Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 26.07.2008, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 26. júlí 2008 31 GOLF Eygló Myrra Óskarsdóttir er enn í forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í Vestmannaeyj- um. Eygló lék á 79 höggum í gær, fimm fleiri en í gær. Hún er sam- tals þrettán höggum yfir pari. Einu höggi á eftir henni koma Tinna Jóhannsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir og Helena Árnadóttir sem lék best kvennanna í gær. Helena spilaði hringinn á 72 högg- um, tveimur yfir pari. „Ég held að betri einbeiting hafi skilað þessu,“ sagði Helena sem bætti sig um tíu högg frá fyrsta keppnisdegi. „Ég var að slá betur og pútta betur og það gekk eiginlega bara allt betur í dag en í gær. Stutta spilið var mjög gott og ég hitti brautina vel. Ég var í litlum vandræðum.“ Helena segir að vindurinn hafi verið mjög sterkur og hann hafi sett sitt strik á skorkortin. „Þegar vindurinn er svona þá má lítið klikka til að allt fari í vitleysu. Vindurinn var mjög sterkur,“ sagði Helena sem sagði að það væri sjaldnast sem það kæmi fyrir að það blési ekki á vellinum í Vestmannaeyjum. „Það er auðveldara að missa einbeitinguna þegar veðrið er svona. Ef ég finn að ég er ekki með fulla einbeitingu hætti ég að slá og reyni að einbeita mér að fullu að höggunum og halda púls- inum réttum. Anda djúpt,“ sagði Helena sem ætlar að bæta vippin í dag. Helena átti högg gærdagsins og líklega mótsins á sextándu holu í gær, sem er par fimm. Hún var um 80 metra frá holu, tók upp „wedge“ og gerði sér lítið fyrir og hitti fyrir erni. „Það var geðveikt. Boltinn lenti í brekku á flötinni og rann fallega ofan í holuna. Þetta var voða gaman.“ Hún spilaði með Eygló Myrru fyrstu tvo dagana og segir hana mjög efnilega. „Eygló er búin að vera í feiknastuði. Hún var að pútta mjög vel og var mjög ein- beitt,“ sagði Helena sem býst við mikilli spennu fram á síðustu holu. „Það lítur út fyrir að þetta verði spennandi alveg fram undir lokin. Þannig á þetta líka að vera, við erum allar í einum hnapp,“ sagði Helena. - hþh Helena Árnadóttir lék best allra kvenkylfinga í Vestmannaeyjum í gær en Eygló Myrra er enn í forystu: Setti niður af 80 metra færi fyrir erni STAÐAN Í KVENNAFLOKKI: 1. Eygló M. Óskarsdóttir, GO 153 (+13) 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK 154 (+14) 3. Nína B. Geirsdóttir, GKJ 154 (+14) 4. Helena Árnadóttir, GR 154 (+14) 5. Ásta B. Magnúsdóttir, GK 155 (+15) 6. Ragnhildur Sigurð., GR 158 (+18) 7. Ragna B. Ólafsdóttir, GK 159 (+19) 8. Þórdís Geirsdóttir, GK 160 (+20) 9. Valdís Þ. Jónsdóttir, GL 162 (+22) 10. Andrea Ásgrímsd., GA 162 (+22) 11. Guðrún Brá Björgv. GK 165 (+25) 12. Hanna L. Sigurðard., GR 166 (+26) 13. Guðrún Pétursdóttir, GR 167 (+27) 14. Heiða Guðnadóttir, GS 170 (+30) 15. Ingunn Gunnarsd., GKG 179 (+39)HANDBOLTI Strandhandboltamótið 2008 verður haldið í Nauthólsvík í dag en þar munu sextán lið keppa um Íslandsmeistaratitilinn í greininni. Mótið hefst klukkan 9.00 í dag og því lýkur með úrslitaleik klukkan 16.45. Það er ekki bara gullið sem er í boði því stefnan hefur verið sett á að senda landslið til keppni erlendis næsta sumar en mörg alþjóðleg mót eru haldin víða um Evrópu. Fimm bestu leikmönnum mótsins verður boðið í fyrsta íslenska landsliðið í strandhandbolta. - óój Strandhandboltamótið 2008: Landsliðssæti í boði í