Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 40
 8. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Að finna sinn eigin fatastíl er efni námskeiða sem Hildur Inga Björnsdóttir tískuhönn- uður er með á prjónunum og hefjast um miðjan september. „Ég vil að konur átti sig á að þær geta allar klætt sig fallega, fund- ið sinn stíl og skapað sína týpu. Sama hvaða vaxtarlag þær hafa. Það eru ekki bara grannar og há- vaxnar konur sem geta litið vel út. Maður verður að horfast í augu við það hvernig maður er, leggja áherslu á rétta hluti en draga úr öðrum. Námskeiðin eru leið til þess.“ Þetta segir Hildur Inga sem unnið hefur sem stíl- isti í mörg ár og er líka hönnuður að atvinnu. Hún rak verslun um tíma og kveðst þar hafa fengið hugmyndina að námskeiðunum. „Ég fann að þörf er fyrir ráð- gjöf á þessu sviði,“ segir hún. „Konur eru oft svo óákveðnar í hvað klæði þær og hvað ekki. Hvernig best er að blanda saman litum og fleira í þeim dúr. Það er líka ósköp eðlilegt. Skilaboð- in eru svo mörg og misvísandi og þar kemur tískan inn í sem er síbreytileg.“ Hildur Inga kveðst vilja nota tískuna sem krydd en ekki láta hana algerlega ráða ferðinni. „Ungar stelpur klæðir flest en þegar konur eru komnar á miðj- an aldur fer að skipta máli að þær fylgi eigin stefnu og finni sína línu. Þá verður tískan bara eitthvað til að hafa gaman af,“ útskýrir hún og segist líka fjalla um skó og fylgihluti á lengri nám- skeiðunum. Námskeiðin eru nefnilega tvenns konar. Annars vegar stutt námskeið sem snúast um per- sónulegan stíl og að auka með- vitund um eigin klæðaburð sem síðan stuðlar að markvissari fatakaupum, meira sjálfsöryggi og útgeislun. Þau námskeið eru ætluð fyrirtækjum og hópum. Hins vegar eru sex daga nám- skeið sem byggjast á verkefna- vinnu. „Konurnar vinna með út- línur líkamans og útbúa sína eigin persónulegu vinnubók sem verður þeirra leiðarvísir í fram- tíðinni,“ segir Hildur Inga og heldur áfram. „Við förum í nokk- urs konar dúkkulísuleik og klipp- um út föt eins og kennt er í tísku- hönnun. Hvaða snið klæðir? Hvaða efni? Hvað er fallegt fyrir hverja og eina og hvaða skila- boð viljum við gefa með klæðn- aði okkar?“ Hildur Inga kveðst leiðbeina konunum þannig að þær finni sinn stíl út sjálfar. „Þegar þær fara að kafa í þennan heim og skoða hvað líkaminn hefur upp á að bjóða þá eykst kjarkurinn,“ segir hún. „Föt skipta konur oft gríðarlega miklu máli enda eru þau leið til tjáningar og skapa sjálfstraust og vellíðan.“ Nánari upplýsingar um nám- skeiðin fást hjá Hildi Ingu í síma 899 0819 og einnig er hægt að skrá sig á netfanginu hildur@xir- ena.is. - gun Fatnaður er tjáningarform „Föt skipta konur oft gríðarlega miklu máli,“ segir Hildur Inga. „Maður verður að horfast í augu við það hvernig maður er, leggja áherslu á rétta hluti en draga úr öðrum. Námskeiðin eru leið til þess,“ segir Hildur Inga sem er menntuð í tískuhönnun í Mílanó á Ítalíu og rekur nú eigið hönnunarfyrirtæki sem heitir Xirena. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Margar aðferðir við að búa til eyrnalokka, hálsmen, arm- bönd og fleira skart eru kennd- ar á námskeiðum í Perlukafaran- um sem taka aðeins eitt kvöld. Í lok kvölds hanna allir sína eigin skartgripi og búa þá til. Leiðbeinandinn er Christ- ina van Deventer sem hefur mikla reynslu í skartgripagerð og hönnun. „Okkar námskeið eru byggð þannig upp að hver og einn býr til hluti eftir sínum smekk en yfirleitt ekki það sama og hinir. Þá lærir fólk líka hvert af öðru,“ segir hún. Námskeiðin hefjast um miðj- an ágúst og eru á miðvikudags- kvöldum. Kostnaðurinn er 2.900 krónur á mann og greiðist fyrir- fram. Innifalið í námskeiðinu er kennsla, afnot af tólum meðan á námskeiðinu stendur og kennslu- efni á íslensku til eignar. Hópar, fimm manneskjur eða fleiri sem skrá sig saman, greiða 2.500 krónur á mann. Framhaldsnámskeið eru í boði hjá Perlukafaranum og að sögn Christinu fer hún líka út á land að kenna ef ákveðinn fjöldi þátt- takenda er skráður fyrirfram. Skráning er í síma 534-0255 og að Holtasmára 1 á opnunartíma verslunarinnar. - gun Hannað skart og gert með eigin höndum Eyrnalokkar eftir Ásu Hildi Guðjóns- dóttur. Christina van Deventer kennir á námskeiðunum. Að sjálfsögðu gerði hún skartið sjálf sem hún er með um hálsinn. Ahmed Fekry, þekkt- ur dansari frá Eg- yptalandi, kemur til landins í ágúst til að kenna Íslendingum magadans. Kram- húsið stendur fyrir námskeiðinu sem haldið verður dag- ana 18. til 22. ágúst. Ahmed Fekry er upprunalega frá Eg- yptalandi, en er nú búsettur í Þýska- landi. Hann hóf dans- feril sinn í heimalandi sínu, þar sem hann dansaði með mörgum frægum þjóðdansahópum. Einn- ig er hann „tanoura“-dansari, en tanoura er sérstakur stíll þar sem dans- arinn, klæddur lit- ríkum skrúða, snýr sér að því er virðist endalaust í hringi og er það mikið sjónar- spil. Ahmed kennir nú magadans og eg- ypska þjóðdansa í Þýskalandi en hann ferðast einnig víða vegna starfs síns. Hann hefur meðal annars kennt í Svíþjóð, Brasil- íu, Noregi, Rússlandi, Tékklandi, Egyptalandi og nú á Íslandi. - mþþ Karlmaður kennir konum magadans Ahmed sýnir ásamt maga- danshópi Kramhússins á menningarnótt. MYND/REUTERS           !      "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.