Fréttablaðið - 26.07.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 26.07.2008, Síða 46
26 26. júlí 2008 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Öh... Afsakið, frú mín góð... Já? Gleymdir þú einhverju í dag? Já, almáttugur! Klikkuð! Alveg klikkuð! Palli, má ég spyrja hvað gömlu hátalararnir eru að gera á baðvigtinni? Ég ætla að komast að því hvað þeir eru þungir. Pabbi sagði að ég mætti selja þá á netinu og halda peningunum. Og ekki nóg með það! Hann sýndi mér fullt af dóti til viðbótar sem ég má selja. Þér finnst þú virkilega klókur. Þú sagðir: hreinsaðu háaloftið... Þú sagðir ekki hvernig. Sögur af dýrahótelinu Ívar íkorni og bróðir hans Ég vona að þú finnir heimili! Ég vona að þú finnir heimili! Hei, kannski verður þú næst fyrir valinu! Hei, kannski verður þú næst fyrir valinu! Við höfum setið saman í búri of lengi. Við höfum setið saman í búri of lengi. Gjörðu svo vel, það fylgir einn tómatur með hverri múffu! Nei, takk. Ég borða ekki tómata! En hann er ókeypis! Taktu hann! Taktu hann! Nei! Nei! Ég sagði, taktu hann! Það er erfiðara að gera sumum til hæfis en öðrum Má ég gera næsta til hæfis? Opið allan sólarhring- inn, fríir drykkir „Á íslensku má alltaf finna svar,“ sagði í mjólkurauglýsingunni sem sýnd var fyrir hvern einasta fréttatíma. Vissu- lega er fullyrðingin rétt. Allir geta fundið svar, en það er fárra að finna gott svar. Dagfarsprúði snillingurinn Dagur Kári sagði í viðtali á dögun- um að það væri mun auðveldara að skrifa texta á ensku en íslensku. Hann vildi meina að íslenskt ritmál væri svo langt frá töluðu máli að það gerði íslenskum höfundum mjög erfitt fyrir. Hann hefur rétt fyrir sér. Reynið bara að lesa fyrstu málsgrein þessa texta upphátt fyrir einhvern annan og láta hana hljóma eðlilega og sannfærandi. Á Íslandi eru allir rithöfundar og annar hver maður hefur gefið út bók. En þegar kemur að því að búa til góða texta sem flytja á á sviði, í sjónvarpi eða í útvarpi vandast málið. Leikarar fá oft vonlausan texta að vinna með og verður útkoman vægast sagt vandræðaleg. Þó kom- ast sú vandræðalegheit ekki í hálf- kvisti við aulahrollinn sem heltek- ur mann þegar íslenskar sveitaballahljómsveitir gefa út ný lög. Oftast er verið að herma eftir því sem vinsælt er í útlandinu og stundum með ágætis árangri. Þegar kemur að því að gubba út úr sér textanum er hins vegar annað upp á teningnum. Ég var alltaf þeirrar skoðunar að flestir íslenskir popptónlistarmenn hefðu málþroska á við malbik. Alveg þangað til ég fór að rýna betur í texta þeirra erlendu sveita og söngvara sem ég hlusta reglu- lega á og falla undir poppmenn- ingu. Chris Martin í Coldplay syng- ur til dæmis um hvað honum líði illa og að hann sé allur gulur, Bono vill grafa í sál sinni eins og mold- varpa og Michael Jackson er sama hvort hlutirnir séu hvítir eða svartir. Humm … Textarnir eru eins en einhvern veginn hljóma þeir betur á ensku. En hafa textar landa minna eitt- hvað batnað við þessa uppgötvun mína? Nei. Ég bíð heldur eftir næstu malbiksplötu en að hlusta á eitthvert af sólar-böndunum. STUÐ MILLI STRÍÐA Ísland, best í heimi en bara í skrifuðu máli TRYGGVI GUNNARSSON VELTIR FYRIR SÉR AF HVERJU ÍSLENSKIR DÆGURLAGATEXTAR ERU SVONA SLÆMIR V in n in g a r v e rð a a fh e n d ir h já B T S m á ra li n d . K ó p a v o g i. M e ð þ v í a ð t a k a þ á tt e rt u k o m in n í S M S k lú b b . 1 4 9 k r/ sk e y ti ð . FRÁ MANNFÓLKINU SEM FÆRÐI OKKUR „FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ “…EINHVER BESTA TEIKNIMYND SEM ÉG HEF SÉð.” – KVIKMYNDIR.IS “…EIN BESTA MYND SUMARSINS…” –USA TODAY “…MEISTARVERK.” – NEW YORK MAGAZINE FRUMSÝND 30. JÚLÍ HVER VINNUR! 9. SENDU SMS BTC WALL Á NÚMERIÐ 1900 VINNINGAR: BÍÓMIÐAR, WALL· E TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR OG FLEIRA! Geislabaugar og gígjur Krá

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.