dag 2007 Hér sjást tilþrif frá Íslandsmótinu í fyrrasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL GÓÐAR SAMAN Forystus- auðurinn Eygló Myrra og Helena Árnadóttir sem lék best allra í gær fylgj- ast hér með keppninni. Þær spiluðu saman fyrstu tvo dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR GOLF Heiðar Davíð Bragason hefur fjögurra högga forystu á Íslands- mótinu í Vestmannaeyjum eftir að hafa leikið á þremur undir pari í gær. Heiðar tekur forystuna af Íslandsmeistaranum Björgvini Sigurbergssyni sem náði ekki að fylgja góðum fyrsta degi eftir. Hann lék á fjórum yfir pari í gær og er samtals á pari. „Ég hef verið í ágætis formi og það er mikilvægt að halda jafnað- argerðinu í þessu veðri. Það þýðir ekkert að vera a´pirra sig á hlut- unum. Svo hef ég verið að redda mér ágætlega sem er nauðsynlegt ef maður ætlar að spila vel í þessu veðri,“ sagði Heiðar við Frétta- blaðið í gær. „Ég hef verið að spila nokkuð stöðugt golf og það hefur verið lítið um mistök. Það er ekki auð- velt en völlurinn er það góður að það hefst ágætlega,“ sagði Heiðar sem var mjög ánægður með seinni níu holurnar sem hann spilaði á fjórum undir. Hann var sáttur með púttin í gær og þokkalega sáttur með vipp- in. „Ég hef verið að slá þokkalega en það er reyndar erfitt að segja hvort maður sé að slá vel eða ekki í þessum vindi. Maður getur sleg- ið gott högg en vindurinn feykt boltanum í burtu,“ sagði Heiðar sem heldur sér vel á jörðinni þrátt fyrir að vera í forystu. „Mótið er bara hálfnað og það getur heilmikið gerst. Ég er ekk- ert að fara að opna kamðpavínið. Það verður geymt til sunnudags- ins.“ Keppendur hefur nú verið fækk- að í 72 en 100 karlar hófu leik. Þeir sem voru í 73. sæti voru á 21 höggi yfir pari. Í dag verður ein viðamesta útsending frá íþróttaviðburði á Íslandi á Stöð 2 Sport. Um 60 manns koma að henni en Páll Ket- ilsson og atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson munu lýsa mótinu. Útsendingin hefst klukkan 15.00. - hþh Heiðar Davíð Bragason hefur tekið forystuna af Björgvini Sigurbergssyni í karlaflokki: Ætlar að geyma kampavínið til sunnudags STAÐAN Í KARLAFLOKKI: 1. Heiðar D. Bragason, GR 136 (-4) 2. Ottó Sigurðsson, GR 140 (0) 3. Björgvin Sigurbergsson,GK 140 (0) 4. Sigmundur E. Máss., GKG 141 (+1) 5. Örn Ævar Hjartarson, GS 141 (+1) 6. Kristján Þ. Einarsson, GKJ 142 (+2) 7. Ólafur Björn Loftsson, NK 42 (+2) 8. Sigurpáll G. Sveinss., GKJ 142 (+2) 9. Guðjón H. Hilmars.,GKG 144 (+4) 10. Auðunn Einarsson, GK 144 (+4) HEIÐAR Slær hér í Eyjum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Indriði Sigurðsson hefur fram- lengt samning sinn við Lyn. Hann er nú samningsbundinn út árið 2011 en félög í Danmörku höfðu sýnt honum áhuga. Indriði kom til Lyn árið 2005 og segist ekki hafa haft nokkurn áhuga á því að færa sig um set. - hþh Indriði Sigurðsson: Áfram hjá Lyn FÓTBOLTI Valur hefur hætt við að fá Bjarna Guðjónsson til sín frá ÍA. „Málið tók óvænta og öfgafulla stefnu í morgun. Við sáum ástæðu til að draga okkur úr viðræðunum og við drógum tilboð okkar til baka. Bjarni verður ekki leikmaður Vals,“ sagði Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fréttablaðið í gær. Allt stefnir nú í að Bjarni gangi í raðir KR eftir leik ÍA og FH á sunnudagskvöld. Gísli Gíslason, formaður knattspyrnudeildar ÍA, vildi sem minnst tjá sig um málið en sagði að ekki hefði