Fréttablaðið - 29.07.2008, Page 12

Fréttablaðið - 29.07.2008, Page 12
12 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Nýbygging Listaháskóla í miðborginni Vinningstillaga +Arki- tekta að nýbyggingu Lista háskóla Íslands á svokölluðum Frakkastígs- reit á horni Laugavegs og Frakkastígs var kynnt nýverið. Óhætt er að segja að tillagan hafi strax vakið mikla athygli en í henni er gert ráð fyrir að átta hús víki fyrir þessari rúmlega 13.500 fermetra byggingu. Á miðju síðasta ári gerðu Lista- háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið samn- ing við fasteignafélagið Samson Properties ehf. um að skólanum yrði fundinn staður á svonefndum Frakkastígsreit í Reykjavík. Hönnunarkeppni var haldin um byggingu skólans með það að markmiði að öll starfsemi skólans, sem nú er á þremur stöðum í Reykjavík, yrði komin í húsið haustið 2011. Einnig voru gerðar kröfur um fagurfræði og metnaðarfullan arkitektúr auk þess sem gerð var krafa um að byggingin aðlagaðist sem best borgarmyndinni. Keppendum var uppálagt að taka tillit til sögulegra einkenna og að hönnun hússins styddi við skipu- lagsmarkmið og áætlanir Reykja- víkurborgar um miðborgina. Er sérstaklega nefnt að á jarðhæðum skuli gert ráð fyrir að starfsemi uppfylli kröfur borgarskipulags um notkun göturýma. Einnig var lögð áhersla á að umferðarflæði tæki mið af fyrir- liggjandi deiliskipulagi og bíla- kjallara sem verði undir bygging- um. Í umsögn dómnefndar um vinn- ingstillöguna segir að hún sé mjög sterk og byggi á einfaldri hug- mynd sem felst í því að raða kubba- laga einingum umhverfis glæsi- legt miðrými sem er baðað dagsljósi. Þá segir að rýmum sé þjappað vel saman til að fá sem besta nýtingu. „Svalir á ýmsum hæðum gefa möguleika fyrir nem- endur og starfsfólk til að komast undir bert loft og horfa til fjar- lægra fjalla,“ segir í umsögn dóm- nefndar. Gerir tillagan ráð fyrir að aðal- inngangur hússins verði frá Lauga- vegi. Í húsinu verður kaffihús, bókasafn, leikhús, tónleikasalur og sýningarsalir opnir almenningi en um 600 manns munu koma til með að starfa innan veggja skólans. Nánar má fræðast um vinnings- tillöguna á byggingarreitnum sjálfum, á bak við hús númer 41 til 45 við Laugaveg. Ráðgert að átta hús víki fyrir Listaháskólanum HVERFISGATA TIL VESTURS Við Hverf- isgötuna verða grófari verkstæði og vinnustofur myndlistar auk þess sem þar verður vörumóttaka fyrir starfsemi hússins. MIÐRÝMI Í miðri byggingunni er gert ráð fyrir opnu miðrými þar sem hægt er að fá sýn á heildarstarfsemi skólans. HORN LAUGAVEGAR OG FRAKKASTÍGS Útlit Listaháskólans frá horni Laugavegar og Frakkastígs. Steinhús, byggt árið 1925 en hækk- að og breytt að nokkru á árunum 1936 og 1939. Húsið er 916 fermetr- ar og hýsir verslanir, veitinga- og skemmtistaði, skrifstofur og íbúðir. Meðal annars skemmtistaðinn Vegas og áður skemmtistaðinn L.A. Café. Árið 1987 eru lóðirnar við Laugaveg 45, Frakkastíg 8 og Hverfisgötu 62 sameinaðar. Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu í framhaldinu og voru þá húsin við Laugaveg 45A og Hverfisgötu 62 byggð við sinn hvorn enda hússins. Þá stóð til að húsið yrði verslunarkjarni en lítið varð úr þeim áætlunum vegna andstöðu þáverandi borgaryfirvalda við bygg- ingu stórhýsis á staðnum. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið. FRAKKASTÍGUR 8 207 fermetra íbúðarhús byggt árið 1926, geymsluhúsnæði á baklóð var byggt árið 1928. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið. HVERFISGATA 58 Rúmlega 206 fermetra íbúðar- hús, timburhús, byggt árið 1906. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið eða flutt. HVERFISGATA 58A Timburhús, byggt árið 1898 sem íbúðarhús Arinbjarnar Sveinbjarnar- sonar bókbindara. Húsið var hækk- að 1903 og endurbætt árið 1916. Byggt var við húsið árið 1983. Húsið er tæplega 400 fermetra verslunar- og íbúðarhús. Ekki stendur til að rífa húsið. LAUGAVEGUR 41 Timburhús, byggt árið 1906 sem íbúðarhús og bakarí við Hverfis- götu 56b. Árið 1926 var húsið flutt að Laugavegi 41A. Árið 1941 var bílskúr og viðbygging byggð við húsið. Það er í dag 237 fermetra íbúðarhús. Húsafriðunarnefnd hefur ekki gert tillögu um friðun hússins en vegna aldurs er það háð þjóðminjalögum um allar breytingar á núverandi ástandi. