Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.07.2008, Qupperneq 10
10 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Ösp Viggósdóttir gerir athugasemdir við neytendadálkinn í síðustu viku þar sem borið var saman verð á hlutum keyptum á Amazon. com og í verslunum á Íslandi: Framsetningin var langt frá raunveruleika okkar sem verslum á netinu, skrifar Ösp. Í fyrsta lagi það að kaupa eitt eintak í einu, það gera Íslendingar aldrei, heldur kaupum við 3-10 eintök, hvort sem við kaupum bækur, DVD eða eitthvað annað. Þá verður sendingarkostnaðurinn og meðferðar- gjald tollsins hlutfallslega lítill hluti af heildarverði og þá næst fram raunveru- legur sparnaður. Annað sem ég hnaut um var að þetta voru allt dæmi frá amazon.COM, sem er í Bandaríkjun- um. Ég versla yfirleitt á breska amazon, amazon.co.uk, kaupi svo til eingöngu bækur en eitthvað líka af DVD. Sendingarkostnaður er mun lægri þar sem sendingin fer frá einu Evrópulandi til annars en ekki milli heimsálfa. Auk þess berast pakkarnir yfirleitt innan viku. Hvernig væri að gefa neytendum raunhæft dæmi, t.d. 3-6 bækur frá Amazon (á .com OG .co.uk)? Alveg sjálfsagt. Hér eru dæmi af sex bókum og verðin í Eymundsson, Amazon.co.uk og Amazon.com. Sparnaður er 4.681 krónur væru bækurnar pantaðar frá Amazon.co.uk og 3.740 krónur væru þær pantaðar frá Amazon.com. Fullyrðingar Aspar eru því réttar. Það felst raunverulegur sparnaður í magninnkaupum. Enn af innkaupum í gegnum netið: Raunverulegur sparnaður með magninnkaupum Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Eymundsson samtals: 17.270 kr. Paulo Coelho - Brida (1.995 kr.), Eric Clapton the Autobiography (2.495 kr.), Bob Dylan 1962-2001 lyrics (3.595 kr.), Paul Arden - God explained in a taxi ride (1.795 kr.), Amy Sohn - Sex and the City (2.395 kr.), Simone & Ines Ortega - 1080 recipes (4.995 kr.). Amazon.co.uk samtals: 12.589 kr – 4.681 kr minna en hjá Eymundsson. Bækur samtals 59,25 pund. Póstkostnaður: 9,93 pund. Samtals 69,18 pund (x*164 = 11.345 kr.) Gjöld í tollinum: 1.244 kr (794 kr. (7 prósenta vsk.) + 450 kr (tollmeðferðargjald). Amazon.com samtals: 13.530 kr - 3.740 kr. minna en hjá Eymundsson. Bækur samtals 120.35$. Póst- kostnaður: 27.93$. Samtals 148.28 dollarar (x 82.44 = 12.224 kr). Gjöld í tollinum: 1.306 kr. (856 kr (7 prósenta vsk.) + 450 kr (tollmeðferðargjald). ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 31 16 0 7. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota RAV4 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 06.05 Ekinn: 52.000 km Verð: 2.750.000 kr. Skr.nr. LL-521 Tilboð: 2.390.000 kr. Lexus RX350 EXE Sóllúga, loftpúðafjöðrun 3500 Bensín sjálfsk. Á götuna: 08.07 Ekinn: 16.000 km Verð: 7.560.000 kr. Skr.nr. SVX-48 Toyota Land Cruiser 100 Sóllúga, navigation, dráttarbeisli 4200 Dísel sjálfsk. Á götuna: 09.04 Ekinn: 109.000 km Verð: 6.950.000 kr. Skr.nr. AT-225 Tilboð: 5.990.000 kr. BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla með 12 mánaða viðbótarábyrgð. Range Rover HSE Sóllúga, leður, navigation o.fl. 4400 Bensín sjálfsk. Á götuna: 07.04 Ekinn: 59.000 