Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 6
6 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR REYKJAVÍK Ólöf Guðný Valdi- mars dóttir hefur ákveðið að leita til lög manna vegna þeirrar ákvörð- unar Ólafs F. Magnússonar borg- arstjóra að víkja henni úr stöðu varaformanns skipulagsráðs Reykja víkur og úr varastjórn Faxaflóahafna. Borgarráð sam- þykkti í gær að Magnús Skúlason tæki sæti Ólafar í skipulagsráði og Sigurður Þórðarson settist sem varamaður í hafnarstjórn. Allir fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks kusu með breytingunni en minni- hlutinn sat hjá við afgreiðslu máls- ins. „Ég tel að ég hafi ekki gert eða sagt neitt sem gefi Ólafi F. Magn- ússyni tilefni til að víkja mér úr skipulagsráði, hvað þá án athuga- semdar eða áminningar,“ segir Ólöf um ástæðu þess að hún ætlar að láta lögmenn skoða málið, meðal annars hvort hún gæti átt rétt á skaða- eða miskabótum. Hæstaréttarlögmaðurinn Dögg Pálsdóttir hefur sagt að ákvörðun Ólafs kunni að brjóta í bága við sveitarstjórnarlög. Ekki megi víkja fulltrúa úr nefnd eða ráði vegna þess eins að hann njóti ekki trausts meirihlutans, sem er ein- mitt sú ástæða sem borgar stjór- inn nefndi í þessu tilviki. Ólöf segir málið ekki endilega snúast um hennar persónu. „Ég hef ekki áhuga á að hefna mín eða ná mér niðri á neinum,“ segir hún. „Mér finnst bara að borgarbúar eigi kröfu á að þetta mál sé skoðað þar sem það snýst um tjáningar- frelsi, hvernig menn beita valdi sínu og hvernig lýðræðislegar ákvarðanir eru teknar.“ Minnihlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins, sem er óvenju- legt en þó ekki fordæmalaust. Hann lét bóka það að borgarstjóri hefði með brott vikningunni „orðið ber að fordæmalausri framkomu“ gagnvart Ólöfu Guðnýju. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir fulltrúa minnihlutans hafa ákveðið að sitja hjá í stað þess að greiða atkvæði gegn breytingunni til þess að lama ekki starfsemi skipulagsráðs með því að vekja hugsanlega upp spurningar um lögmæti skipunar eftirmanns Ólafar í ráðið. Þó seg- ist hann ekki geta sagt til um hvort brottvikningin var lögmæt og segir eðlilegt að Ólöf skoði það með lögfræðingum. Ólafur F. Magnússon lagði fram gagnbókun þar sem hann sagði „með ólíkindum að minnihlutinn í borgarstjórn reyni að gera kosn- ingu fulltrúa í nefndir á vegum F- listans tortryggilega.“ Fullkom- lega málefnaleg rök séu fyrir brottvikningunni þar eð Ólöf njóti ekki trúnaðar fram boðsins. stigur@frettabladid.is LÖGREGLAN Lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar og faðir hans munu funda í næstu viku til að ákveða með framhald Lúkasarmálsins. „Við erum að gefast upp á lög- reglurannsókninni og svo virðist sem málið eigi að daga uppi fyrir norðan. Miðað við orð fulltrúa sýslumannsembættisins mun hann ekki sinna þessu,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga. Síðasta sumar kærði Helgi tugi manna fyrir ærumeiðingar og hót- anir í sinn garð þegar orðrómur gekk um að hann hefði drepið hundinn Lúkas. Síðan hefur lítið heyrst af málinu, nema hvað fulltrúi sýslumannsins á Akureyri sagði rannsóknina ekki í forgangi hjá embættinu. „Ég get ekki séð að ákæruvaldið geti farið að ákveða hvað séu æru- meiðingar,“ segir Eyþór Þorbergs- son fulltrúi. Hann efast um að aðdróttun sem birtist á netinu telj- ist „skrifleg“, eins og kveðið er á um í lögum. Sumar hótanirnar hafi vissulega verið svæsnar, en hann telur áhöld um að hægt sé að ákæra fyrir slíkar nethótanir. Erfitt sé fyrir sýslumann að rannsaka málið. „Við getum ekki gert það þegar allir hinir kærðu eru í Reykjavík. En við reynum. Einhvern tíma lýkur þessari rann- sókn,“ segir Eyþór. - kóþ Aðstandendur og lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, úr Lúkasarmáli: Gefast brátt upp á sýslumanni HELGI RAFN BRYNJARSSON Fulltrúi sýslumanns sér ekki að hægt sé að koma lögum yfir ærumeiðingar og hótanir á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA ÁFENGI Ölgerð Reykjavíkur, ÖRVK, setur sinn fyrsta bjór á markað í dag í verslunum ÁTVR. Bjórinn ber nafnið Gullfoss og er ljós lagerbjór. „Þeir sem hafa prófað bjórinn segja hann hættulega góðan,“ segir