Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 47

Fréttablaðið - 26.07.2008, Page 47
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 > PUSSYCAT KIM Kim Kardashian verður næsti gest- ur hjá Pussycat Dolls, en hún mun feta í fótspor Scarlett Johanson og Christinu Aguilera og koma fram með bandinu í haust. Kim er helst þekkt fyrir að vera mikið úti á líf- inu og hafa þrýstinn bakhluta, en hún og fjölskylda henn- ar eru einnig í sviðsljósinu í veruleikaþáttunum Meet The Kardashians. E N N E M M / S ÍA / N M 34 76 9 Nú er potturinn fjórfaldur og stefnir í 20 milljónir. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is ein stærstu myndlistarver©laun heims kynna 26 norræna myndlistarmenn í listasafni kópavogs – ger©arsafni hamraborg 4 | kópavogi 19. júní – 10. ágúst opi© alla daga nema mánudaga kl 11 – 17 lei©sögn mi©vikud. kl. 12 og sunnud. kl. 15 www.gerdarsafn.is | www.carnegieartaward.com folk@frettabladid.is Fréttablaðið hefur fjallað um sérstætt mál, kæru Sverris Stormskers á hend- ur Eyjólfi Kristjánssyni þess efnis að brotið hafi verið á höfundarrétti með því að titla Sverri Ólafsson en ekki Stormsker. STEF hefur ályktað í málinu og Sverrir fagnar. „Eyfi sagði í viðtali í Fréttablað- inu fyrir stuttu að hann skildi ekk- ert í því hvernig mér dytti í hug að kæra sig fyrir að skrá mig ekki mínu rétta höfundarnafni á plötu sinni og fannst ég greinilega ekki vera með öllum mjalla. Núna ligg- ur niðurstaða lögfræðings STEF fyrir, og hvor okkar skyldi nú vera með öllum mjalla?“ spyr Sverrir Stormsker tónlistarmaður. Niðurstaða í máli hans á hendur Eyjólfi Kristjánssyni liggur nú fyrir en Sverrir sagði hann hafa brotið höfundarréttarlög með því að skrá hann fyrir laginu „Gott“ sem Sverri Ólafsson en ekki Sverri Stormsker sem er höfundarnafn Sverris auk þess að sem slíkur er hann þekktur. Í bréfi Eiríks Tóm- assynar, lögmanns STEF, til Eyfa segir meðal annars að vegna þess hversu langt er um liðið frá því diskurinn „Engan jass hér“, þar sem lagið er að finna, kom út verður ekki gripið til aðgerða af hálfu STEF en ætlast til þess að höf- undarnafnið Sverrir Stormsker verði notað eftirleiðis þegar hans er getið sem textahöf- undur lagsins Gott. „Hann var að brjóta höfundarréttarlög. Einfalt. Ég hélt að allir starfandi tónlistarmenn vissu eitthvað um höfundarréttar- lög og ég held reyndar að Eyfi hafi alveg vitað hvað hann var að gera með þessu feluleiksmakki sínu. Það eru 6 ár síðan þessi plata hans kom út með texta mínum „Gott“ og STEF sér því ekki ástæðu til að aðhaf- ast frekar í málinu og ég þar af leiðandi ekki heldur, nema hann geri eitthvað meira á minn hlut. STEF áminnti hann hinsvegar. Ég þyk- ist vita að hann muni ekki einu sinni biðja mig afsökunar á þessum „mis- tökum“ sínum. Ef eitthvað er þá held ég að honum og Stebba góðvini hans þætti frekar fýsilegra að reyna að klekkja á mér með moldvörpu- starfsemi. Sögurnar sem ég heyri eru allavega í þá átt. Sumir geta villst og endað úti í móa þó þeir séu með kompás í hendinni. Ef menn vilja hasar þá fá þeir hasar,“ segir Sverrir. Eyfi segir Sverri verða sér til minnkunar í þessu máli sem ekk- ert er. „Það er ekki eins og hann hafi ekki fengið STEF-gjöldin! Hann hefði getað hringt í mig og beðið um leiðréttingu. Ég veit ekki einu sinni hvernig þessi skráning er til komin. Líklega frá honum sjálfum upphaflega. En hann vill fara þessa fáránlegu leið, líklega þakkirnar fyrir að hafa sungið frítt fyrir hann sjö lög inn á plötu - þeirra á meðal „Andskotans“ og „Hildi“ sem fóru hátt á vinsælda- listum. En þó þessi framkoma eigi eftir að koma í hausinn á honum þá vorkenni ég honum fremur en að vera honum reiður,“ segir Eyfi. jakob@frettabladid.is Eyfi braut á Sverri Stormsker EYFI Segir málið fáránlegt og þetta séu þá þakkirnar fyrir að hafa sungið frítt fyrir Sverri sjö lög inn á plötur. SVERRIR STORMSKER Hrósar nú sigri í máli sínu á hendur Eyfa sem hefur verið áminntur af lögmanni STEF fyrir að kalla Sverri Sverri Ólafsson en ekki Sverri Storm- sker. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikkonan Jennifer Aniston flaug til London fyrir stuttu til þess að vera með kærasta sínum, söngv- aranum John Mayer, sem er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu. Jennifer sást snæða kvöldverð með vinkonu sinni eitt kvöldið á litlum fjölskylduveitingastað í Chelsea-hverfinu í London á meðan John flaug til Danmerkur fyrir næstu tónleika sína. Söngv- arinn er víst mjög duglegur í tannhirðu og á tónleikum vill hann hafa nóg af tannburstum, munn- skoli og tannþráði baksviðs. „Ég vil nýjan tannbursta á hverjum degi. Sem rokkstjarna get ég leyft mér það,“ viðurkenndi John. Vill nýjan tann- bursta daglega JENNIFER ANISTON Flaug til London til þess að geta verið með kærasta sínum. Bassaleikari Rolling Stones, Ronnie Wood, er sem kunnugt er kominn í meðferð. Rokkarinn skráði sig í meðferð að ósk fjölskyldu sinnar eftir að hafa eytt tvemur vikum á sveitasetri sínu á Írlandi ásamt tvítugri kærustu sinni. Vinur Ronnies sagði í viðtali við The Sun að Ronnie fengi ekki að eiga í neinum samskiptum við umheiminn næstu daga á meðan hann ynni að bata sínum. „Ronnie sækir fundi og í einum þeirra sagðist hann elska tvær konur, eiginkonu sína og kærustu. Þetta hljómar undarlega en svona sér hann þetta. Sjálfum finnst honum að fjölmiðlar hafi gert úlfalda úr mýflugu þegar þeir fjölluðu um framhjáhald hans, en það er einmitt hluti vandans, honum finnst hann ekki hafa gert neitt rangt.“ Eiginkona Ronnies sagði í kjölfar framhjáhaldsins að hjónabandi þeirra til 23 ára væri lokið. Wood elskar báðar RONNIE WOOD Kominn í meðferð og segist elska tvær konur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.