km Verð: 5.990.000 kr. Skr.nr. LS-233 Lexus RX400H Luxury Navigation, Mark Levinson 3300 Bensín/rafmagn sjálfsk. Á götuna: 01.06 Ekinn: 40.000 km Verð: 6.560.000 kr. Skr.nr. DJ-698 SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA BETRI EN AÐRIR Toyota Land Cruiser 200 Navigation, sóllúga 4500 Dísel sjálfsk. Á götuna: 01.08 Ekinn: 12.000 km Verð: 12.600.000 kr. Skr.nr. DPP-47 TYRKLAND, AP Óvíst er hverjir bera ábyrgð á tveimur sprengingum í Istanbúl í Tyrklandi í fyrrakvöld. Sautján létust og hundrað og fimmtíu slösuðust í sprengingunum. Tyrknesk yfirvöld hafa bendlað uppreisnarmenn Kúrda við árásina. PKK, uppreisnarhópur Kúrda, neitar þó alfarið aðild. Ýjuðu talsmenn hans að því að veraldlegir þjóðernissinnar ættu sök á árásinni. Mikill rígur hefur verið undanfarna mánuði milli hófsamra íslamskra afla í ríkisstjórn Tyrklands og veraldlegra afla í tyrkneska hernum og dómskerf- inu. Höfðað hefur verið mál til að fá hinum ríkjandi Réttlætis- og þróunarflokki slitið fyrir að grafa undan veraldlegu stjórnkerfi ríkisins sem bundið er í tyrknesku stjórnarskrána. Er dóms að vænta á næstu dögum, og telja sumir árásina tengjast því. Íslamistar hafa einnig verið bendlaðir við árásina. Árið 2003 létust nærri sextíu í árásum á skrifstofu breska ræðismannsins, breskan banka og sýnagógur í Istanbúl. Liðsmenn hryðjuverka- samtakanna al-Kaída báru ábyrgð á þeim árásum. - gh Óvíst er hverjir bera ábyrgð á blóðugri sprengjuárás í Istanbúl í fyrradag: Kúrdum kennt um sprengjur FÓRNARLAMB ÁRÁSARINNAR Sprengjurnar sprungu á fjöl- mennri götu í íbúahverfi. NORDICPHOTOS/AFP KÁTUR George W. Bush Bandaríkja- forseti heldur á hinum fimm mánaða gamla Stanley Debshaw. Bush var á fjáröflunarsamkomu repúblikana í Illinois-ríki. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUFRÉTTIR Árekstur við Kjarnaskóg Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Drottn- ingarbraut á Akureyri í gær. Áverkar mannsins voru ekki taldir alvarlegir að sögn lögreglu. Báðir bílar eru voru dregnir af vettvangi. Ung kona ók á brúarstólpa Kona á þrítugsaldri ók á brúarstólpa á Suðurlandsvegi við Krókháls í fyrrinótt. Konan var ein í bílnum og er grunuð um að hafa verið undir áhrifum lyfja eða ólöglegra fíkniefna að sögn lögreglu. Hún slapp ómeidd frá árekstrinum. Tugum milljarða sóað í Írak Bandaríkjamenn hafa sóað tugum milljarða króna í misheppnuð verkefni í Írak. Þetta kemur fram í rannsókn á verktakasamningum í Írak sem Bandaríkjaþing fyrirskipaði og enn er unnið að. ÍRAK KAMBÓDÍA, AP Þjóðarflokkur fyrrverandi rauða khmerans Huns Sen, forsætisráð- herra Kambód- íu, vann stórsig- ur í kosningum um helgina. Fyrstu tölur benda til þess að flokkurinn hafi náð 91 af 123 þingsætum. Vinsældir Huns Sen hafa aukist mjög undanfarið í tengslum við deilu við Taílendinga um eignar- ráð yfir fornu hindúahofi á landamærum ríkjanna. Hun Sen hefur verið við völd í Kambódíu í 23 ár. Hann varð yngsti forsætisráðherra heims árið 1985, aðeins 33 ára gamall. - gh Kosningar í Kambódíu: Stórsigur fyrr- verandi khmera HUN SEN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.