Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 71
SÁLIN LEIKUR Á EF TIRFARAN DI STÖÐ UM ÞAÐ SEM EFTIR LIF IR SUMAR S: Föst. 08. ágúst: Players Lau. 09. ágúst: Officera-klúbb urinn, Kef. Lau. 16. ágúst: Þorlákshöfn Lau. 23. ágúst: Nasa, Rvk. Lau. 30. ágúst: 800 Bar, Selfos s Lau. 06. sept: Hlégarður, Mos fellsbæ FÖSTUDAGUR 8. ágúst 2008 35 „Við ætlum að vera með guerrillu-, eða skæruliðaleikhús í miðbænum. Þetta gengur út á það að fólk veit ekki að það er áhorfendur að leik- húsi. Svo er bara vonandi að það gangi upp og það verði ekki hringt á lögguna,“ segir Áslaug Torfadóttir, ein tíu íslenskra nemenda úr Rose Bruford-leiklistarskólanum sem standa að viðburðinum. „Við erum auðvitað með reglur og ætlum ekk- ert að fara yfir nein velsæmismörk, en eðli verkefnisins er þannig að við ráðum ekkert algjörlega hvern- ig það verður. Við verðum bara að bregðast við því sem gerist.“ Erfitt er að láta fólk vita um stað- setningu eða tímasetningu atburð- anna, enda um feluleikhús að ræða. Vitað er þó að þeir munu eiga sér stað í miðbænum, sérstaklega á kaffihúsum, 10.-12. ágúst. Leikhefð- in á rætur að rekja til Suður-Amer- íku og leikhúsmannsins Augusto Boal. „Yfirleitt er skæruliðaleikhús mjög pólitískt en við ætlum að fjalla um hversdaginn. Við erum ekki að fara að berjast á móti virkjunum eða gera eitthvað hápólitískt,“ segir Áslaug. Uppákoman er hluti af sviðs listahátíðinni artFart. - kbs Guerrillur í borgina KOMA Á ÓVART Rose Bruford-nemar gerast skæruliðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Rokksveitin Noise er á tónleika- ferðalagi um Bretland um þessar mundir þar sem hún spilar á þrennum tónleikum. Þeir fyrstu voru í Manchester í gærkvöldi en hinir tveir verða í Nottingham annað kvöld og í Camden á þriðjudag. Þetta er önnur tónleikaferð Noise um Bretland en sveitin spilaði þar við góðar undirtektir fyrr á árinu. Á tónleikunum í Camden verður haldið upp á útgáfu á safnplötu sem kemur út á vegum breska fyrirtækisins PureRawk. Á henni er að finna lagið Quiet af plötu Noise, Wicked. Þriðja plata Noise, sem var tekin upp í Tankinum við Önundarfjörð, er síðan væntan- leg á næstunni. Noise aftur til Bretlands NOISE Rokkararnir í Noise eru staddir í Bretlandi um þessar mundir. „Við erum að fara að spila á árshátíð Íslendingafélagsins í Noregi í september og munum líklegast spila í Danmörku og Svíþjóð í sömu ferð,“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, meðlimur hljómsveitarinnar XXX Rottweil- erhundar. Hljómsveitin var að senda frá sér nýtt lag sem heitir Gemmér og myndband með því, en aðspurður segir Ágúst Bent ekki nýja plötu vera í smíðum. „Árið 2008 meikar ekki sens að gefa út plötu svo við höfum bara verið að henda út einu og einu lagi þegar fólk er farið að þyrsta í það. Við setjum svo lögin inn á Myspace-síðuna okkar og Youtube, en Youtube er náttúrlega stærsta sjónvarpsstöð í heimi í dag,“ segir Ágúst Bent, en hægt er að heyra nýja lagið og sjá myndbandið á vefsíðunni myspace.com/xxxrott- weilerhundar. Rottweiler á árshátíð NÝTT LAG XXX Rottweilerhundar hafa sent frá sér lagið Gemmér og myndband við það sem sjá má á Myspace-síðu þeirra. Pönkaður blús Tónlistarmaðurinn Andreas Constantinou, sem hefur búið á Íslandi í tvö ár, kemur fram á Hinsegin dögum á morgun og spilar þar lög af sinni fyrstu plötu, Fistful, sem er að koma út. Tólf lög eru á plötunni og að sögn Andreas vildi hann hafa þau eins berstrípuð og mögulegt væri. „Ég vildi gera plötu sem hljómaði eins mikið „live“ og mögulegt var. Mig langaði að halda lögunum einföldum og hráum,“ segir Andreas. Lýsir hann lagasmíðum sínum sem pönkuðum blús. Tónlistarmaðurinn Hafsteinn Þórólfsson syngur í þremur lögum á plötunni og mun hann koma fram með Andreas við Arnarhól á laugardag. „Ég hlakka mikið til. Það er frábært að fá tækifæri til að vera úti og spila á þessum tónleikum,“ segir Andreas, sem ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikahaldi í ágúst og september. Nánari upplýsingar um Andreas má finna á síðunni myspace.com/ andreasconstantinou. - fb ANDREAS Andreas Constantinou spilar lög af sinni fyrstu plötu á Hinsegin dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.