náðst samkomulag um kaupverð við neitt félag. „Hvað gerist á sunnudagskvöld eða mánudag kemur bara í ljós,“ sagði Gísli. - hþh Valur hætt við Bjarna: Bjarni færist nær KR-ingum FÓTBOLTI Þór/KA vann Stjörnuna 2-0 í Landsbankadeild kvenna í gær. Ivana Ivanovic skoraði með fallegu skoti í fjærhornið áður en Rakel Hönnudóttir kláraði leikinn skömmu fyrir leikslok. „Leikurinn var jafn í upphafi en mér fannst við betri eftir það,“ sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Þórs/KA eftir leikinn í gær. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Við erum að nálgast toppsætin og við spiluðum vel. Við komum frá Reykjavík klukkan 5 á þriðju- dagsnóttina og það var ákveðin þreyta í stelpunum en þær stóðu sig frábærlega.“ - hþh Þór/KA vann Stjörnuna: „Stelpurnar voru frábærar“ FÖGNUÐUR Stelpurnar í Þór/KA gátu leyft sér að fagna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN HANDBOLTI Það er stutt á milli hlát- urs og gráts segir málshátturinn. Hann á við íslenska landsliðið í handbolta sem treystir á að Ung- verjar vinni Þýskaland í kvöld á heimsmeistaramóti U-20 ára liða í Makedóníu. Gerist það kemst liðið áfram í milliriðil, ef ekki fer liðið í annan riðil þar sem spilað verður um sæti neðarlega á mótinu. Ísland tapaði fyrir Rúmeníu í gær með fjórum mörkum, 32-28. Það vann frækinn sigur á Þýska- landi á fimmtudag og segir lands- liðsþjálfarinn að þreyta hafi gert vart við sig. „Aðalmunurinn fannst mér vera þreytan á liðunum. Við spiluðum mjög erfiðan leik í gær á meðan þær hvíldu. Þetta er gríðarlegt álag á leikmenn og þeir eru þreytt- ir,“ sagði Stefán Arnarson lands- liðsþjálfari við Fréttablaðið í gær- kvöldi. „Það er erfitt í svona sterkum riðli að sýna alltaf 100% frammi- stöðu en þær eiga hrós skilið fyrir að reyna allan tímann.“ Rúmenar leiddu nánast allan leikinn. Staðan var 10-10 áður en Rúmenar tóku forystuna og leiddu með fjórum til fimm mörkum allan síðari hálfleikinn. „Við spiluðum ekki nógu góða vörnin. Heilt yfir er eina skýring- in samt sú að leikmenn voru þreyttir,“ sagði Stefán sem segir liðsheildina hafa verið mjög sterka. Ísland er nú í þeirri stöðu að þurfa að treysta á aðra upp á fram- haldið en með sigri í gær væri það komið áfram. „Ef Ungverjaland vinnur Þýskaland komumst við áfram á betri markatölu en Rúm- enar, sem ég býst við að vinna Sló- vena. Ef ekki þá þurfum við að bíta í það súra epli að komast ekki áfram,“ sagði Stefán. Ef liðið kemst áfram fer það upp í milliriðil með þrjú stig og mætir þar Danmörku, Japan og Svartfjallalandi. „Þá ættum við góðan möguleika á að spila til verðlauna,“ segir Stefán. „Gengið hefur verið mjög gott. Ef liðið hefði verið í öðrum riðli væri það löngu komið áfram. Liðið er búið að standa sig frábærlega og það eiga allir hrós skilið. Liðið er klárlega að stimpla sig inn sem vel samkeppnishæft á heimsvísu. Við höfum tapað tveimur leikjum af síðustu ellefu og það segir meira en margt.“ hjalti@frettabladid.is Sýnileg þreytumerki á stelpunum Það ræðst ekki fyrr en í kvöld hvort Ísland komist áfram í milliriðil á HM U-20 ára liða. Ef það gerist er lið- ið í frábærum málum í milliriðli. Ísland tapaði í gær og segir landsliðsþjálfarinn að þreyta hafi hrjáð liðið. STOLTUR Landsliðsþjálfarinn er stoltur af stelpunum sínum sem syngja hér þjóðsönginn í Makedóníu. FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.