Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 19
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Fyrir utan að vera af sjaldséðri tegund nú til
dags vekur Ladan hans Kolbeins Sæmundsson-
ar menntaskólakennara athygli fyrir tvennt. Að
vera ákaflega vel með farin og skarta uppruna-
legu skráningarnúmeri X-7975.
„Ég er búinn að eiga bílinn í níu ár og tvo mánuði og
hann er í ágætu lagi,“ segir Kolbeinn brattur þegar
hann er inntur eftir sögu og heilsu bifreiðar sinnar.
„Ladan er af árgerð 1987 og var fyrst í eigu Ingigerð-
ar Jóhannsdóttur, bónda á Hamarsheiði í Gnúpverja-
hreppi, sem nefndi hana Gunnu. Það nafn hefur fylgt
henni síðan. Eftir lát Ingigerðar átti að leggja Löd-
unni en mér bauðst hún og þekktist boðið.“
Kolbeinn kveðst fara um allt á Lödunni nema um
hálendi landsins. Meira að segja á Vestfirðina og séu
þó vegirnir þar ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er
hátt undir Lödurnar og þær fara ýmislegt sem aðrir
fólksbílar komast ekki,“ bendir hann á. „Svo eru þær
einfaldar að gerð og fela ekki í sér flókinn tölvubún-
að,“ segir hann og gerir lítið úr viðhaldskostnaði.
„Það hefur þurft að skipta um hluti en bræðurnir
Ragnar og Pétur í Löduþjónustunni í Kópavogi hafa
séð um það. Nú eru vegirnir víðast orðnir þannig að
bílar slitna lítið sem ekkert.“
Hann viðurkennir að Lödurnar hafi þótt ryðsælar
en segir það ekki hafa verið vandamál með Gunnu.
„Hún var svo langt uppi í sveit og slapp við ryð,“
segir hann ánægður og telur Gunnu líka fremur spar-
sama á eldsneyti. Það telst mikill kostur í dag og Kol-
beinn getur hrósað happi því eins og málshátturinn
segir er eyðslusöm kona eldur í búi. gun@frettabladid.is
Ekur um allt á Gunnu
Kolbeinn fer vel með Löduna Gunnu enda þjónar hún honum af dyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÆTT ÞJÓNUSTA
Bílastæðasjóður vinnur
að því að kortavæða
bílastæði borgarinnar.
Hægt verður að greiða
fyrir stæði í gegnum
GSM-síma.
BÍLAR 2
ENGAN ÁTROÐNING
Arnþór Gunnarsson undirbýr MA-
verkefni um samspil náttúru-
verndar og ferðamennsku
í Vatnajökulsþjóð-
garði.
FERÐIR 4
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki