Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 64
ÚR FIMM Í SEX 28 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Stóreflis myndlistarsýning, sem tengir saman átta sýningar, var opnuð um síðustu helgi í Döl- unum og í Reykhólasveit. Sýn- ingarnar standa yfir á nokkrum stöðum á svæðinu frá Búðardal til Reykhóla, nánar tiltekið á Skarðsströnd, í Saurbæ og á Króksfjarðarnesi. Kveikjan að þessari hugmynd er löngun aðstandenda sýningar- innar til að sækja út fyrir hefð- bundna sýningarsali og skapa tilefni til að dveljast og vinna að myndlist úti á landi; sækja hugmyndir og vinna út frá náttúru og menningu landsins, efna til samstarfs við heimamenn og að draga sýningargesti í ferðalag um hinar fallegu sveitir Dalasýslu og Reykhóla- sveitar. Hver þátttakandi hefur valið sér sýningarstað til þess að vinna með, og eru flest verkin unnin út frá staðháttum og sögu svæðisins. Sýningarstaðirnir eru af ýmsum toga, húsarústir, eyðibýli, kaupfélag eða tiltekið svæði í sveitinni. Myndlistarmennirnir sem standa að þessari sýningu eru þau Eric Hattan, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinns- son, Kristinn G. Harðarson, Magnús Pálsson, Sigurður Guðjónsson, Sólveig Aðal- steinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir. Vert er að vekja athygli á sýningu þessari þar sem að henni lýkur nú á sunnudag. Þeir sem hafa áhuga á að skoða verkin geta nálgast bæk- ling sem inniheldur kort af svæðinu, þar sem búið er að merkja sérlega við sýningarstaði, á öllum bensínstöðvum og verslunum í Dölunum og í Reykhólasveit. - vþ Dalir og hólar um helgina DALIR OG HÓLAR Áhugaverð verk á víð og dreif um íslenskar sveitir. Kl. 20 Tvíeykið Aurora Borealis, skipað þeim Margréti Hrafnsdóttur sópran og Ólöfu Sigurvinsdóttur sellóleik- ara, heldur tónleika í Þjóðlagasetr- inu á Siglufirði í kvöld kl. 20. Þær munu flytja íslensk þjóðlög í einföldum og tærum útsetningum Sigursveins D. Kristinssonar, Hallgríms J. Jakobssonar, Jórunn- ar Viðar og Ferdinands Rauter. Kammersveitin Ísafold flyt- ur tónlist eftir tónskáldið György Ligeti á tónleikum á Kjarvalsstöðum í kvöld. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem að safnarýmið verður nýtt til tónlistarflutnings á ný- stárlegan hátt. Kammersveitin Ísafold ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á tónleikum sínum í kvöld, heldur flytur fjögur verk eftir einn mesta áhrifavald 20. aldar tónlistar, György Ligeti. Ligeti lést fyrir tveimur árum en þó eru mörg verka hans löngu orðin klassísk og eru vinsæl bæði í geisladiskaútgáfu og til flutnings í tónleikahúsum. Tón- listin er þrungin mikilli spennu og notaði kvikmyndaleikstjórinn Stanley Kubrick verk Ligetis í þremur kvikmynda sinna, 2001: A Space Odyssey, The Shining og Eyes Wide Shut. Kristján Orri Sigurleifsson, kontrabassaleikari Ísafoldar, segir verkin sem flutt verða vera fremur ólík innbyrðis. „Við flytjum tvö verk fyrir kammersveit og einnig tvö minni verk, blásarakvintett og strengjakvartett. Þessi minni verk eru frá því snemma á ferli Ligetis; hann var rétt um þrítugt þegar hann samdi þau og í þeim má heyra áhrif frá ungverskum tónlistararfi og menningu. Stærri verkin tvö samdi hann eftir að hann var búinn að helga sig því um nokkurn tíma að semja svokallaðar míkrópólý- fóníur, sem eru afar flókin tónverk. Þessi kammerverk mynda þannig eins konar brú frá míkrópólýfón- íunum og yfir í það sem hann ein- beitti sér að næst, sem var að semja tónlist sem byggði á afrískum tökt- um.“ Kammersveitin Ísafold mun í kvöld nýta rými Kjarvalsstaða á óvenjulegan hátt sem minnir í raun fremur á myndlistarsýningar en hefðbundna tónleika. Sveitin mun flytja verkin fjögur hvert í sínum sal og mun tónlistarflutningurinn að auki vera merktur með nafni, höfundi og efniviði líkt og um myndlistarverk væri að ræða. „Hugmyndin að baki þessari upp- setningu á tónleikunum spratt út frá því að við gengum um safnið, virtum fyrir okkur húsnæðið og sýninguna sem það hýsir og kom- umst að þeirri niðurstöðu að okkur þótti sum verkanna sem við flytj- um eiga betur við suma salina en aðra,“ útskýrir Kristján. „Okkur þótti á endanum upplagt að leyfa forminu á sölunum dálítið að ráða forminu á tónlistarflutningnum og því ákváðum við að halda tónleik- ana með þessu sniði.