Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 72
Löggildir rafverktakar Rafmagnsvandamál Talaðu þá við okkur Uppl. síma 8604507 / 8494007 islagnir@islagnir.is www.islagnir.is 36 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Fjölnisvöllur, áhorf.: 890 Fjölnir Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–13 (7–6) Varin skot Hrafn 4 – Zankarlo 6 Horn 8–4 Aukaspyrnur fengnar 17–14 Rangstöður 2–1 GRINDAV. 4–5–1 Zankarlo Simunic 6 Ray Jónsson 6 Zoran Stamenic 6 Eysteinn H. Hauksson 5 Jósef Kr. Jósefsson 7 (90. Jóhann Helgason -) Scott Ramsay 7 Orri Freyr Hjaltalín 7 Aljosa Gluhovic 5 Andri St. Birgisson 5 Tomasz Stolpa 6 (89. Bogi R. Einarsson -) *Grétar Hjartarson 7 (85. Gilles Ondo -) *Maður leiksins FJÖLNIR 4–3–3 Hrafn Davíðsson 5 Magnús I. Einarsson 6 Kristján Hauksson 6 Óli S.Flóventsson 6 Gunnar V. Gunnarss. 5 Heimir S. Guðmunds. 5 (84. Ásgeir Ásgeirss. -) Ólafur Páll Johnson 4 Tómas Leifsson 7 (70. Davíð Rúnarss. 5) Ómar Hákonarson 5 (30. Andri Ívarsson 6) Gunnar M. Guðm. 5 Pétur Georg Markan 6 0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (74.) 0-1 Jóhannes Valgeirs. (6) VALUR 2-0 FYLKIR 1-0 Guðmundur Benediktsson (12.) 2-0 Albert Brynjar Ingason (85.) Vodafonevöllur, áhorfendur: 697 Magnús Þórisson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–9 (2–4) Varin skot Kjartan 3 – Fjalar 0 Horn 2–7 Aukaspyrnur fengnar 13–10 Rangstöður 8–2 Valur 4–4–2 Kjartan Sturluson 8, Rene Carlsen 7, Barry Smith 7 (81. Einar Marteins. -), Atli Sveinn Þór- arinsson 7, Rasmus Hansen 7, Henrik Eggerts 6 (88. Hafþór Vilhjálmss. -), Sigurbjörn Hreiðars. 6, Baldur Bett 5 (73. Baldur Aðalsteins. -), Bjarni Ó. Eiríksson 6 , Albert B. Ingason 8*, Guðmundur Benedikts. 8. Fylkir 4–5–1 Fjalar Þorgeirsson 6, Andrés Már Jóhannesson 5, Kristján Valdimarsson 7, Ólafur Ingi Stígsson 6, Þórir Hannesson 6, Halldór Hilmisson 4 (81. Kjartan A. Baldvinsson -), Valur Fannar Gíslason 6, Allan Dyring 3 (81. Ingimundur N. Óskarsson -), Peter Gravesen 6, Kjartan Breiðdal 7, Haukur Ingi Guðnason 4 (70. Jóhann Þórhallsson 4). Landsbankadeild karla: FH 14 10 1 3 33-14 31 Keflavík 14 9 3 2 32-21 30 Valur 14 8 2 4 26-18 26 Fram 14 8 0 6 17-11 24 Breiðablik 14 6 5 3 28-20 23 KR 14 7 1 6 23-16 22 Fjölnir 14 7 0 7 22-17 21 Grindavík 14 6 2 6 21-25 20 Þróttur 14 4 5 5 21-27 17 Fylkir 14 4 1 9 15-75 13 ÍA 14 1 4 9 11-30 7 HK 14 1 2 11 14-37 5 MARKAHÆSTIR Björgólfur Takefusa, KR 11 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 10 Helgi Sigurðsson, Valur 9 1. deild karla í gær: ÍBV-Víkingur Ólafsvík 3-1 Leiknir-Stjarnan 1-3 Haukar-KA 0-1 KS/Leiftur-Fjarðabyggð 0-1 Njarðvík-Víkingur 1-0 Þór-Selfoss 2-3 STAÐA MÁLA >Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna Valsstúlkur eru með fjögurra stiga forystu í Landsbanka- deild kvenna og færast skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum með hverjum sigri. Þær heimsækja Aftureldingu í kvöld en Mosfellsstúlkur stóðu vel í þeim á Vodafone- vellinum fyrr í sumar. KR-stúlkur eru í öðru sætinu og treysta á að Valur misstígi sig. Þær mega ekki við því að missa nein stig til viðbótar en þær taka á móti Fylk- isstúlkum. Stjörnustúlkur fara til Keflavíkur og í Grafarvogi mæta Fjölnisstúlkur liði HK/Víkings. Ísland tapaði fyrir Noregi á Norðurlandamótinu sem fer fram í Danmörku. 