Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 74
38 8. ágúst 2008 FÖSTUDAGUR BADMINTON Ragna Ingólfsdóttir hefur verið litin hornauga í veislum í mörg ár. „Ég borða aldrei sykur og ekkert rugl. Með árunum er fólk farið að skilja þetta og segir: Jæja, hún er nú einu sinni að fara á Ólympíuleikana,“ sagði Ragna brosandi en hún hefur alltaf tekið mataræði sitt alvarlega. Eitt af tilhlökkunarefnum hennar á Ólymp- íuleikunum verður að upplifa menninguna, fjölþjóðleikann, Ólympíuþorpið og ekki síst matartjaldið þar sem er hægt að fá allt sem hugurinn girnist. Eitt af því eru hamborgarar frá McDonalds sem er einn af aðalstyrktarað- ilum Ólympíuleikanna. „Stelpan sem vann í einliðaleik kvenna í Aþenu fékk sér víst McDonalds fyrir leikinn,“ sagði Ragna sem ætlar þó ekki að leika þann leik eftir. „Ég borða ekki svona rusl,“ sagði Ragna glottandi. Hún hefur þess í stað nærst á kjöti, grænmeti og ávöxtum auk próteins, vítamíns og steinefna. Gæti verið gaman á ÓL Við Ragna tylltum okkur niður í TBR-húsinu þar sem hún hefur eytt óteljandi klukkutímum við æfingar um ævina. „Ég byrjaði að æfa átta ára og fylgdist með Elsu Nielsen, Brodda Kristjánssyni og Árna Þór Hallgrímssyni,“ segir Ragna en þau kepptu öll á Ólympíuleik- unum í Barcelona árið 1992. „Þegar ég var 10 ára datt mér í hug að það gæti verið gaman að fara á Ólympíuleika,“ sagði Ragna sem upplifir þetta „gaman“ nú en það var árið 1993. „Ég hef alltaf tekið badmintonið fram yfir allt, eða nánast. Ég sleppti árshátíðum fyrir æfingar og ég hef varla sleppt æfingu frá því ég var tíu ára. Ég drekk ekki og djamma lítið. Þetta er algjörlega þess virði, Ólympíuleikar eru hápunktur lífs míns til þessa,“ segir afrekskonan ákveðin. Nálægt Aþenu Ragna var nálægt því að komast á leikana 2004 í Aþenu með Söru Jónsdóttur í tvíliða- leik. „Við vorum númer 24 á heimslistanum og parið sem komst síðast inn var númer 22. Það var grátlegt,“ sagði Ragna sem hafði þá æft í tvö ár fyrir leikana. Nú má segja að hún hafi æft í sex ár fyrir Peking. „Ég æfi öðruvísi núna en áður. Ég æfði mikið badminton fyrir síðustu leika, alltaf tvisvar á dag. Núna er ég eldri og reyndari og þarf kannski ekki að æfa nema einu sinni á dag. Ég geri þess í stað alls kyns styrktaræf- ingar, jafnvægisæfingar, hjóla, lyfti eða hleyp. Það er gott að brjóta þetta aðeins upp til að fá ekki leiða,“ sagði Ragna sem hefur raunar átt í erfiðleikum með að finna nógu krefjandi andstæðinga á Íslandi. Því hefur hún leitað til stráka. „Það hefur verið skortur á því að spila við bestu stelpurnar. Við fáum alltaf einhvern til að koma og æfa með mér. Stundum eru það strákar, ég vinn ekki þá bestu en næ að spila ágætlega á móti þeim. Hnéð er aðeins að trufla mig, ég er að passa að vera ekkert að meiðast í einhverju kæruleysi rétt fyrir Ólympíuleikana. Ég er aðeins að hlífa því núna. Það væri ekkert spes að meiðast rétt fyrir leikana,“ sagði Ragna og brosti. Spila upp á meiðslin Þrátt fyrir stífar æfingar ítrekar hún að badminton sé henni ekki allt. „Ég verð að gera eitthvað annað líka og kúpla mig út úr þessu. Ég er