Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.07.2008, Blaðsíða 42
22 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR Góð vika fyrir... Mel Gibson valdi hárréttan tíma til að heimsækja okkur í gær. Slegið var hitamet þegar Ástralinn góð- glaði spókaði sig í bænum og Ísland færðist í fjórða sæti á Big Mac-vísitölulistanum. Leik- arinn fékk sér þrefaldan kaffi latté og mun hafa verið mjög sáttur við kaffibollann. Auk þess var hann gríðarlega vin- samlegur við gesti og gangandi og hvorki að tala illa um gyðinga né keyra full- ur. Bigga í Maus Það þarf þor og hámarks ein- lægni að standa keikur og opna á sér hjartað jafn innilega og Biggi gerir aftan á næst- mest lesna dagblaði landsins í gær. Ekki aðeins semur hann frið við Bubba Mort- hens heldur segir hann líka það sem okkur öll langar til að segja en þorum bara ekki: Mamma, ég elska þig. Alþýðufólk Nokkur hasar varð á mánudaginn í kjölfar ummæla Bubba um að Björk og Sigur Rós ættu frekar að styðja blá- fátækt alþýðufólk í stað þess að væla þetta endalaust um mosa og grjót. Gerðu það bara sjálfur var svarað á móti. Það er því alveg ljóst að alþýðan á Íslandi á marga hauka í horni og fyrr en síðar hlýtur einhver að ganga fram fyrir skjöldu og styðja hana. Slæm vika fyrir... Ólaf Ragnar Grímsson Fleirum en grautfúlustu sjálfstæðis- mönnunum er farið að finn- ast sem herra forseti vor fjarlægist fullgeyst alþýð- una og ræturnar. Hann ætlar eins og ekkert sé í kokkteilboðin í Kína og býður eintómu slekti og silkihúfum í snobbveisl- urnar á Bessastöðum. Sniðugra hefði til dæmis verið að glæpakvendið Martha Stewart hefði bland- að geði við konuna á Bæjarins beztu sem afgreiddi Clinton með pulsuna í denn og Margréti Sigfúsdóttur sem var í Allt í drasli. Það hefði öllum þótt krúttlegt. Baggalút Nýtt lag með þessum meintu grínistum hvetur til hópnauðgana. Eða svo vill Hjálmar Sigmarsson, ráðskona Karlahóps Fem- ínistafélags Íslands, að minnsta kosti meina og kemur hvorki auga á hæðn- ina né grínið. Sem betur fer er Baggalútur á leið á Íslendingadaginn í Gimli og því verða vonandi allir búnir að gleyma þessu hrylli- lega lagi þegar þeir koma heim. Ferðamenn Náttúran getur verið grimm og er ekki alltaf sæt eins og hvolpur í Disney-mynd. Þessu fengu ferðamenn að kynnast í vikunni. Tveimur þýskum tókst með snarræði að bjarga í öldurótinu í Reyn- isfjöru og hópur í hvalaskoð- un frá Húsavík fékk áfall þegar samhæfðir háhyrning- ar réðust á hrefnu og drápu hana á meðan kálfarnir léku sér í blóðinu. Keikó hvað? Góð vika / slæm vika GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON KÍKIR Í ERLEND BLÖÐ HELGARKROSSGÁTAN 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið tónlistina úr kvikmyndinni Mamma Mia! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystukrossgátuna! Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur Okupa-bar er katalónskt nafn, notað um ólöglega vínveitinga- staði. Þetta eru „hertekin“ híbýli; íbúðir og hús sem stóðu auð, en geyma nú yfirleitt ungt fólk, sem ekki hefur efni eða vilja til að kaupa sér húsnæði á markaði. Það nýtir sér hluta hússins til að selja gestum áfengi. Margar hústökur eru í Evrópu, sérstaklega síðan á hippa- og pönktímum. Sumstaðar er hægt að komast hjá lögum um eignarrétt, og nýta húsnæði sem enginn nýtur. Þetta eru á stund- um gömul hrör- leg hús sem eiga að víkja fyrir nýjum. Breska blaðið Guardian fór á okupa-rölt í Barce- lona í vikunni og lýsir löglausri galeið- unni með fremur jákvæðum orðum. Alloft séu þetta friðsælir staðir og innrétt- ingar hógværar, teknar af skran- sölu eða frá ömmu. Lítt lýstir og ekkert glansar. Notaleg heimilis- stemming, stundum. Slíkir baðstofubarir eru reynd- ar vinsælir víða. Það sem kemst næst þessum stíl hér á landi, ef litið er til innréttinga, er ef til vill Babalú á Skólavörðustíg. Sirkus á Klapparstíg var í áttina líka. Báðir löglegir samt. Vinsælasta okupa-hverfið í Barcelona er Gotneska hverfið. Gleðifólk og atvinnudjammarar sækja helst í gotnesku leynibar- ina, ásamt listamönnum og öðrum slörkurum. Sum verts- húsin þykja svo merkileg að fræga fólkið mætir á nóttunni. Þetta er í tísku. Lögreglan amast auðvitað við þessu framtaki og lokar frjálsu börunum reglulega. En ekki er að sjá að handtökur skili miklu. Dyr þeirra opnast jafnskjótt aftur. Einn þessara staða, reyndar í Raval-hverfi, er And-bannklúbb- urinn, ALA. Þar er margt leyft, sem er annars bannað með lögum. Margir þessara staða voru nefni- lega opnaðir af hugsjón. Og sprúttið er ódýrt. Þjóðverjar eru lengra komnir í þessum efnum en Spán- verjar. Svipaðar knæpur í Berlín hafa verið okúpaðar svo lengi að allir eru búnir að gleyma því. Nema stoltir vert- arnir, sem eru orðnir löglegir skattborgarar, með virðisauka- númer. Oft er talað um að í Reykjavík vanti líf og fjölbreytni og umfram allt ódýran bjór. Nýjar knæpur kosta milljónalán fyrir speglum og stáli, sem kúnninn borgar vælandi. En það er nóg af tómum húsum í miðbæ Reykja- víkur. Þetta gæti verið upplagt almannatengslaverkefni fyrir Torfusamtökin, nú eða Saving Iceland. Koma niður af heiðinni og bjarga okkur um bjór. Fáir myndu fúlsa við þeirri hugsjón. Ölstofur anarkista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.