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið. LAUGAVEGUR 41A Byggt árið 1919 sem verslunar- og íbúðarhús. Rúmlega 186 fermetra hús sem hýsir meðal annars verslunina Vínberið en íbúðir eru á efri hæðum. Húsið er hlaðið og er óbreytt frá byggingu þess. Húsafriðunarnefnd hefur ekki gert tillögu um friðun hússins og er gert ráð fyrir að það verði rifið. LAUGAVEGUR 43 Timburhús, byggt árið 1897 sem íbúðarhús. Byggt var við húsið árin 1901 og 1907. Aftur ráðist í endur- bætur árið 1928 en árið 1934 var húsið komið í eigu Sláturfélags Suðurlands sem síðar seldi húsið. Árið 1987 er lóðin sameinuð öðrum lóðum í næsta nágrenni og austasti hluti hússins rifinn til að rýma fyrir viðbyggingu. Í dag er húsið tæplega 280 fermetra versl- unar- og íbúðarhús. Ekki er gerð tillaga að friðun hússins en vegna aldurs er það háð þjóðminjalögum um allar breytingar. Gert er ráð fyrir að húsið verði rifið. LAUGAVEGUR 45 FRÉTTASKÝRING OLAV VEIGAR DAVÍÐSSON olav@frettabladid.is Dómari í Bandaríkjunum heimilaði nýlega að leynd yrði létt af vitnisburðum í máli Ros- enberg-hjónanna, sem árið 1953 voru tekin af lífi fyrir njósnir fyrir Sovétríkin. Ekki verður leynd létt af vitnisburðum þeirra vitna sem enn eru á lífi og hafa enn ekki gefið leyfi fyrir því að vitnisburður þeirra verði gerður opinber. Þeirra á meðal er David Green glass, bróðir Ethel Rosenberg, en hann var lyk- ilvitni í því sem nefnt hefur verið stærsta njósnamál kaldastríðsáranna. Hver voru Julius og Ethel Rosenberg? Julius Rosenberg var fæddur 12. maí 1918 í New York í Bandaríkjunum. Hann var sonur fátækra innflytjenda af gyðingaættum og varð snemma hátt settur í ungliðasamtökum kommúnista þar sem hann kynntist Ethel. Hann var raf- magnsfræðingur að mennt og vann við radarkerfi bandaríska hersins í heims- styrjöldinni síðari. Ethel Greenglass Rosenberg fæddist 28. september 1915 í New York. Hún var einnig af gyðingaættum og starfaði í fyrstu sem leik- og söngkona áður en hún hóf störf sem ritari hjá skipafélagi. Þau hjón eignuðust tvo syni, Robert og Michael sem síðar tóku upp nafnið Meeropol. Hvaða leyndarmálum stálu þau? Samkvæmt vitnisburði Alexanders Feklisov, fyrrum félaga Juiusar, lak Julius þúsundum leyniskjala auk þess hann réð nokkra aðra einstaklinga til að njósna fyrir Sovétríkin. Samkvæmt þessum sama vitnisburði var það Julius sem fékk David Greenglass, sem þá vann að Manhattan-verkefninu, sem var gerð fyrstu kjarnorkusprengju bandamanna, til að njósna fyrir Sovétríkin. Hvað þótti sannað í réttarhöldunum? Réttarhöldin yfir Rosenberg-hjónunum hófust 6. mars 1951 og var David Greenglass, bróðir Ethel, aðalvitni saksóknara. Hann hélt því fram að systir hans hefði endurritað upplýsingar sem vörðuðu kjarnorkuleyndarmál Banda- ríkjanna. Að auki hélt hann því fram að hann hefði afhent Juliusi teikningar af tæknibúnaði í kjarnorkusprengju sambærilegri þeirri sem varpað var á Nagasaki undir lok síðari heimsstyrjaldar. Þrátt fyrir að upplýsingarnar sem Ethel endurritaði hefðu lítið haft með kjarnorkusprengjuáætlun Sovétmanna að gera var Ethel sakfelld fyrir samsæri um njósnir. Þann 29. mars 1951 voru Rosenberg-hjónin fundin sek og 5. apríl sama ár voru þau dæmd til dauða. Þau héldu ávallt fram sakleysi sínu. Aftakan fór fram við sólarupprás 19. júní 1953 í fangelsinu Sing Sing í New York. Hvert var álit þeirra sem fylgdust með? Réttarhöldin vöktu strax mikla athygli. Utan verjenda þeirra hjóna þótti fæstum líklegt að þau væru saklaus. Það var ekki fyrr en í ágúst 1951 sem gagnrýnisraddir fóru að heyrast og snerist gagnrýni þá á stundum um meint gyðingahatur, jafnvel þó að bæði dómarinn og saksóknarinn væru sjálfir gyð- ingar. Gagnrýnendur réttarhaldanna og þá sér í lagi dauðadómsins yfir þeim hjónum voru margir og þekktir einstaklingar. Má þar nefna Albert Einstein, Fridu Kahlo, Fritz Lang, Bertholt Brecht og Pablo Picasso. Þá gagnrýndi Pius XII. páfi aftökuna og bað hann Dwight D. Eisenhower, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóminn. Hver voru helstu áhrif málsins? Málið hefur æ síðan verið rifjað upp þegar rætt er um kommúnisma í Bandaríkjunum. Joseph McCarthy nýtti sér málið í störfum „and-bandarísku-“ nefndar sinnar en mál Rosenberg-hjónanna er jafnan tekið sem dæmi um pólitískar nornaveiðar Bandaríkjamanna í kalda stríðinu. FBL-GREINING: ROSENBERG-HJÓNIN DÆMD OG TEKIN AF LÍFI Sovéskir njósnarar Af sérstökum ástæðum er til sölu veitinga- staður í Miðborginni með mikla aðsókn og góða afkomu. Húsnæði getur fylgt. Ragnar Tómasson 896 2222 Veitingahús – fullt alla daga! T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.