ekki að skoða mótherja á myndböndum allan daginn eða æfa grip. Ég er ekkert badmintonnörd,“ sagði Ragna. Hún fór út síðasta dag júlímánaðar og keppir hinn 9. ágúst við japanska stúlku sem er ofarlega á heimslistanum. Ragna veit sem er að andstæðingurinn mun spila upp á hnéð þar sem hún sleit krossbönd á síðasta ári. „Það er auðvitað ekkert spes fyrir mig,“ sagði Ragna sem breytti algjörlega um leikstíl eftir að hún byrjaði aftur. „Ég spila miklu hægar og reyni að staðsetja boltann miklu nákvæmar en áður. Ég er ekki jafn góð og ég var fyrir meiðslin,“ sagði Ragna sem ætlar í aðgerð eftir leikana til að vinna endanlega bug á meiðslunum. Hún mun taka sér gott frí frá badmintoniðkun eftir leikana. „Ég held að það sé nauðsynlegt,“ segir Ragna sem er að læra heimspeki og sálfræði í Háskóla Íslands. Hún tók sér ársfrí þar sem hún hafði einfaldlega ekki tíma í námið en mun hella sér í lesturinn eftir aðgerðina. Auk þess hefur hún lokið einkaþjálfaraprófi. Stefnir á London 2012 Ragna segir að allt snúist þetta um að toppa á réttum tímapunkti. Hún lítur á leikana í Peking ekki síst sem gott tækifæri til að öðlast dýrmæta reynslu. „Árni vann einn leik á Ólympíuleikunum 1992 og ég stefni á að gera betur. Ég stefni líka á næstu leika og ætla að ná einhverju góðu sæti. Annars verður þetta bara svakaleg upplifun, það er svo margt að upplifa. Ég kemst í þvílíkan fíling þegar ég hugsa um þetta og ég get ekki beðið,“ sagði Ragna. hjalti@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N Ég er ekkert badmintonnörd Rögnu Ingólfsdóttur datt fyrst í hug að það gæti verið gaman að keppa á Ólympíuleikum þegar hún var tíu ára. Fimmtán árum síðar er hún að upplifa drauminn eftir að hafa tekið ástríðu sína fram yfir flest eins og hún lýsir í viðtali við Hjalta Þór Hreinsson. Hún keppir fyrst íslensku keppendanna í Peking á laugardag. PEKING 2008 Ólíkt Grikkjum, sem voru á allra síðustu stundu að und- irbúa Ólympíuleikana fyrir fjór- um árum síðan, er allt löngu tilbú- ið hér í Peking. Kínverjar eru búnir að reisa gríðarlega glæsileg mannvirki og leggja allt undir til þess að gera Ólympíuleikana 2008 að glæsilegustu íþróttahátíð frá upphafi. Það eru margir mánuðir síðan nánast allt var klárt í Peking og á mörgum keppnisstöðum þarf lítið annað að gera en þurrka af áður en íþróttafólkið gengur í salinn. Kínverjar lærðu margt af því sem gekk vel í Grikklandi, gera það sama og bæta um betur. Þó svo Grikkir hafi vissulega haldið frá- bæra leika, þrátt fyrir seinagang, lítur út fyrir að þessir leikar verði enn glæsilegri. Hér er allt skipulag í hæsta gæðaflokki, sama á hvaða stað maður kemur. Um 400 þúsund sjálfboðaliðar setja síðan heldur betur svip sinn á leikana en vart er þverfótandi fyrir fólki sem er tilbúið að aðstoða mann á allan mögulegan hátt. Í raun má segja að það sé offramboð af sjálfboða- liðum því fjölmargir hafa ekkert betra að gera í aðdraganda keppn- innar en að fá sér dúr á bekkjum. Það breytist er leikarnir fara á fullt. Mengun er enn talsverð í borg- inni en ómögulegt er að segja á þessari stundu hversu mikil áhrif