“ Tónleikarnir hefjast á Kjarvals- stöðum í kvöld kl. 20. Miðaverð er 2500 kr., en 1500 kr. fyrir náms- menn og eldri borgara. Miða má nálgast á www.midi.is og við inn- ganginn. vigdis@frettabladid.is Ligeti í fjórum sölum KAMMERSVEITIN ÍSAFOLD Leikur á áhugaverðum og frumlegum tónleikum á Kjarvalsstöðum í kvöld. Sýningin Hole Up verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar á morgun kl. 14. Myndlistarkonan Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir þar sam- nefnda innsetningu sem er mynd- uð úr skúlptúr og hljóðverki. „Hole Up er lokahnykkurinn á röð innsetninga þar sem ég hef verið að prófa mig áfram með ljós og efni til að kveikja hughrif í rýmum,“ segir Jóna. „Áður hef ég haldið einkasýningu á Akureyri og tekið þátt í samsýningu í Portúgal þar sem ég nota rýmið í bland við ákveðna grunnþætti til að búa til nokkurs konar hella eða hreiður. Lokaniðurstaðan í ferlinu er ólík í hvert skipti, innsetningarnar verða aldrei eins í uppsetning- unni, þótt spilað sé með sömu grunnþætti. Einhver óræður kuldi er samt kjarninn í öllum hellun- um, eins og líklega í flestum hell- um, nema mínir hellar hafa líka við sig einhver notalegheit.“ Titill sýningarinnar vísar að sögn Jónu til árstímans, nú þegar dagur er tekinn að styttast og nótt- in að lengjast. „Rökkrið er farið að sækja á,“ segir Jóna Hlíf. „Fólk fer að sækjast í að marka sér holur og híði og sumir draga sig í hlé fram í apríl eða maí. Kannski er þetta hellalíf á veturna partur af útileguarfleifðinni, ég veit það ekki. Allavega er það enn þá ríkt í okkur að geta hjúfrað okkur upp að sjónvarpinu, sófanum og tepp- inu þegar veturinn er sem kaldast- ur.” Jóna Hlíf fæst við innsetningar, skúlptúra, vídeó, málverk og texta í listsköpun sinni. Hún starfar sem sýningarstjóri við Gallerí Ráðhús og VeggVerk á Akureyri og var einn af umsjónarmönnum Gallerís BOX frá stofnun til 2008. Fram undan hjá Jónu er sýning í D-sal Listasafns Íslands, Grasrótarsýn- ing í Verksmiðjunni á Hjalteyri og á næsta ári tekur hún þátt í sam- sýningu í Vancouver. - vþ Skriðið í vetrarhíði HOLE UP Brot úr verki eftir Jónu Hlíf Halldórsdóttur. >Ekki missa af … Hinum árlegu Kammertónleik- um á Kirkjubæjarklaustri sem fara fram í félagsheimilinu Kirkjuhvoli í kvöld kl. 21, á morgun kl. 17 og á sunnudag kl. 15. Flytjendur á tónleikun- um í ár eru Ágúst Ólafsson, Ástríður Alda Sigurðardóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Sigrún Eðvaldsdóttir og Trio Nordica. Á tónleikunum blandast því fögur tónlist fögru umhverfi. Sigurgeir Sigurjónsson tók á móti Myndstefsverðlaun- unum 2008 úr hendi herra Ólafs Ragnars Grímssonar við hátíðlega athöfn í Lista- safni Íslands í gær. Viðurkenninguna hlýtur Sigurgeir fyrir ljósmyndir sínar af mönn- um, dýrum og landi sem draga upp sterka drætti úr íslenskum veruleika og sem sjá má í fjöl- mörgum og margvíslegum ljós- myndabókum hans sem hafa komið út með jöfnu millibili á síð- sutu tveimur áratugum. Heiðursverðlaun Myndstefs nema samtals einni og hálfri millj- ón króna og var þeim nú úthlutað í fjórða sinn. Helming verðlauna- fjárins leggur Landsbanki Íslands, sem er fjárhagslegur bakhjarl þeirra, til á móti framlagi Mynd- höfundasjóðs Íslands. Aðrir til- nefndir listamenn voru að þessu sinni Eggert Pétursson listmálari, Snæfríður Þorsteins og Hildigunn- ur Gunnarsdóttir hönnuðir, Stein- unn Sigurðardóttir tískuhönnuður, Studio Grandi, Vík Prjónsdóttir vöruhönnun og Vytautas Narbutas sviðsmyndahönnuður. Dómnefnd var skipuð þeim Guju Dögg Hauksdóttur, arkitekt, Kristjáni Pétri Guðnasyni, ljósmyndara, og Björgólfi Guðmundssyni, stjórnar- formanni Landsbanka Íslands. Sigurgeir er einn af þekktustu ljósmyndurum okkar. Hann nam listgrein sína á gerólíkum stöðum; Reykjavík, Stokkhólmi og Kali- forníu. Fyrst á ferli sínum vann hann einkum við iðnaðarljósmynd- un á stofunni Ímynd sem hann stofnaði ásamt Guðmundi Ingólfs- syni. Hann stofnaði síðar fyrir- tækið Svipmyndir og tók þá að vinna skipulega að bókagerð og fylgdi þar í fótspor Hjálmars Bárðarsonar og fleiri, en útgáfu ljósmyndabóka tók að vaxa fiskur um hrygg með bókverkum Sigur- geirs á áttunda og níunda áratugn- um. Má nefna syrpu einstakra landslagsbóka um Ísland sem hófst með bókunum Íslandslag (1992), Ísland - landið hlýja í norðri (1994), Amazing Iceland (1998), The World of Moving Water (1999), og í kjölfar þeirra komu Lost in Iceland / Íslandssýn (2002), Found in Iceland/Landið okkar (2006) og Made in Iceland/Innan Lands (2007). Þá vakti hann mikla athygli fyrir bók sína Íslendingar/Ice- landers (2004) þar sem myndavél- in fangar hreina og beina lands- menn í sínu eigin umhverfi, sterkar myndir sem settar voru upp á sýningu á Austurvelli sum- arið 2004 og fyrir stuttu kom út bókin Hestar (2008). pbb@frettabladid.is Sigurgeir vann LJÓSMYNDIR Sigurgeir Sigurjónsson tekur við heiðursverðlaunum Myndstefs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.