Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 08.08.2008, Blaðsíða 42
 8. ÁGÚST 2008 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Í Trommuskóla Gunnars Waage er bæði boðið upp á hefðbundið stigakerfi og sjálf- stæða deild á háskólastigi. „Trommunámið er mjög vinsælt í dag og við erum með upp undir fjörutíu nemendur að öllu jöfnu,“ segir Gunnar Waage, eigandi og kennslustjóri Trommuskóla Gunn- ars Waage, og bætir við að það sé næstum því eins og stærðin á venjulegum litlum tónlistarskóla. „Námið er alltaf í einhverri þróun hjá okkur, bæði námsefnið og eins kennsluformið.“ „Ég ákvað að fara að kenna einn, en þar sem mér finnst ekk- ert gaman að kenna nema innan einhvers akademísks ramma hef ég í samstarfi við aðra skóla verið að kenna allan skalann frá byrj- endum og upp í nemendur sem út- skrifast héðan,“ útskýrir Gunnar en skólinn hefur nú verið rekinn í fjögur ár. Að hans sögn er nokkur áhersla lögð á samvinnu við aðra skóla. „Ég sendi nemendur mína í bóklegar greinar í Tónlistarskólann í Kópa- vogi. Við eigum líka í samvinnu við deild sem kallast trommusett- og hljóðhönnunardeild.“ Aðspurður segir hann að enn sé tekið við skráningum nemenda. „Kennslan hefst 20. ágúst og þá lýkur skráningu. Stundum get ég þó ekki stillt mig um að taka ein- hverja inn eftir það, ef þeir slæð- ast inn fram eftir hausti,“ segir hann brosandi og bætir við að tekið sé við nemendum frá tólf ára aldri og upp úr. Nánar á www.trommuskolinn.is - mmf Námið er í stöðugri sókn Gunnar Waage stofnaði trommuskóla í Kópavoginum fyrir fjórum árum og býður nú upp á fullt nám. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tangófélagið heldur nú stærstu tangóhátíð sem haldin hefur verið hérlendis. Þetta er áttunda ár há- tíðarinnar sem kölluð er „Tango on Ice“ og fer fram dagana 28. til 31. ágúst. „Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og núna munum við fá þrjú frá- bær danspör frá Argentínu til að kenna okkur. Þetta eru atvinnu- dansarar í hæsta gæðaflokki; aðal parið rekur tangóskóla í Bu- enos Aires ásamt því að ferðast um heiminn með danssýningar og -kennslu,“ segir Guðbjörg Ey- steinsdóttir, formaður Tangófé- lagsins á Íslandi. Að hennar sögn hefur tang- ósamfélagið hér á landi vaxið jafnt og þétt síðustu árin. „Lengi vel vorum við um fjörutíu virkir dansarar en núna erum við komin vel yfir 100 manns. Síðustu tvö árin varð sprengja í aðsókn svo núna getum við haldið danskvöld fjórum sinnum í viku.“ Tangóhátíðin hefst fimmtudag- inn 28. ágúst í Borgarleikhúsinu þar sem argentínsku dansararnir munu sýna listir sínar. Síðan verð- ur dansleikur í anddyri leikhússins fyrir alla sem vilja koma. Á föstu- deginum hefst eiginleg kennsla í Iðnó sem nær fram á sunnudag. Þar getur fólk á öllum stigum lært meira í tangódansi. „Áður vorum við með þrjá dansflokka en nú getum við boðið upp á fjögur stig þar sem margir áhugadansararnir eru komnir ansi langt.“ Á föstudags- og laugardags- kvöld verður síðan haldinn Mi- longa, eða tangódansleikur, fyrir alla sem vilja og hátíðinni lýkur svo í Bláa lóninu eins og fyrri ár. „Fólk getur slakað á í lóninu og svo verðum við með Milonga á staðn- um eftir á. Lokakvöldið hefur allt- af verið ofsalega skemmtilegt og vinsælt meðal fólks.“ - mþþ Tangódansarar beint frá Buenos Aires Fjögurra daga tangóhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 28. til 31. ágúst. MYND/ÚR SAFNI TANGÓFÉLAGSINS Frístundir Íslands er upplýsinga- vefur sem auðveldar fólki að finna íþrótta- og tómstundaiðju fyrir börn á öllum aldri. Hátíð á vegum Frístunda Íslands verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind þann 24. ágúst. Hátíðin er haldin í tilefni af fyrstu útgáfu frístundabæklings fyrirtækisins. „Við erum að fara að gefa út haustbækling sem kemur út þenn- an dag. Þetta verður mikil hátíð. Valli sport verður kynnir og síðan verða atriði frá ýmsum fyrirtækj- um sem eru á skrá hjá okkur eins og Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Krakkar frá þeim munu sýna atriðið og dansa. Hátíðin er tæki- færi fyrir fyrirtækin að kynna sig og starfsemi sína fyrir fólkinu,“ segir Letetia Beverley Jonsson, hjá Frístundum Íslands. Hátíðin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16. Allar frek- ari upplýsingar má nálgast á www. fristundir.is. - stp Hátíð í Vetrargarðinum „Hátíðin er tækifæri fyrir fyrirtæki á skrá hjá okkur til að kynna starfsemi sína,“ segir Letetia Beverley Jonsson hjá Frístundum Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Gott framboð er af íslenskunám- skeiðum hjá Alþjóðahúsinu og mörg eru ókeypis. Námskeið fyrir ungl- inga á aldrinum 14 til 19 ára hefst í næstu viku en það á að auðvelda þeim að takast á við komandi skóla- göngu. „Þetta námskeið er þarfa- þing fyrir marga krakka því þó þeir séu farnir að nema talmálið af jafn- öldrum sínum þá er allt annað að setjast niður og ætla að læra landa- fræði,“ segir Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri í Alþjóðahúsinu. Námskeið fyrir ólæsar konur hefst einnig í þessum mánuði. „Þetta eru konur sem hafa aldrei komið í skóla svo maður byrjar á því að kenna þeim að nota verk- færið blýant,“ segir Ingibjörg en flestar kvennanna á síðasta nám- skeiði voru frá Marokkó, Taílandi og Nepal. Í fyrradag hófst námskeið í framburði og segir Ingibjörg tals- vert um það að fólk sem sé altalandi á íslensku geti ekki gert sig skiljan- legt vegna íslensku hljóðanna. Að lokum má nefna almenn íslensku- námskeið sem kennd hafa verið í sumar og munu halda áfram í vetur. Nánar á www.ahus.is. - mþþ Öllum hópum sinnt Ingibjörg Hafstað kennir íslenskan fram- burð í Alþjóðahúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.