Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 60
Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfað- ir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Eiríkur Guðmundsson fyrrverandi mjólkurbílstjóri, Grænumörk 3, Selfossi, lést á Kumbaravogi 2. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 13.00. Margrét Benediktsdóttir Ingvar D. Eiríksson Eygló Gunnarsdóttir Óli Jörundsson Þorbjörg Henný Eiríksdóttir Bjarni Einarsson Sigurður Eiríksson Guðmundur Eiríksson Benedikt Eiríksson Helga Haraldsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Valdimar Valdimarsson afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Kæru vinir fjær og nær. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, sr. Birgis Snæbjörnssonar fv. prófasts, Holtateigi 48, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Sumarrós Garðarsdóttir Jóhanna Erla Birgisdóttir og fjölskylda Birgir Snæbjörn Birgisson og fjölskylda. Kristrún Magnúsdóttir Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, áður til heimilis að Kjarrhólma 22, Kópavogi, lést að morgni 5. ágúst. Kristrún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Magnús Jónsson Rut Áse Tesdal Höskuldur Pétur Jónsson Theodóra Óladóttir Níels Steinar Jónsson Anna María Clausen barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Unnar Stefán Olsen Suðurgötu 109, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 25. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigríður Erla Jónsdóttir Jón Bergmann Unnarsson Guðný Friðþjófsdóttir Indíana Unnarsdóttir Sigurður Már Gunnarsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, Magnús Guðmundsson Jörfabakka 16, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardag- inn 02. ágúst, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 13. Þuríður Pétursdóttir Pétur Magnússon Eva Björk Magnúsdóttir Guðjón Þór Magnússon og barnabörn. 24 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1929 Þýska loftfarið Graf Zepp- elin leggur í heimsreisu. 1945 Sovétríkin lýsa yfir stríði við Japan og ráðast inn í Mansjúríu. 1974 Forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, segir af sér vegna Watergate-hneyksl- isins. 1992 Íslendingar lenda í fjórða sæti í handknattleik á Ólympíuleikunum í Barce- lona og er þetta besti ár- angur íslenska landsliðs- ins á slíku móti. 1993 Þyrlur og Herkúles-flugvél frá varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli fljúga 1.100 sjómílur sem er lengsta sjúkra- og björgunarflug frá Íslandi. Ferðin var farin til að sækja veikan sjó- mann um borð í franskt rannsóknarskip. ESTHER WILLIAMS, FYRRUM SUND- DROTTNING HOLLYWOOD, ER 87 ÁRA Í DAG. „Ég hélt alltaf að ef ég léki í bíó þá yrði það bara í einni mynd. Ég gat ekki skilið hvern- ig hægt væri að gera tuttugu og sex myndir um sund.“ ESTHER WILLIAMS VAR FRÆG FYRIR GLÆSILEG SUNDATRIÐI Í MYND- UM SÍNUM. HÚN LÉK Í FLESTUM ÁHÆTTUATRIÐUM SJÁLF OG HÁLS- BROTNAÐI EITT SINN. Þennan dag árið 1963 var stóra lestarránið framið í Ledburn í Buck- inghamshire þar sem rúmlega tveimur og hálfri milljón punda var stolið. Þetta var stærsta rán í sögu Bretlands fram til ársins 2006. Póstlest á leið frá Glasgow til London var stöðvuð á rauðu ljósi. Aðstoðarlestarstjórinn fór út til að athuga málið og sá þá að skorið hafði verið á símalínur og ljósunum hafði verið breytt. Ræningjarnir fengu lestarstjórann til að aka lest- inni þangað sem ránsbílar biðu þeirra og pening- anna. Engar