Fréttablaðið - 29.07.2008, Side 36

Fréttablaðið - 29.07.2008, Side 36
20 29. júlí 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Þú munt eflaust neita því, en innst inni, í sálardjúpum okkar allra, frá djöflarokkurum til pákuaðdáenda ... ... eru einhver gen sem fíla lag með Leo Sayer! „Love Songs“, 500 kall! Get real! Hvar er veiki punktur- inn þinn? When I needed you I love you more than I can saaay Have you ever been in love Þetta verður bara okkar á milli You make me feel like dancin‘ Til hamingju með afmælið Afmælið? Þúsund þakkir Pabbi! Þú sagðir mér ekki að mamma ætti afmæli!! Jú. Ég setti gula minnismiða yfir allt herbergið þitt og sendi þér meira að segja tölvu- pósta með gjafatillögum. Heldurðu að það dugi bara að ýja svona að þessu? Sögur af dýrahótelinu Ívar íkorni og bróðir hans Af hverju tekur mig enginn? Kannski eru þau að leita að einhverju öðru. Takið mig. Fyrst við eigum langa bílferð fyrir höndum, vil ég bara hafa eitt á hreinu ... ... ég vil ekki heyra nöldur, kvartanir og engin rifrildi. Er það skilið? Ég hata bílferðir. Það er erfitt að gleyma henni, hvernig hún hreyfði sig, fágun hennar, hvernig hún smaug upp úr vatninu ... Ohh, ég elskaði þessa skútu! Það er vel þekkt stað- reynd að konur hafa yfirleitt meira gaman af því að versla en karlmenn. Eftir aldir af verkaskiptingu, þar sem maðurinn veiðir og konan safnar, má færa sannfærandi rök fyrir því af hverju annar hver maður (eða fleiri) dregur lappirnar um Kringlur og Laugavegi heimsins. Þeir eru ekki að elta neitt, veiðin er tilgangs- laus. Það gengur yfirleitt betur þegar markmiðið er skýrt, þegar leitað er að einhverju ákveðnu. Konur eru hins vegar vanari því að skanna svæðið í leit að ein- hverju, hverju sem er, sem gæti verið nytsamlegt. Þær kippa jafn- vel ýmsu með, ef ske kynni að fyrir það fyndust not. Mér finnst gaman að versla. Í raun finnst mér fátt skemmti- legra. Ég og kærastinn minn fórum í Kringluna um daginn í leit að jakkafötum. Honum finnst ekk- ert sérstaklega leiðinlegt að versla en mér fór fljótlega að leiðast. Hver búðin var annarri lík. Gráir tónar liðu saman í eitt og öll jakka- fötin, hvort sem þau kostuðu níu, tuttugu eða sextíu þúsund voru svo gott sem eins. Grásvört, grá- blá, grábrún, steingrá, ljósgrá, grá með teinum … Við rákumst á ein í lit. Þau voru köflótt, rauð, blá og gul. Jókerinn hefði ekki einu sinni klæðst þeim. Það var ekkert í boði fyrir greyið manninn. Við litum bæði löngunaraugum á lita-, sniða- og efnaúrvalið í kvenfatabúðun- um. Það er því engin furða að búðir eins og Nakti apinn hafa slegið í gegn. Karlkynið hefur verið svelt af fjölbreyttri hönnun áratugum saman (nei, níundi áratugurinn var ekki fjölbreyttur, hann var ógeð). Ef ég væri strákur væri ég gengin af göflunum. Ég myndi kalla á uppreisn eða valdarán. Ég heimta úrval! Ég vil breytingar milli árstíða! Ég krefst fleiri sniða! Ég vil ekki klæðast því sama og allir aðrir í bænum! Það er svo spurning hvað ég segði, ef kallinn væri flottari í tau- inu en ég. STUÐ MILLI STRÍÐA Hundrað tilbrigði af gráu KOLBRÚN BJÖRT SIGFÚSDÓTTIR MYNDI KALLA Á UPPREISN EÐA VALDARÁN EF HÚN VÆRI STRÁKUR krónum lagið Frá Fyll'ann takk! Á Tónlist.is getur þú nálgast yfir 50.000 lög og fyllt spilarann þinn af topptónlist. Allt efni á Tónlist.is er ólæst (DRM laust) og kostar frá 79 krónum lagið. Þannig getur þú fært tónlistina hindrunarlaust á milli tölvunnar, spilarans og farsímans. Vertu tilbúinn í sumarfríið!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.