Helgi Hermannsson en hann er annar eigenda ÖRVK, ásamt bróður sínum Heimi. Bruggmeistari Ölgerðar Reykjavíkur er Anders Kiss- meyer sem var gæðastjóri hjá Carlsberg í tuttugu ár og í undirbúningi eru fleiri bjórteg- undir, þar á meðal Geysir. Bjórinn er framleiddur á Árskógssandi í bruggverksmiðju Kalda. - vsp Nýr bjór til sölu á morgun: Gullfoss í formi bjórs til sölu KENÝA, AP Yfirvöld í Tansaníu og Keníu minntust í gær hinna mannskæðu sprengjutilræða sem framin voru fyrir réttum tíu árum við sendiráð Bandaríkjanna í höfuðborgum beggja landa. Yfir 200 manns létu lífið í tilræð- unum og um fimm þúsund særðust. Meintur höfuðpaur að baki tilræðunum, Fazul Abdullah Mohammed, hefur verið á flótta árum saman. Bandarísk yfirvöld hafa sett fimm milljónir dala til höfuðs honum, andvirði hátt í 400 milljóna króna. - aa Tíu ár frá tilræðum í A-Afríku: Minnast sendi- ráðasprenginga VOTTUÐ VIRÐING Keníski forsætisráð- herrann Raile Odinga leggur blóm að minnismerki fórnarlamba tilræðisins. NORDICPHOTOS/AFP TAÍLAND, AP Pojaman Shinawatra, eiginkona Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, var í síðustu viku dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik upp á hundruð milljóna króna. Pojaman, bróðir hennar og ritari voru öll dæmd í fangelsi fyrir að hafa skráð hlutabréfasölu árið 1997 með röngum hætti til að sleppan undan skattgreiðslum. Pojaman segist ætla að áfrýja dóminum. Thaksin er nýlega komin aftur til Taílands úr útlegð í London. Taílenski herinn steypti honum af stóli árið 2006 vegna ásakana um spillingu. - gh Spillingarmál í Taílandi: Dæmd í þrjú ár fyrir skattsvik POJAMAN SHINAWATRA Um þúsund stuðningsmenn Shinawatra-hjónanna mótmæltu utan við dómshúsið. NORDICPHOTOS/AFP UMFERÐ Umferð í júlí í ár mældist 3,70 prósentum minni en í júlí í fyrra. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð þar sem dregur úr umferð milli ára. Um langt skeið áður hafði umferð aukist stöðugt. Vegagerðin hefur birt upplýsing- ar um þróun umferðar á fjórtán talningarstöðum víðs vegar um landið síðustu þrjú ár. Umferð jókst mikið milli áranna 2006 og 2007, en óljósara er hvert stefnir fyrir árið 2008. Samdrátturinn undanfarið kann að tengjast hækkunum á eldsneytis- verði og verra veðurfari fyrri hluta þessa árs en þess síðasta. - gh 3,70 prósent minni umferð: Umferð dregst saman milli ára Ólöf Guðný rekin og leitar til lögfræðinga Ólöf Guðný Valdimarsdóttir mun leita til lögmanna eftir að henni var form lega vikið úr skipulagsráði í gær. Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við kosninguna. Borgarstjóri segir með ólíkindum að þeir vilji gera kosninguna tortryggilega. RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Fulltrúar minnihlutans sögðu í bókun sinni að sjálfstæðis- menn yrði að axla ábyrgð á þessu máli, eins og öðru. Sjálfstæðismenn samþykktu brottvikningu Ólafar. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Ólöf Guðný segist von- svikin með framgöngu sjálfstæðis- manna í mál- inu. „Ég hefði viljað sjá sjálf- stæðismenn, sem ég tel mig hafa átt mjög gott samstarf við, sýna mér smá þakklætisvott fyrir störf mín,“ segir hún og bend- ir á að þeir hefðu til að mynda getað bókað að hún hefði unnið störf sín vel og af trúmennsku. ÓSÁTT VIÐ SJÁLFSTÆÐISMENN ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR Hefur þú komið á Hornstrandir? Já 28% Nei 72% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að fylgjast með setn- ingu Ólympíuleikanna í Peking í Kína? Segðu skoðun þína á vísir.is BANDARÍKIN, AP Rúmlega þrítugur maður í New York, játaði í síðasta mánuði á sig morð sem framið var í júní árið 2006. Maðurinn hafði keypt ísbíl, en hætti svo við allt saman og vildi að kaupin gengju til baka. Þegar bílasalinn féllst ekki á það myrti hann starfsmann bílasölunnar. Í síðasta mánuði féllst hann á að játa morðið, gegn því að fá tilbreytingu frá einhæfu fanga- fæðinu. Dómarinn samþykkti og útvegaði strax kjúklinga frá skyndibitastað, og svo núna í vikunni þegar dómur féll bauð dómarinn hinum dæmda upp á pitsuveislu. - gb Morðingi í New York: Fær pitsu fyrir að játa glæpinn KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.