byssur voru notaður en lestarstjór- inn sem ráðist var á, var sleginn í höfuðið með járnröri og náði hann sér aldrei. Ræningjarnir voru fimmtán talsins og höf- uðpaurinn var maður að nafni Bruce Reyn- olds. Fyrsti ræninginn sem náðist af yfirvöldum var Roger Cordrey. Hann var handtekinn ásamt vini sínum sem hafði að- stoðað hann við að fela hluta af peningunum. Leigusali sagði til þeirra þegar þeir greiddu þrjá mánuði fyrirfram með reiðufé. Allt í allt náðust þrettán ræningjanna og voru þeir dæmdir í fangelsi árið 1964. ÞETTA GERÐIST: 8. ÁGÚST 1963 Ævintýralegt lestarrán BJARGIR LEIKSKÓLAR EHF: OPNAR SINN FYRSTA LEIKSKÓLA Í DAG Börnin leiða kennarana áfram SVAVA BJÖRG, HVÍTKLÆDD VINSTRA MEGIN, OG HELGA BJÖRG, SITJANDI Í SVÖRTU OG HVÍTU eru að vonum spenntar fyrir opnun fyrsta skólans síns. Á myndinni eru nokkrar af þeim konum sem munu starfa með þeim á Bjarma í vetur. FRETTABLAÐIÐ/STEFAN Í dag opnar Bjarmi, nýr samnings- leikskóli í Hafnarfjarðarbæ, og af því tilefni verður haldin opnunarhá- tíð í dag. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fræðslustjóri skólaskrifstofu Hafn- arfjarðarbæjar, börnum og foreldr- um verður boðið að koma og halda upp á þessi tímamót. Það eru þær Svava Björg Mörk og Helga Björg Axelsdóttir sem stofn- uðu einkahlutafélagið Bjargir leik- skólar ehf. Þær ætla að sérhæfa sig í leikskólarekstri fyrir yngsta aldurs- hópinn og er þetta fyrsti leikskólinn sem þær opna. „Við viljum sérhæfa okkur í leikskólarekstri fyrir börn á aldrinum níu til tuttugu og fjögra mánaða og verða þau hjá okkur að jafnaði eitt leikskólaár,“ útskýrir Svava Björg. Bæði Svava Björg og Helga Björg eru menntaðar leikskólakennarar, en Svava Björg er í mastersnámi við Háskólann á Akureyri í menntunar- fræðum. Það að leikskólinn sé samnings- leikskóli þýðir að þjónustusamning- ur var gerður við Hafnarfjarðarbæ. „Það má segja að við séum eins og eins konar verktakar. Við gerðum til- boð um að sjá um rekstrarþáttinn, en skólinn er samt sem áður rekinn eins og hefðbundinn leikskóli innan Hafn- arfjarðarbæjar og því greiða foreldr- ar ekki hærri vistunargjöld en ella,“ segir Svava Björg. Skólinn mun starfa í anda Reggio Emilia en að sögn Svövu snýst sú stefna um lýðræðisleg vinnubrögð. „Það er litið á alla sem sterka og hæfileikaríka einstaklinga og dag- skipulag og starf er ekki fyrirfram skipulagt. Það mótast af börnunum sem koma og því starfsfólki sem er. Kennarinn er meðhöfundur barnanna í starfi og getur lagt inn kveikjur en svo leiða börnin hann áfram,“ útskýr- ir Svava Björg. Að sögn hennar verður notast við það sem kallast uppeldisfræðileg skráning, en þá er börnunum fylgt eftir í starfi og viðbrögð og áhugi þeirra skoðaður og skráður bæði í myndum og máli og hugmyndir unnar upp frá því. „Starfið þróast því allt- af út frá forsendum barnanna,“ segir Svava Björg. Skólinn verður einnar deildar og mun rúma tuttugu og fjögur börn. „Við erum búnar að fá til liðs við okkur sex leikskólakennara, tvo leik- skólakennaranema og eina konu með masterspróf í óperu og tónlist. Þetta er fyrsti skólinn sem við opnum og við stefnum auðvitað á miklu fleiri,“ segir Svava Björg. klara@frettabladid.is AFMÆLI SIGRÚN HJÁLMTÝS- DÓTTIR söngkona er 53 ára í dag. MIKAEL TORFASON rithöfundur er 34 ára í dag. THE EDGE, gítarleikari hljómsveitar- innar U2, er 47 ára í dag. PRINSESSAN BEATRICE FERGUSON AF YORK er 20 ára í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.