hún mun hafa á leikana. Það birti upp á dögunum er það rigndi í Peking en nú hefur ekki rignt í nokkra daga og mengunarskýið virkar stærra hvern morgun. Þó svo maður sjái mengunina finnur maður ekki mikið fyrir henni í raun og veru. Hvort maraþon- hlauparar séu á sama máli er allt annað mál. Einstaka aðilar sem maður hefur rætt við eru þó nokkuð ánægðir með smá mengunarský því það dregur úr hita í borginni sem er um og yfir 30 gráður þessa dagana. Hvernig sem því líður er ekki annað að sjá en hér sé allt eins og best verður kosið og Peking aug- ljóslega tilbúin fyrir Ólympíuleik- ana. Ólympíuleikarnir verða settir í Fuglshreiðrinu í kvöld: Peking er tilbúin fyrir Ólympíuleikana HENRY BIRGIR GUNNARSSON Skrifar frá Peking henry@frettabladid.is PEKING 2008 Sundmaðurinn Örn Arnarson verður fánaberi Íslands á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í dag. Fer vel á því enda Örn í áraraðir verið einn fremsti íþróttamaður þjóðarinnar. Þetta eru hans þriðju leikar en hann tók einnig þátt í Sydney árið 2000 og í Aþenu árið 2004. Örn náði fjórða sæti í 200 metra baksundi í Sydney og er til alls líklegur á leikunum að þessu sinni. – hbg Fánaberi Íslands: Örn fer fyrir hópnum FREMSTUR Í FLOKKI Örn var kátur að sjá á æfingu í Peking í gær þar sem hann skartaði myndarlegu yfirvaraskeggi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Þó svo gríðarlega vel sé búið að öllu hér í Peking eru eðlilega vankantar hér og þar. Það fékk Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, að reyna á herbergi sínu um daginn. Vatnið í sturtu herbergis Einars rann ekki rétta leið heldur út um allt gólf og varð Einar því nánast að fara í froskalöppum á salernið sökum vatnselgs. Er kvörtun var komið á framfæri brugðust Kínverjarnir afar fljótt við og var baðherberg- ið komið í gott stand nokkrum tímum síðar. – hbg Einar Þorvarðarson: Sundstemning á salerninu ÆVINTÝRI Einar lenti í kröppum dansi á hótelherberginu. Hér er handboltalands- liðið á æfingu í gær en það slapp við ævintýrin sem framkvæmdastjórinn lenti í. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PEKING 2008 Það varð uppi fótur og fit í Ólympíuþorpinu á miðviku- dag þegar NBA-stjörnurnar í körfuboltaliði Bandaríkjanna mættu í matartjaldið í Ólympíu- þorpinu. Voru þar á ferðinni menn eins og Kobe Bryant, LeBron James og Jason Kidd. Þó svo eingöngu aðrir íþrótta- menn og fararstjórar hafi aðgang að því svæði fengu NBA- stjörnurnar ekki að nærast í friði og höfðu vart tíma til þess að snæða vegna áreitis annarra íþróttamanna sem vildu ólmir fá mynd af sér með hinum heims- þekktu stjörnum. Mörgum íslensku keppendun- um brá síðan í brún þegar LeBron og Kidd mættu í heimsókn í íslenska húsið síðar um kvöldið og heilsuðu þar upp á Íslending- ana. Segir sagan að stjörnurnar hafi komið til þess að kíkja á hina glæsilegu kvenkyns keppendur frá Íslandi. – hbg Stjörnufans á ÓL: NBA-stjörnur í íslenska húsinu ALLT KLÁRT Þessi geðþekka stúlka er ein af um 400 þúsund sjálfboðaliðum sem sjá um að allt gangi upp í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.