Fréttablaðið - 26.07.2008, Síða 28

Fréttablaðið - 26.07.2008, Síða 28
● heimili&hönnun ● BÆÐI ÞJÓÐLEGAR OG TÖFF Það hlýtur að teljast við- eigandi að nota servíettur með lopapeysumynstri þegar þjóðleg- ir réttir, eins og hangikjöt og flatkökur, eru snæddir, jafnvel úti í ís- lenskri náttúru. En þær eru líka svo nútímalegar að þær passa í hvaða samhengi sem er. Þessar servíettur eru hannaðar af listakonunni Heklu Björg Guð- mundsdóttur. Þær eru tiltölulega nýjar af nálinni en hafa algerlega slegið í gegn á íslenskum markaði og fást í öllum blómabúðum, Iðu og Tekkhúsinu svo dæmi séu tekin. Þ að er kreppa og um að gera að spara. En spara fyrir hverju? Væri Marta Rúnarsdóttir, yfirhönnuður og eigandi Logo 69, spurð væri svarið án efa „skóm“. Logo 69 hefur sett á markað skóbauk- inn, bleikan sparigrís, sem ætlað er að taka við klinki sem til fellur og safna mynt í magann sem síðan á að nota til skó- kaupa. Hvort sem sparnaðurinn er tilvilj- anakenndur eða skipulagður þá ætti það að létta á samviskunni á erfiðum tímum að kaupa skó fyrir peninga sem þegar er búið að spara. Skóbaukurinn fæst í Steinari Waage og Kaupfélaginu. Bleiki sæti skógrísinn Yfirlitssýning á verkum franska arkitektsins Dominique Perrault stendur nú yfir í Pompidou-lista- safninu í París. Perrault er af mörgum talinn vera einn af helstu arkitektum samtímans. Bygg- ingar eftir hann standa víða um heim og fjölmargar eru í bygg- ingu í Evrópu, Bandaríkjunum og í Rússlandi. Perrault hefur að mestu feng- ist við stórar byggingar eins og íþróttahús, skýjakljúfa, háskóla, leikhús og fleira. Höfuðeinkenni hans er notkun á stálneti sem hann þekur gjarnan byggingar sínar með eða notar innanstokks til að klæða loft og veggi, eða sem skilrúm. Perrault er þó þekktastur fyrir að hafa hannað þjóðarbókasafn- ið í París fyrir tilstilli Mitter- ands, fyrrverandi Frakklands- forseta. Byggingin olli ekki að- eins byltingarkenndri breytingu á austurhluta borgarinnar, sem Skógur stálbygginga ● Sýning á verkum Dominique Perrault stendur nú yfir í París en Perrault er einn af helstu arkitektum samtímans og sjálfsagt þekktastur fyrir ævintýralega þjóðarbókasafnið þar í borg. Mariinsky-leikhúsið í Sankti Pétursborg er enn í smíðum en áætlað er að það verði tilbúið á næsta ári. Gyllta litinn má víða sjá í verkum Perrault, sem gefur stálbyggingum hans hlýlegra yfirbragð. Dominique Perrault við opnun sýn- ingarinnar í Pompidou-safninu í París. NORDICPHOTOS/GETTY/MARTIN BURE Þekktastur er Perrault sjálfsagt fyrir þjóðarbókasafnið í austurhluta Parísar. Margir ferðamenn jafnt sem borgarbúar sækja þennan borgarhluta eingöngu til að berja bygginguna augum. Perrault er þekktur fyrir að sveipa byggingar sín stálneti sem hann notar líka inni. Bókasafnið er byggt í kringum lítinn skóg og verður ævintýralegt fyrir vikið.Séð innan í þjóðarbókasafnið í París. Sumarblaðið Fjölbreytt, fallegt og hreinlega ómótstæðilegt! Sumarhúsið & Garðurinn Áskriftarsími 578 4800 www.rit.is Blaðið fæst á öllum helstu blaðsölustöðum. 26. JÚLÍ 2008 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.