH Richard Thomas, greinandi Merrill Lynch, er gagnrýninn á aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Óskhyggja og fögur orð duga skammt ARI EDWALD Tap 1,1 milljarður króna Veiking krónunnar vegur þungt í uppgjöri 365. TAP Á HLUT Í 365 Tímabil Upphæð Apríl - júní 2008 -34 aurar Apríl - júní 2007 -1,2 aurar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.