81-74 voru lokatölur en íslenska liðið byrjaði ekki vel og lenti meðal annars 8-1 og 15-7 undir. Það beit þó frá sér og staðan var 20-21 eftir fyrsta leikhluta. Noregur leiddi með fimm stigum í hálfleik og Ísland komst meðal annars yfir í 41-39. Staðan var orðin jöfn eftir þriðja leikhlutann en í stöðunni 65-67 skildu leiðir. Þær norsku voru sterkari á endasprettinum og unnu sjö stiga sigur. Helena Sverrisdóttir skoraði 18 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir skoraði 13 stig á 18 mínútum og María Erlingsdóttir skoraði 10 stig. „Það var sárt að sjá á eftir þessum sigri. En liðið var að spila vel og það var mikil orka í því,“ sagði þjálfarinn Ágúst Björgvinsson sem var mun sáttari með þennan leik en 34 stiga tapið gegn Svíum í fyrradag. „Þetta var eins og að horfa á annað lið,“ sagði Ágúst. „Það sem hrjáði okkur var að við náðum ekki að halda boltanum innan liðsins. Við töpuðum 26 boltum. Annað gekk virkilega vel. Það er hægt að taka margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir tapið. Ég er ánægður með stelpurnar og hef trú á því að við vinnum Finna með svipuðum leik,“ sagði Ágúst en Ísland mætir Finnum í dag. Þjálfarinn átti þó erfitt með að gera upp á milli leik- manna sinna hver stóð sig best. „Það er erfitt að taka einn leikmann út úr þessu. Ég var ánægðustur með orkuna í liðinu. Liðið í heild sinni kom einbeitt í leikinn og gerði það sem ég bað það um. Þrátt fyrir að maður spili vel vinnur maður ekki alltaf,“ sagði Ágúst sem nefndi þó Helenu, Petrúnellu og Sigrúnu Ámundadóttur sem áttu góðan leik. Ísland hefur verið aftarlega á merinni á Norðurlöndunum frá upphafi. Ágúst segir erfitt vera fyrir sig að bera saman hvort Ísland sé að nálgast hin liðin. „En þegar framlíða stundir fáum við að sjá þetta lið bæta sig mjög mikið. Við þurfum að fá að spila meira og vonandi náum við því í framtíðinni. Við þurfum að gera það til að bæta okkur,“ sagði Ágúst. ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Í KÖRFUBOLTA: TAPAÐI ÖÐRUM LEIKNUM Í RÖÐ Á NORÐURLANDAMÓTINU Sárt að sjá á eftir þessum sigri FÓTBOLTI Grindvíkingar höfðu betur gegn Fjöln- ismönnum í nýliðaslag á Fjölnisvelli. Fallegt mark Grétars Hjartarsonar beint úr auka- spyrnu nægði gestunum til sigurs. „Ég reyndi að setja hann á ramman og svo varð bara að bíða og vona að markmaðurinn næði honum ekki og sem betur fer fór hann inn hjá mér í þetta skiptið,“ sagði Grétar ánægð- ur. Spurður út í gott gengi Grindavíkurliðsins á útivelli var Grétar óviss um ástæðuna. „Ég veit ekki hvað það er sem fær okkur til þess að vinna fleiri leiki á útivelli en þetta er eitthvað til að byggja á. Við þurfum bara að fara að gera eins á heimavelli, þá verður þetta fínt,“ sagði Grétar Fyrri hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur og efni stóðu til þegar tvö léttleikandi lið mæt- ast og lítið var um opin marktækifæri. Leikur- inn náði engu almennilegu flugi framan af og kristallaðist í miklu þófi og baráttu á miðjunni og dómarinn Jóhannes Valgeirsson var líkast til orðinn hás á flautunni snemma leiks. Seinni hálfleikurinn var sem betur fer til- þrifameiri. Fjölnismenn sóttu meira en Grind- víkingar fengu betri færi. Tomasz Stolpa átti fínan skalla sem varnarmenn Fjölnis björguðu á línu. Stuttu síðar, á 74. mínútu, dró svo til tíð- inda þegar Grétar Ólafur Hjartarson skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Grétar hafði ekki haft úr miklu að moða fram að mark- inu og þetta var hans fyrsta skot í leiknum, en mikilvægt var það. Fjölnismenn reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin á lokakaflanum og Grindvíking- ar björguðu meðal annars á línu á síðustu sek- úndunum en allt kom fyrir ekki. