Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 42
22 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR Góð vika fyrir... Mel Gibson valdi hárréttan tíma til að heimsækja okkur í gær. Slegið var hitamet þegar Ástralinn góð- glaði spókaði sig í bænum og Ísland færðist í fjórða sæti á Big Mac-vísitölulistanum. Leik- arinn fékk sér þrefaldan kaffi latté og mun hafa verið mjög sáttur við kaffibollann. Auk þess var hann gríðarlega vin- samlegur við gesti og gangandi og hvorki að tala illa um gyðinga né keyra full- ur. Bigga í Maus Það þarf þor og hámarks ein- lægni að standa keikur og opna á sér hjartað jafn innilega og Biggi gerir aftan á næst- mest lesna dagblaði landsins í gær. Ekki aðeins semur hann frið við Bubba Mort- hens heldur segir hann líka það sem okkur öll langar til að segja en þorum bara ekki: Mamma, ég elska þig. Alþýðufólk Nokkur hasar varð á mánudaginn í kjölfar ummæla Bubba um að Björk og Sigur Rós ættu frekar að styðja blá- fátækt alþýðufólk í stað þess að væla þetta endalaust um mosa og grjót. Gerðu það bara sjálfur var svarað á móti. Það er því alveg ljóst að alþýðan á Íslandi á marga hauka í horni og fyrr en síðar hlýtur einhver að ganga fram fyrir skjöldu og styðja hana. Slæm vika fyrir... Ólaf Ragnar Grímsson Fleirum en grautfúlustu sjálfstæðis- mönnunum er farið að finn- ast sem herra forseti vor fjarlægist fullgeyst alþýð- una og ræturnar. Hann ætlar eins og ekkert sé í kokkteilboðin í Kína og býður eintómu slekti og silkihúfum í snobbveisl- urnar á Bessastöðum. Sniðugra hefði til dæmis verið að glæpakvendið Martha Stewart hefði bland- að geði við konuna á Bæjarins beztu sem afgreiddi Clinton með pulsuna í denn og Margréti Sigfúsdóttur sem var í Allt í drasli. Það hefði öllum þótt krúttlegt. Baggalút Nýtt lag með þessum meintu grínistum hvetur til hópnauðgana. Eða svo vill Hjálmar Sigmarsson, ráðskona Karlahóps Fem- ínistafélags Íslands, að minnsta kosti meina og kemur hvorki auga á hæðn- ina né grínið. Sem betur fer er Baggalútur á leið á Íslendingadaginn í Gimli og því verða vonandi allir búnir að gleyma þessu hrylli- lega lagi þegar þeir koma heim. Ferðamenn Náttúran getur verið grimm og er ekki alltaf sæt eins og hvolpur í Disney-mynd. Þessu fengu ferðamenn að kynnast í vikunni. Tveimur þýskum tókst með snarræði að bjarga í öldurótinu í Reyn- isfjöru og hópur í hvalaskoð- un frá Húsavík fékk áfall þegar samhæfðir háhyrning- ar réðust á hrefnu og drápu hana á meðan kálfarnir léku sér í blóðinu. Keikó hvað? Góð vika / slæm vika GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON KÍKIR Í ERLEND BLÖÐ HELGARKROSSGÁTAN 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Þú gætir unnið tónlistina úr kvikmyndinni Mamma Mia! Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! Leystukrossgátuna! Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur Okupa-bar er katalónskt nafn, notað um ólöglega vínveitinga- staði. Þetta eru „hertekin“ híbýli; íbúðir og hús sem stóðu auð, en geyma nú yfirleitt ungt fólk, sem ekki hefur efni eða vilja til að kaupa sér húsnæði á markaði. Það nýtir sér hluta hússins til að selja gestum áfengi. Margar hústökur eru í Evrópu, sérstaklega síðan á hippa- og pönktímum. Sumstaðar er hægt að komast hjá lögum um eignarrétt, og nýta húsnæði sem enginn nýtur. Þetta eru á stund- um gömul hrör- leg hús sem eiga að víkja fyrir nýjum. Breska blaðið Guardian fór á okupa-rölt í Barce- lona í vikunni og lýsir löglausri galeið- unni með fremur jákvæðum orðum. Alloft séu þetta friðsælir staðir og innrétt- ingar hógværar, teknar af skran- sölu eða frá ömmu. Lítt lýstir og ekkert glansar. Notaleg heimilis- stemming, stundum. Slíkir baðstofubarir eru reynd- ar vinsælir víða. Það sem kemst næst þessum stíl hér á landi, ef litið er til innréttinga, er ef til vill Babalú á Skólavörðustíg. Sirkus á Klapparstíg var í áttina líka. Báðir löglegir samt. Vinsælasta okupa-hverfið í Barcelona er Gotneska hverfið. Gleðifólk og atvinnudjammarar sækja helst í gotnesku leynibar- ina, ásamt listamönnum og öðrum slörkurum. Sum verts- húsin þykja svo merkileg að fræga fólkið mætir á nóttunni. Þetta er í tísku. Lögreglan amast auðvitað við þessu framtaki og lokar frjálsu börunum reglulega. En ekki er að sjá að handtökur skili miklu. Dyr þeirra opnast jafnskjótt aftur. Einn þessara staða, reyndar í Raval-hverfi, er And-bannklúbb- urinn, ALA. Þar er margt leyft, sem er annars bannað með lögum. Margir þessara staða voru nefni- lega opnaðir af hugsjón. Og sprúttið er ódýrt. Þjóðverjar eru lengra komnir í þessum efnum en Spán- verjar. Svipaðar knæpur í Berlín hafa verið okúpaðar svo lengi að allir eru búnir að gleyma því. Nema stoltir vert- arnir, sem eru orðnir löglegir skattborgarar, með virðisauka- númer. Oft er talað um að í Reykjavík vanti líf og fjölbreytni og umfram allt ódýran bjór. Nýjar knæpur kosta milljónalán fyrir speglum og stáli, sem kúnninn borgar vælandi. En það er nóg af tómum húsum í miðbæ Reykja- víkur. Þetta gæti verið upplagt almannatengslaverkefni fyrir Torfusamtökin, nú eða Saving Iceland. Koma niður af heiðinni og bjarga okkur um bjór. Fáir myndu fúlsa við þeirri hugsjón. Ölstofur anarkista

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.