Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 3
Ten of the Best 7-keppnin fer
fram á morgun í Elvington í
Bretlandi. Íslendingar eiga
sína fulltrúa í keppninni,
feðgana Halldór Jónsson og
Guðlaug Má Halldórsson, sem
tefla fram rúmlega 880 hest-
afla Subaru Impreza undir
nafninu Team Ice.
Ten of the Best-keppnin fer fram í
sjöunda sinn nú um helgina í
Elvington í Bretlandi. Keppt er í
kvartmílu, hámarkshraða og stutt-
um brautarakstri en allir bílarnir
sem taka þátt eru götubílar, sem
þýðir að þeir eru löglegir á götuna,
skoðaðir og tryggðir. Leitað er eftir
bestu bílum hverrar tegundar, auk
þess sem keppt er í hverri grein
fyrir sig. Aðalmálið er þó heildar-
keppnin þar sem keppt er um titil-
inn „besti götubíll Evrópu“.
Feðgarnir Halldór Jónsson og
Guðlaugur Már Halldórsson, sem
mynda Team Ice, taka þátt fyrir
Íslands hönd en þeir hafa nokkrum
sinnum keppt með vægast sagt
góðum árangri. Þeir keyra Subaru
Impreza og árið 2005 urðu þeir
fyrstir í Evrópu til að fara kvart-
míluna á undir 10 sekúndum á bein-
skiptri Impreza. Árið 2006 kepptu
þeir til úrslita í kvartmílunni í Ten
of the Best og sama ár enduðu þeir
í fjórða sæti heildarkeppninnar.
Þar með náðu þeir því markmiði að
vera með einn af fimm bestu bílum
keppninnar.
Feðgarnir kepptu ekkert á síð-
asta ári þar sem bíllinn var gjör-
samlega tekinn í gegn. Útkoman er
enn kraftmeiri bíll sem skilar rúm-
lega 880 hestöflum. Hugsanlegt er
að smávægilegar breytingar verði
gerðar á bílnum rétt fyrir keppni
þannig að hilla fer í 1.000 hestafla
markið.
Feðgarnir ættu því að eiga raun-
hæfa möguleika á að jafna eða
jafnvel bæta árangur sinn frá 2006.
En til þess þarf allt að ganga upp
og bæði bíll og ökumaður að eiga
toppdag. tryggvi@frettabladid.is
Einn besti götubíll Evrópu
Impreza Halldórs og Guðlaugs er ein kraftmesta Impreza Evrópu. Hún er fullkomlega lögleg á götuna en þar sem bíllinn er ætlað-
ur í brautarakstur er hann afar óhentugur á rúntinn að sögn Halldórs, eiganda hennar. Kúplingin vill annaðhvort vera opin eða
lokuð og henni líður ekkert vel í hálfkáki eins og Halldór orðar það. MYND/ÚR EINKASAFNI
Hámarkshraði bílsins er rúmlega 320
km/klst. Hraðinn gæti verið meiri eftir
breytingarnar sem bíllinn gekk í gegnum
á síðasta ári. MYND/ÚR EINKASAFNI
Vetnis-sporðdreki
RONN SCORPION ER 450 HESTAFLA VETNISTVINNBÍLL, SEM KEMUR Á
MARKAÐ Í HAUST.
Nú keppast bílaframleiðendur við að setja á markað vistvænni bíla sem
eyða minna eldsneyti. Þetta á líka við um framleiðendur ofursportbíla, en
skemmst er að minnast nýja Tesla rafmagns-sportbílsins.
Nýjasti „vistvæni“ ofursportbíllinn kemur hins vegar úr óvæntri átt: Frá
Ronn Motors í Texas, af öllum stöðum. Um tvinnbíl er að ræða sem nýtist
við nýja vetnistækni.
Vélin í Scorpion er 3,5 lítra VTEC vél með tveimur forþjöppum. Vetni er
blandað við bensínið þannig að umtalsverður orkusparnaður næst. Stærstu
tíðindin eru þó ef til vill sú að tæknibúnaður í bílnum vinnur vetni úr vatni
og geymir það í tanki sem ekki er undir þrýstingi. Því þarf ekki að að keyra
upp á Höfða í vetnisstöðina í hvert skipti sem
fylla á bílinn.
Vélin í bílnum skilar 450
hestöflum og ökumann-
inum dálítið hreinni
samvisku. - tg
Scorpion þykir taka
öðrum tvinnbílum
fram hvað útlit varðar.
MYND/RONN MOTORS
Umhverfismildustu bílarnir
NÝ SAMANTEKT FRÁ BRETLANDI SÝNIR AÐ BMW ER UMHVERFISMILDASTA
BÍLAMERKIÐ Á MEÐAL LÚXUSBÍLA.
Umhverfismildasta bílamerkið meðal
lúxusbíla er BMW, að því er fram
kemur í nýrri samantekt sem
stofnunin Clean Green Cars gerði
í Bretlandi.
CO2 útblástur nýrra BMW bíla
hefur minnkað um rúmlega
ellefu prósent á undangengnu
árstímabili og meðalútblástur
bílanna er 161,64 g/km. Reyndar
hefur bæði Jeep og Subaru tekist að draga meir úr útblæstrinum í prósent-
um talið, sá fyrrnefndi um sautján og hinn um fjórtán prósent. En meðalút-
blástur þeirra er með því mesta sem gerist eða yfir 200 g/km.
Þá hefur meðalútblástur hjá Audi lækkað um 5,78 prósent niður í 177,36
g/km. Mercedes um 4,13 prósent niður í 192,85 g/km. Áhugavert er að
Lexus, sem leggur talsvert upp úr tvinntæknilækkaði um 2,16 prósent. Með-
alútblásturstalan er engu að síður fremur há, eða 194,85 g/km.
Porsche er slakastur í flokki lúxusbifreiða, þar sem aukning hefur orðið
um 0,63 prósent upp í 275,64 g/km.
Sjá www.fib.is. - stp
í dag klukkan 13.00 við
Kvartmílubrautina Kapelluhrauni.
www.kvartmila.is