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur að fá ekkert fyrir sinn snúð í lokin. „Leikurinn var heilt yfir rólegur og boltinn gekk hægt. Við vorum ekki að skapa okkur mikið af færum en við vorum þó að halda bolt- anum betur innan liðsins heldur en við erum búnir að vera að gera í síðustu leikjum. Mér fannst í sannleika sagt mikil jafnteflisfnykur af leiknum og þetta var því svekkjandi tap. Grindvíkingarnir eru með sterkt lið en mér fannst við halda þeim ágætlega í skefjum. Aukaspyrna Grétars var í raun munurinn á lið- unum,“ sagði Ásmundur. - óþ Grindvíkingar héldu áfram góðu gengi sínu á útivöllum með því að hirða þrjú stig af Fjölni í gær: Glæsimark Grétars skildi liðin að Á FLUGI Baráttan var í fyrirrúmi í gær og kom þó nokk- uð niður á gæðum leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI „Loksins fékk ég að spila með honum þarna frammi. Þetta var í fyrsta skiptið og það virkaði vel. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Albert Brynjar Ingason, annar markaskorara Vals í 2-0 sigri liðsins á Fylki í gær. Fyrra mark liðsins skoraði Guðmundur Benediktsson en þeir eru mágar. Albert lagði upp markið fyrir Guðmund í upphafi leiksins og innsiglaði svo sigurinn sjálfur undir lok leiksins. Hann er uppal- inn Fylkismaður og viðurkenndi að það hefði verið einkar sætt að vinna gömlu félagana. „Þetta var æðislegt. Það var reyndar engu líkara en ég væri enn í Fylki því stuðningsmenn þeirra sungu um mig allan leikinn. Ég átti alla stúkuna og það hjálp- aði mér ef eitthvað er. Þeir mega endilega mæta á fleiri Valsleiki,“ sagði hann og glotti. „En þetta var góður leikur hjá okkur. Við komumst snemma í 1-0 og ákváðum svo að fara varlega í sakirnar og beita skyndisóknum. Það virkaði og við kláruðum leik- inn. Þeir voru kannski aðeins meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið.“ Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, tók í svipaðan streng. „Við vorum mjög vel skipulagðir en það er samt aldrei öruggt að vera með 1-0 forystu gegn liði eins og Fylki. Þeir voru að spila ágætlega og alltaf að ógna. Mér fannst engu að síður að við hefðum átt að nýta færin okkar betur og komast tveimur mörkum yfir í fyrri hálf- leik. Það hefði létt á þessu.“ Hann segir þó að markið sem Guðmundur skoraði sé sjaldséð í íslenskum fótbolta. „Þetta var glæsilegt mark sem var byggt á einnar snertingar spilamennsku. Þeir hreinlega splundruðu vörn Fylkismanna.“ Valur Fannar Gíslason, leikmað- ur Fylkis, neitaði ekki að sigurinn hefði verið sanngjarn. „Þeir fengu betri færi og skoruðu mörkin. Þar af leiðandi voru þeir betri aðilinn. En okkar frammistaða var í takt við síðasta leik okkar og við vorum einfaldlega bara klaufar að fá á okkur mark svona snemma. Þeir voru svo öflugir í sínum varnar- leik og héldum sínum hlut mjög vel. Við náðum bara ekki að brjóta þá niður þó svo að spiluðum ágæt- lega á köflum.“ Hann hefur þó engar stórar áhyggjur af fallslagnum sem Fyl- kir er óneitanlega viðloðandi. „Það er alls ekki langt í liðin fyrir neðan okkur og við megum ekki slaga á. En ég hef samt engar áhyggjur enn sem komið er því mér finnst við vera spila það vel.“ Valur minnkaði forskotið á topp- lið FH úr átta í fimm stig og er nú í þriðja sæti deildarinnar. „Þetta var vissulega gríðarlega mikil- vægt upp á framhaldið að gera,“ sagði Willum. eirikur@frettabladid.is Mágarnir kláruðu Fylki með stæl Kjartan Sturluson og Albert Brynjar Ingason, báðir gamlir Fylkismenn, reyndust sínum gömlu félögum erfiðir í gær er Valur náði að halda pressu á toppliðum deildarinnar. BARÁTTA Kristján Valdimarsson kemur boltanum í örugga fjarlægð frá markinu með Guðmund Benediktsson í bakinu. KOMDU MEÐ HANN Albert Brynjar Ingason reynir að ná knettinum af fyrrum liðsfé- laga sínum Val Fannari Gíslasyni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.